Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

30. fundur 03. janúar 2024 kl. 15:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Þorsteinn Már Ólafsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Ása Hólmarsdóttir sat fundinn í fjarfundi.
Svenja N.V.Auhage boðaði forföll.

1.Ásvellir 8 - Byggingarleyfi f. einbýlishús

2305023

Deiliskipulagsuppdráttur Ásvellir 8.

Erindi frá Steinunni Eik Egilsdóttur f.h. lóðarhafa að Ásvöllum 8 í Krosslandi.

Erindið var áður á dagskrá 22. og 25. fundar USNL-nefndar.

Með erindinu fylgdi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Krosslands, en í breytingunni felst að stækka byggingarreit lóðar Ásvalla 8 til norðurs og vesturs. Nýtingarhlutfall breytist ekki frá því sem er í gildandi deiliskipulagi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Krosslands, 1. áfanga, skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

2.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit

2210038

Samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna "Borgað þegar hent er" sem Hvalfjarðarsveit er þátttakandi í. Einnig lagt fram minnisblað um ábyrgð á ráðstöfun dýraleifa, jafnframt unnið af Sambandinu.
Lagt fram til kynningar.

3.Háimelur 1 - lóðarleigusamningur.

2312028

Lagður fram breyttur lóðarleigusamningur vegna Háamels nr. 1 í Melahverfi, landeignanúmer 226213, stærð lóðar 1702 m2.

Targa ehf sótti um lóðina þann 14.05.2021.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á lóðarleigusamningi.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

4.Stefna vegna þynningarsvæðis - Fellsendi og Galtarlækur.

2303049

Lagður fram úrskurður frá Landsrétti frá 20.12.2023.
Lagt fram til kynningar.

5.Holtavörðuheiðarlína 1

2012054

Erindi dags. 21.12.2023 frá Skipulagsstofnun.

Lagt fram álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun vegna viðbótar Landsnets við matsáætlun vegna nýs valkostar við línuleið Holtavörðuheiðarlínu 1. Um er að ræða svokallaða Hallarmúlaleið.
Lagt fram til kynningar.

6.Hringvegur 1, Hvalfjarðargöng - Borgarnes.

2312029

Lögð fram fundargerð vegna fundar frá 14. desember 2023 um fyrirhugaðar breytingar á hringvegi 1, frá Hvalfjarðargöngum að sveitarfélagamörkum milli Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar við Ytra-Seleyrargil í landi Hafnar, og um þá valkosti sem til greina koma vegna breikkunar hringvegs 1 í svokallaðan 2 plús 1 veg.
Lagt fram til kynningar.

7.Reglugerð um merki fasteigna.

2312034

Erindi dags. 13.12.2023 frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.

Drög að reglugerð um merki fasteigna - umsagnarfrestur til 11. janúar 2024.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vill vekja athygli á máli nr. S-258/2023 í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar kynnir innviðaráðuneytið til samráðs drög að reglugerð um merki fasteigna sem taka á gildi á nýju ári í samræmi við breytingar á lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Þann 1. janúar 2024 breytist heiti laganna í „lög um skráningu, merki og mat fasteigna“ og lög um landamerki nr. 41/1919 falla m.a. úr gildi.

Umsögnum skal skila í samráðsgátt stjórnvalda.



Lagt fram til kynningar.

8.Reglugerð um áætlun eignarmarka.

2312035

Erindi frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.

Drög að reglugerð um áætlun eignarmarka.

Undanfarin misseri hefur verið unnið að skrifum tveggja reglugerða sem koma við ferlana í land- og fasteignaskráningu. Önnur þeirra er komin í samráðsgátt og hin er væntanleg þar á næstunni.

Sú sem er komin í gáttina fjallar um sérstakan feril þar sem HMS hefur lagaheimild til að áætla eignamörk út frá opinberum gögnum. Þessi reglugerð fjallar ekki um ferilinn sem verið er að setja upp fyrir merki, merkjalýsendur og merkjalýsingar (sbr. lagabreyting sem tekur gildi um áramót og tekur við af núverandi ferli varðandi breytingu á skráningu í fast- og landeignaskrá).
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar