Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.
2102151
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Melahverfi, 3. áfanga sem unnið hefur verið af Eflu verkfræðistofu.
Um er að ræða nýtt íbúðasvæði þar sem gert er ráð fyrir 10 lóðum fyrir einbýlishús, 14 lóðum undir parhús, samtals 28 íbúðir, 9 lóðum undir fjögurra íbúða raðhús, samtals 36 íbúðir.
Alls er því gert ráð fyrir 33 lóðum og 74 íbúðum.
Um er að ræða nýtt íbúðasvæði þar sem gert er ráð fyrir 10 lóðum fyrir einbýlishús, 14 lóðum undir parhús, samtals 28 íbúðir, 9 lóðum undir fjögurra íbúða raðhús, samtals 36 íbúðir.
Alls er því gert ráð fyrir 33 lóðum og 74 íbúðum.
2.Hafnarland - Lísuborgir - deiliskipulag.
2110020
Lögð fram breytt tillaga að deiliskipulagi vegna Hafnarlands Lísuborga.
Óskað er eftir að sveitarfélagið auglýsi tillögu að deiliskipulagi fyrir Lísuborgir úr landi Hafnar, skv. deiliskipulagstillögu frá Eflu Verkfræðistofu. Lóðin Hafnaland Lísuborgir (L203319) er 20 ha að stærð og liggur neðan við þjóðveg 1 undir Hafnarfjalli. Aðliggjandi lóðir eru Höfn 2, Hafnarberg Hafnarland og Hraukar. Lóðin er gróin og er hluti af Hafnarskógi sem nær yfir stærra svæði, er nokkuð flatlend en hallar þó til vesturs að sjó. Aðkoma að lóðinni er frá þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020 - 2032. Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og heimilt er að vera með þjónustu á svæðinu og útleigu frístundahúsa og verða byggð á lóðinni frístundahús og þjónustuhús með möguleikum fyrir verslun og veitingar. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir 17 húsum á 6 byggingarreitum.
Meðal helstu breytinga nú er að búið er að færa til reiðleið og skilgreina í texta að byggingar verði ekki nær reiðleið en 6m.
Deiliskipulagstillagan var áður á dagskrá USNL-nefndar m.a. á 20., 21., 22. fundi nefndarinnar.
Óskað er eftir að sveitarfélagið auglýsi tillögu að deiliskipulagi fyrir Lísuborgir úr landi Hafnar, skv. deiliskipulagstillögu frá Eflu Verkfræðistofu. Lóðin Hafnaland Lísuborgir (L203319) er 20 ha að stærð og liggur neðan við þjóðveg 1 undir Hafnarfjalli. Aðliggjandi lóðir eru Höfn 2, Hafnarberg Hafnarland og Hraukar. Lóðin er gróin og er hluti af Hafnarskógi sem nær yfir stærra svæði, er nokkuð flatlend en hallar þó til vesturs að sjó. Aðkoma að lóðinni er frá þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020 - 2032. Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og heimilt er að vera með þjónustu á svæðinu og útleigu frístundahúsa og verða byggð á lóðinni frístundahús og þjónustuhús með möguleikum fyrir verslun og veitingar. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir 17 húsum á 6 byggingarreitum.
Meðal helstu breytinga nú er að búið er að færa til reiðleið og skilgreina í texta að byggingar verði ekki nær reiðleið en 6m.
Deiliskipulagstillagan var áður á dagskrá USNL-nefndar m.a. á 20., 21., 22. fundi nefndarinnar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Í breytingunni felst að sýna á uppdrætti staðsetningu saunahúsa, færa byggingarreit þess húss sem stendur of nálægt reiðvegi, frá reiðvegi eða færa reiðveg á afmörkuðu svæði í átt til sjávar, þannig að 6 metrar verði á milli reiðvegar og húss í samræmi við leiðbeiningar Vegagerðarinnar og Landssambands hestamannafélaga frá apríl 2022 um gerð og uppbyggingu reiðstíga.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Í breytingunni felst að sýna á uppdrætti staðsetningu saunahúsa, færa byggingarreit þess húss sem stendur of nálægt reiðvegi, frá reiðvegi eða færa reiðveg á afmörkuðu svæði í átt til sjávar, þannig að 6 metrar verði á milli reiðvegar og húss í samræmi við leiðbeiningar Vegagerðarinnar og Landssambands hestamannafélaga frá apríl 2022 um gerð og uppbyggingu reiðstíga.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.Helguland, L133297 - frístundahús með gistileyfi.
2401018
Erindi er varðar áform um byggingu gistihúsa í landi Litla-Botns þar sem m.a. er spurst fyrir um hvort heimilað yrði að byggja 5 frístundahús, 30-50 m2 að stærð.
Fyrirhuguð áform eru á svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð F41 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Í kafla 2.2.2 Frístundabyggð segir:
1) Almennt er ekki heimilt að stunda atvinnurekstur á frístundasvæði. Komi fram ósk um atvinnurekstur, t.d. gisting í flokki I eða II, gallerý eða annað, þarf að skoða aðstæður á hverjum stað. Áður en starfsemi er heimiluð þarf að liggja fyrir samþykki landeiganda og allra lóðarhafa á svæðinu. Aðstæður þurfa að bjóða uppá aðgengi sem veldur sem minnstri truflun. Gera skal ráð fyrir starfsemi í gildandi deiliskipulagi.
2) Lögð er áhersla á að á frístundasvæðum sé starfandi félag frístundahúsaeigenda. Slík félög skulu m.a. meta heimildir og skyldur vaðandi byggðina s.s. atvinnurekstur.
3) Heimilt er að gera ráð fyrir takmörkuðum atvinnurekstri á nýjum /óbyggðum frístundasvæðum, sé gert ráð fyrir því í deiliskipulagi byggðarinnar.
4) Innan frístundabyggðar er heimilt að vera með þjónustumiðstöðvar, smáverslanir og aðra starfsemi sem þjónar viðkomandi svæði.
Fyrirhuguð áform eru á svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð F41 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Í kafla 2.2.2 Frístundabyggð segir:
1) Almennt er ekki heimilt að stunda atvinnurekstur á frístundasvæði. Komi fram ósk um atvinnurekstur, t.d. gisting í flokki I eða II, gallerý eða annað, þarf að skoða aðstæður á hverjum stað. Áður en starfsemi er heimiluð þarf að liggja fyrir samþykki landeiganda og allra lóðarhafa á svæðinu. Aðstæður þurfa að bjóða uppá aðgengi sem veldur sem minnstri truflun. Gera skal ráð fyrir starfsemi í gildandi deiliskipulagi.
2) Lögð er áhersla á að á frístundasvæðum sé starfandi félag frístundahúsaeigenda. Slík félög skulu m.a. meta heimildir og skyldur vaðandi byggðina s.s. atvinnurekstur.
3) Heimilt er að gera ráð fyrir takmörkuðum atvinnurekstri á nýjum /óbyggðum frístundasvæðum, sé gert ráð fyrir því í deiliskipulagi byggðarinnar.
4) Innan frístundabyggðar er heimilt að vera með þjónustumiðstöðvar, smáverslanir og aðra starfsemi sem þjónar viðkomandi svæði.
Umhverfis-, skipulgs-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd bendir á að skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar er almennt ekki heimilt að stunda atvinnurekstur á frístundasvæði, en komi fram ósk um slíkt þurfi að skoða aðstæður á hverjum stað. Áður en starfsemi sé heimiluð þurfi að liggja fyrir samþykki landeiganda og allra lóðarhafa á svæðinu. Aðstæður þurfi að bjóða uppá aðgengi sem veldur sem minnstri truflun. Gera skuli ráð fyrir starfsemi í gildandi deiliskipulagi. Félag frístundahúsaeigenda á svæðinu skuli m.a. meta heimildir og skyldur vaðandi byggðina s.s. atvinnurekstur. Heimilt er að gera ráð fyrir takmörkuðum atvinnurekstri á nýjum /óbyggðum frístundasvæðum, sé gert ráð fyrir því í deiliskipulagi byggðarinnar. Huga þarf að aðkomu að svæðinu og afla samþykkis m.a. Vegagerðar vegna hennar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umrædd tillaga falli ekki að ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umrædd tillaga falli ekki að ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
4.Kúludalsá - deiliskipulagsbreyting.
2401021
Erindi frá Al-hönnun ehf, f.h. Kristófers Emils Þorgrímssonar er varðar ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Kúludalsá.
Með breytingunni felst m.a. að stækka byggingarreit nær þjóðvegi 1 sem nemur 15 m og verður fjarlægð byggingarreits frá þjóðvegi þá 85 m í stað 100 skv. gildandi skipulagi.
Umrætt svæði er skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 úrvals byggingarland L1 með takmörkuðum byggingarheimildum. Að jafnaði er eingöngu heimilt að byggja til landbúnaðar eða í tengslum við rekstur búsins s.s. minni háttar rekstur með landbúnaði, til að auðvelda kynslóðaskipti eða byggingar til landbúnaðar. Heimilt er að byggja upp í tengslum við núverandi bæjartorfur eða í jaðri svæða.
Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar í landi Kúludalsár, reitur E, frá árinu 1998. Þar kemur fram að umræddar sumarhúsalóðir eru 5 talsins.
Með breytingunni felst m.a. að stækka byggingarreit nær þjóðvegi 1 sem nemur 15 m og verður fjarlægð byggingarreits frá þjóðvegi þá 85 m í stað 100 skv. gildandi skipulagi.
Umrætt svæði er skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 úrvals byggingarland L1 með takmörkuðum byggingarheimildum. Að jafnaði er eingöngu heimilt að byggja til landbúnaðar eða í tengslum við rekstur búsins s.s. minni háttar rekstur með landbúnaði, til að auðvelda kynslóðaskipti eða byggingar til landbúnaðar. Heimilt er að byggja upp í tengslum við núverandi bæjartorfur eða í jaðri svæða.
Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar í landi Kúludalsár, reitur E, frá árinu 1998. Þar kemur fram að umræddar sumarhúsalóðir eru 5 talsins.
Að mati Umhverfis, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar er ekki hægt að gera breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðar sem er á skjön við landnotkun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sem er landbúnðarland F1. Gera þarf annað hvort breytingu á aðalskipulagi til samræmis við deiliskipulag eða breyta deiliskipulagi til samræmis við gildandi aðalskipulag, nema hvoru tveggja sé gert.
Í deiliskipulaginu kemur fram að fjarlægð byggingarreita frá þjóðvegi 1 verði 85 m.
Til upplýsinga vill nefndin benda á að skv. d lið, greinar 5.3.2.5 í byggingarreglugerð segir eftirfarandi:
Fjarlægð milli bygginga og vega.
Utan þéttbýlis skal ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki nær öðrum þjóðvegum eða almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi. Aðrar byggingar skal ekki staðsetja nær stofn- og tengivegum og öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi. Heimilt er að víkja frá þessum ákvæðum þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar en gæta skal ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði. Óheimilt er að færa þjóðveg eða byggja nýjan veg utan þéttbýlis þannig að fjarlægð milli bygginga og vega verði minni en framangreind mörk segja til um án undangenginnar málsmeðferðar um deiliskipulag.
Í deiliskipulaginu kemur fram að fjarlægð byggingarreita frá þjóðvegi 1 verði 85 m.
Til upplýsinga vill nefndin benda á að skv. d lið, greinar 5.3.2.5 í byggingarreglugerð segir eftirfarandi:
Fjarlægð milli bygginga og vega.
Utan þéttbýlis skal ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki nær öðrum þjóðvegum eða almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi. Aðrar byggingar skal ekki staðsetja nær stofn- og tengivegum og öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi. Heimilt er að víkja frá þessum ákvæðum þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar en gæta skal ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði. Óheimilt er að færa þjóðveg eða byggja nýjan veg utan þéttbýlis þannig að fjarlægð milli bygginga og vega verði minni en framangreind mörk segja til um án undangenginnar málsmeðferðar um deiliskipulag.
Ómar Örn Kristófersson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Neðstiás 11
2309050
Erindi fá byggingarfulltrúa, en um er að ræða byggingarleyfisumsókn frá lóðarhafa sem ekki er í samræmi við deiliskipulag.
Sótt er um leyfi fyrir gestahúsi.
Stærð 24 m2 /65,3 m3.
Um er að ræða timburhús sem flutt verður á lóð.
Undirstöður húss verða steinsteyptar súlur ásamt timburdregurum.
Burðarvirki gólfs, útveggja og þaks eru timbur.
Útveggir verða klæddir með borðaklæðningu.
Þak er einhalla, klætt þakpappa/járni, þakhalli 8 gráður.
Skv. deiliskipulagi Neðstaáss í landi Kambhóls segir að hús skv. deiliskipulaginu skuli vera með risþaki, mænir að öllu jöfnu yfir miðju húsi og skuli mænirinn ætíð snúa í suðvestur / norðaustur.
Sótt er um leyfi fyrir gestahúsi.
Stærð 24 m2 /65,3 m3.
Um er að ræða timburhús sem flutt verður á lóð.
Undirstöður húss verða steinsteyptar súlur ásamt timburdregurum.
Burðarvirki gólfs, útveggja og þaks eru timbur.
Útveggir verða klæddir með borðaklæðningu.
Þak er einhalla, klætt þakpappa/járni, þakhalli 8 gráður.
Skv. deiliskipulagi Neðstaáss í landi Kambhóls segir að hús skv. deiliskipulaginu skuli vera með risþaki, mænir að öllu jöfnu yfir miðju húsi og skuli mænirinn ætíð snúa í suðvestur / norðaustur.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Neðstaáss í landi Kambshóls frá árinu 2009, skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, sem eru Neðstiás 9, 12 og 14, auk landeiganda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, sem eru Neðstiás 9, 12 og 14, auk landeiganda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
6.Nes stofnun tveggja frístundalóða - Nes 1 og Nes 2.
2306030
Erindi frá Valz ehf. Ósk um stofnun tveggja frístundalóða, Nes 1, stærð 1.675 m2 og Nes 2, stærð 1795 m2. Upprunaland lóðanna er Nes, landeignanúmer 190661, stærð 95 ha. Með erindinu fylgdu hnitsettir lóðaruppdrættir frá teiknistofu KRark, þar sem kemur fram kvöð um umferð með vegtengingu við þjóðveg/Svínadalsveg. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar dags. 02.06.2023, fyrir tengingu við Svínadalsveg nr. 502-02. Einnig liggur fyrir umsögn Landsnets vegna staðsetningu lóðanna. Óskað var eftir umsögn Landsnets vegna helgunarsvæðis háspennulínunnar sbr. bls. 50 í greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, en þar kemur fram helgunarsvæði háspennulína skv. staðli ÍST EN 50341-3-12:2001.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðanna tveggja með þeim áskilnaði að byggingarreitir lóðanna verði utan við nýtt útreiknað helgunarsvæði Sultartangalínu 1 og að staðsetning aðkomuvegar að lóðunum og þverun hans gagnvart línunni verði skoðuð sérstaklega með tilliti til hæðar undir línu.
Skilgreina skal á lóðarblaði hvar kalt neysluvatn verði sótt, ef til kemur. Skilgreina skal kvöð um aðkomu að lóðinni. Landeigandi landsins þarf að fylla út og undirrita eyðublað F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá.
Endanlegri afgreiðslu vísað til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Skilgreina skal á lóðarblaði hvar kalt neysluvatn verði sótt, ef til kemur. Skilgreina skal kvöð um aðkomu að lóðinni. Landeigandi landsins þarf að fylla út og undirrita eyðublað F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá.
Endanlegri afgreiðslu vísað til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
7.Skorholtsnes-Akurey - umsögn um stofnun lögbýlis.
2311007
Erindi frá Jóni Sveinssyni og Guðrúnu Sigríði Magnúsdóttur. Ósk um umsögn vegna stofnunar lögbýlis í Skorholtsnesi og í eyjunni Akurey í Grunnafirði. Nafn lögbýlisins verður Akurey. Stærð fyrirhugaðs lands verður um 21,4 hektarar. Fyrirhuguð starfsemi verður einkum skógrækt og æðar- og dúnrækt.
Á 28. fundi USNL-nefndar var fjallað um málið og samþykkt að óska eftir umsögn ráðunautar hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og Umhverfisstofnunar og afgreiðslu málsins frestað.
Umsagnir lagðar fram.
Á 28. fundi USNL-nefndar var fjallað um málið og samþykkt að óska eftir umsögn ráðunautar hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og Umhverfisstofnunar og afgreiðslu málsins frestað.
Umsagnir lagðar fram.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefa jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis í Skorholtsnesi (landeignanúmer 206127) og í eyjunni Akurey (landeignanúmer 133729) í Grunnafirði, sbr. 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun og skráningu lögbýlis.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
8.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar.
2201029
Húsnæðisáætlun til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.