Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 373
2303010F
Fundargerðin framlögð.
2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 44
2304001F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 44 Ein umsókn barst í sjóðinn frá Þórdísi Þórisdóttur fyrir hönd nemenda í 9.-10. bekk Heiðarskóla þar sem óskað var eftir 760.000 kr. fyrir lokaferð þeirra til Brighton í maí.
Nefndin ákvað að styrkja nemendur í 9.-10. bekk Heiðarskóla um 300.000 kr. til ferðarinnar úr Íþrótta- og æskulýðssjóði Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar. Bókun fundar Ritari lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu til nemenda í 9.-10. bekk Heiðarskóla vegna lokaferðar þeirra til Brighton í maí úr íþrótta- og æskulýðssjóði Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn í samstarfi við fjölskyldu- og frístundanefnd hefur ákveðið að hækka styrkveitingu nefndarinnar úr 300.000 kr. í 570.000 kr. Alls eru 19 nemendur skráðir í ferðina og miðast styrkveiting við 30.000 kr. á nemanda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
Andrea Ýr Arnarsdóttir og Helga Harðardóttir viku af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins. - 2.6 2302038 Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfirFjölskyldu- og frístundanefnd - 44 Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar og vísar þeim til samþykktar hjá sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 59
2303009F
Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 59 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlögð hönnunargögn frá Mannvit og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða út verkið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlögð hönnunargögn frá Mannvit og verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að bjóða út verkið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 59 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í úrbætur víð frárennsli Eiðisvatns sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi verðáætlunar Þróttar ehf.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að óska eftir viðræðum við reiðveganefnd Dreyra vegna reiðvegar á Innnesvegi að Miðgarði.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að farið verði, sem fyrst, í úrbætur við frárennsli Eiðisvatns á grundvelli fyrirliggjandi verðáætlunar Þróttar ehf. en gerð var verðkönnun hjá tveimur aðilum vegna verksins, Þrótti ehf. og Hróarstindi ehf. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð kr. 4.830.350 á deild 10009, lykil 4636 fyrir heildarkostnaði verksins en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 59 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að plan við grendarstöð í Melahverfi verði malbikað í heild sinni með tilliti til betri aðkomu, þrifnaðar og ásýndar svæðisins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að plan við grenndarstöð í Melahverfi verði malbikað í heild sinni með tilliti til betri aðkomu, þrifnaðar og ásýndar. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð kr. 4.124.930 á deild 32051, lykil 11470 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Frístundastefna.
2204059
Frístundastefna til samþykktar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlagða frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar og þakkar stýrihópnum fyrir vel unnin störf við gerð stefnunnar. Í samræmi við samþykkta frístundastefnu sveitarfélagsins óskar sveitarstjórn eftir því við fræðslunefnd og fjölskyldu- og frístundanefnd að unnin verði aðgerðaráætlun þar sem tekið verði á þeim þáttum stefnunnar er heyra undir fyrrgreindar nefndir og að aðgerðaráætluninni verði skilað til sveitarstjórnar fyrir 1.október 2023.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók EÓG.
“Sveitarstjórn samþykkir framlagða frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar og þakkar stýrihópnum fyrir vel unnin störf við gerð stefnunnar. Í samræmi við samþykkta frístundastefnu sveitarfélagsins óskar sveitarstjórn eftir því við fræðslunefnd og fjölskyldu- og frístundanefnd að unnin verði aðgerðaráætlun þar sem tekið verði á þeim þáttum stefnunnar er heyra undir fyrrgreindar nefndir og að aðgerðaráætluninni verði skilað til sveitarstjórnar fyrir 1.október 2023.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók EÓG.
5.Beiðni um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vegna Lyngbrekkuballs samstarfsskólanna á Vesturlandi.
2304037
Erindi frá Nemendafélagi Heiðarskóla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Nemendafélagi Heiðarskóla endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði laugardaginn 27. apríl nk. fyrir Lyngbrekkuball samstarfsskólanna á Vesturlandi. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Nemendafélagi Heiðarskóla endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði laugardaginn 27. apríl nk. fyrir Lyngbrekkuball samstarfsskólanna á Vesturlandi. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Narfasel - Fjúkandi Hjólbörur ehf - rekstrarleyfi.
2304036
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10.gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10.gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Fræðsluferð fyrir sveitarstjórnarfulltrúa til Skotlands.
2304048
Erindi frá SSV.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, eftir að hafa gefið öllum sveitarstjórnarfulltrúum kost á að fara í ferðina, að senda fjóra fulltrúa í hana. Þar sem endanlegur kostnaður við ferðina liggur ekki fyrir verður viðauki við fjárhagsáætlun vegna ferðarinnar ekki lagður fyrir sveitarstjórn fyrr en svo er."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, eftir að hafa gefið öllum sveitarstjórnarfulltrúum kost á að fara í ferðina, að senda fjóra fulltrúa í hana. Þar sem endanlegur kostnaður við ferðina liggur ekki fyrir verður viðauki við fjárhagsáætlun vegna ferðarinnar ekki lagður fyrir sveitarstjórn fyrr en svo er."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2023.
2304047
Aðalfundarboð.
Framlagt.
9.Umsögn um tillögur starfshóps um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu.
2304043
Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Framlagt og vísað til mannvirkja- og framkvæmdanefndar.
10.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál.
2304049
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Framlagt og vísað til fræðslunefndar og fjölskyldu- og frístundanefndar.
11.Umsögn um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál.
2304050
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Framlagt og vísað til fræðslunefndar og fjölskyldu- og frístundanefndar.
12.921. - 924. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2304032
Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.
Fundi slitið - kl. 15:19.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:
Mál nr. 2304048 - Fræðsluferð fyrir sveitarstjórnarfulltrúa til Skotlands. Málið verður nr. 7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2304047 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2023. Málið verður nr. 8 dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2304043 - Umsögn um tillögur starfshóps um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu.
Málið verður nr. 9 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2304049 - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál.
Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2304049 - Umsögn um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál.
Málið verður nr. 11 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0