Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
Salvör Lilja Brandsdóttir boðaði forföll.
Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
1.Samstarfsnefnd slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
2205016
Húsnæðismál Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Jens Ragnarsson slökkviðliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar kynnti tillögu að lóð fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar og aðra viðbragðsaðila. Um er að ræða 2ha lóð sem staðsett er vestan við Hausthúsatorg á Akranesi.
Jens Heiðar Ragnarsson víkur af fundi.
2.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.
2001042
Ask arkitektar og aðrir hönnuðir íþróttahússins við Heiðarborg hafa skilað inn til sveitarfélagsins hönnunargögnum, verklýsingu og magnskrá ásamt kostnaðaráætlun fyrir verkið.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja framlögð hönnunargögn og kostnaðaráætlun fyrir verkið
og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða fyrsta áfanga af þremur út.
og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða fyrsta áfanga af þremur út.
3.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg
2202016
Framlögð útboðsgögn fyrir arkitekta- og landslagshönnun á nýjum leikskóla í Melahverfi.
Lögð fram til kynningar útboðsgögn fyrir arkitekta- og landslagshönnun á nýjum leikskóla í Melahverfi.
4.Lýsing á Vinavelli.
2312010
Erindi frá Kristínu Guðmundsdóttur.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ræða við bréfritara.
5.Umsögn um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.
2311041
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið framlagt.
6.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024-2027
2309051
Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024-2027
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir verkstöðu framkvæmda og viðhalds.
Fundi slitið - kl. 17:00.