Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 388
2312003F
Fundargerðin framlögð.
2.Sveitarstjórn - 389
2312007F
Fundargerðin framlögð.
3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 30
2312006F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 30 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Krosslands, 1. áfanga, skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Krosslands, 1. áfanga, skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum sem eru Ásvellir 1, 3, 6 og 10 og Akravellir 8, 10 og 12."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 30 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á lóðarleigusamningi.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða breytingu á lóðarleigusamningi vegna Háamels nr. 1 í Melahverfi, landeignanúmer 226213, stærð lóðar 1702 m2 og felur sveitarstjóra undirritun hans."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 67
2312004F
Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 67 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja framlögð hönnunargögn og kostnaðaráætlun fyrir verkið
og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða fyrsta áfanga af þremur út. Bókun fundar Framkvæmd vegna nýs íþróttahúss hefur verið skipt upp í þrjá áfanga. Fyrsti áfangi er jarðvinna, uppsteypa og grófjöfnun lóðar. Annar áfangi er frágangur innanhúss og sá þriðji yfirborðsfrágangur lóðar.
Áætlað upphaf verksins er við undirskrift samnings og verklok fyrsta áfanga eru áætluð 1.júlí 2025.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð hönnunargögn og kostnaðaráætlun fyrir verkið. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að bjóða fyrsta áfanga af þremur út."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar.
2201029
Húsnæðisáætlun 2024.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar 2024. Áætlunin verður lögð fram til kynningar hjá öllum nefndum sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar 2024. Áætlunin verður lögð fram til kynningar hjá öllum nefndum sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2024.
2401020
Erindi frá skrifstofustjóra og félagsmálastjóra.
Lögð fram tillaga frá skrifstofustjóra og félagsmálastjóra þess efnis að í stað þess að nota sömu aðferð og undanfarin ár, þ.e. hækka tekjumörkin líkt og Tryggingastofnun hækkar elli- og örorkulífeyrisbætur milli ára, 5,6% hækkun í ár, þá verði notuð breyting á launavísitölu, sem er 10,7%, til hækkunar tekjumarka. Tillagan byggir á að sveitarfélagið hefur ávallt haft metnað til að gera vel í þessum efnum auk þess sem fasteignamat hefur hækkað talsvert umfram 5,6%, misjafnt eftir staðsetningu eigna.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að hækkun tekjumarka vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega árið 2024 þar sem notuð verður breyting á launavísitölu, 10,7%, til hækkunar tekjumarka."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að hækkun tekjumarka vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega árið 2024 þar sem notuð verður breyting á launavísitölu, 10,7%, til hækkunar tekjumarka."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Undanþágulisti vegna verkfalla.
1812013
Tillaga til birtingar í B deild Stjórnartíðinda.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framlagða skrá yfir störf hjá Hvalfjarðarsveit sem undanskilin eru verkfallsheimild og felur sveitarstjóra að auglýsa skrána í B-deild Stjórnartíðinda. Um er að ræða eftirfarandi störf/starfsheiti: sveitarstjóri, skrifstofustjóri/launafulltrúi, félagsmálastjóri, verkefnastjóri framkvæmda og eigna, forstöðumaður búsetuþjónustu fatlaðra, skólastjóri grunnskóla, aðstoðarskólastjóri grunnskóla og skólastjóri leikskóla."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framlagða skrá yfir störf hjá Hvalfjarðarsveit sem undanskilin eru verkfallsheimild og felur sveitarstjóra að auglýsa skrána í B-deild Stjórnartíðinda. Um er að ræða eftirfarandi störf/starfsheiti: sveitarstjóri, skrifstofustjóri/launafulltrúi, félagsmálastjóri, verkefnastjóri framkvæmda og eigna, forstöðumaður búsetuþjónustu fatlaðra, skólastjóri grunnskóla, aðstoðarskólastjóri grunnskóla og skólastjóri leikskóla."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Afskriftabeiðni.
2312032
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi að fjárhæð kr. 305.051."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi að fjárhæð kr. 305.051."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Strætómál.
2312018
Erindi frá Sigrúnu Helgadóttur.
Erindi lagt fram er varðar strætó nr. 57 sem ítrekað keyrir framhjá stoppistöð í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur undir að íbúar í Hvalfjarðarsveit þurfi að geta treyst á almenningssamgöngur, oddvita falið að senda erindi til Strætó með óskum um úrbætur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur undir að íbúar í Hvalfjarðarsveit þurfi að geta treyst á almenningssamgöngur, oddvita falið að senda erindi til Strætó með óskum um úrbætur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Birkihlíð 41 - rekstrarleyfi.
2401017
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10.gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10.gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 1012010 (málsmeðferð og skilyrði).
2401002
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið framlagt.
12.940. fundargerð Stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga.
2312030
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
13.178. fundargerð stjórnar SSV.
2312031
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:15.
Birkir Snær Guðlaugsson boðaði forföll.