Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.
2001042
Staða verkefnisins kynnt.
Formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar fór yfir stöðu útboðsins.
2.Melahverfi - Opin svæði
2001041
Staða verkefnisins kynnt.
Samkv. verkáætlun verktaka er áætlað að verkinu verði lokið 20. maí n.k.
3.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu
2001040
Mannvit hefur lokið við hönnunar- og útboðsgögn fyrir göngustíg á milli Innrimels og Hagamels og gangbrauta- götu- og umferðamerkinga í Melahverfinu.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlögð hönnunargögn frá Mannvit og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða út verkið.
4.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu
2001040
Viðgerð á stíflu við Eiðisvatn.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í úrbætur víð frárennsli Eiðisvatns sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi verðáætlunar Þróttar ehf.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að óska eftir viðræðum við reiðveganefnd Dreyra vegna reiðvegar á Innnesvegi að Miðgarði.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að óska eftir viðræðum við reiðveganefnd Dreyra vegna reiðvegar á Innnesvegi að Miðgarði.
5.Gámasvæði Melahverfi.
2111014
Tillaga að útfærslu á grenndarstöð á gámaplaninu í Melahverfi.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að plan við grendarstöð í Melahverfi verði malbikað í heild sinni með tilliti til betri aðkomu, þrifnaðar og ásýndar svæðisins.
6.Hitaveita
2009013
Farið yfir verkstöðu framkvæmda hitaveitunnar og ákvörðun um næstu skref framkvæmda hitaveitulagnar að Vestri Leirárgörðum.
Í samræmi við umræður fundarins eru formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna falið að vinna málið áfram.
7.Vatnsveita - styrktarsjóður.
2208031
Umsókn um styrk vegna framkvæmda og endurbóta á neysluvatnslögn.
Umsókn Ásu Hólmarsdóttur um styrk til endurbóta á kaldavatnslögn fyrir Eiðisvatn 1 og Litla Lambhagalands. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd hefur farið yfir innsend gögn vegna framkvæmdarinnar. Samkv. 4.gr. í reglum um styrktarsjóð vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum er tekið fram að Verkefnastjóri framkvæmda og eigna gerir tillögu til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar um vilyrði fyrir úthlutun úr sjóðnum að verki loknu. Styrkur er ekki greiddur nema slík staðfesting liggi fyrir.
8.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2023-2026
2209041
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir verkstöðu framkvæmda.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir verkstöðu framkvæmda.
9.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
2002048
Á 372. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 22.3.2023 var tekið fyrir erindisbréf stýrihóps fyrir verkefnið.
Eftirfarandi bókun var gerð:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf fyrir stýrihóp verkefnisins Barnvænt sveitarfélag.
Hlutverk stýrihóps er :
Samrýma og stýra innleiðingu Banasáttmála Sameinuðu þjóðanna innan Hvalfjarðarsveitar.
Hafa umsjón með stöðumati á réttindum og velferð barna innan sveitarfélagsins.
Meta þörf fyrir fræðslu um réttindi barna innan sveitarfélagsins.
Gera aðgerðaráætlun sem byggir á stöðumatinu.
Fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar.
Miðla upplýsingum um verkefnið og kynna aðgerðaáætlun á barnvænan hátt, hafa samskipti við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið, ásamt skýrslugjöf."
Með erindinu fylgdu einnig kynningargögn vegna kynningarfundar um innleiðingu á verkefninu sem haldinn var á vegum Hvalfjarðarsveitar.
Eftirfarandi bókun var gerð:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf fyrir stýrihóp verkefnisins Barnvænt sveitarfélag.
Hlutverk stýrihóps er :
Samrýma og stýra innleiðingu Banasáttmála Sameinuðu þjóðanna innan Hvalfjarðarsveitar.
Hafa umsjón með stöðumati á réttindum og velferð barna innan sveitarfélagsins.
Meta þörf fyrir fræðslu um réttindi barna innan sveitarfélagsins.
Gera aðgerðaráætlun sem byggir á stöðumatinu.
Fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar.
Miðla upplýsingum um verkefnið og kynna aðgerðaáætlun á barnvænan hátt, hafa samskipti við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið, ásamt skýrslugjöf."
Með erindinu fylgdu einnig kynningargögn vegna kynningarfundar um innleiðingu á verkefninu sem haldinn var á vegum Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Formaður Mannvirkja og framkvæmdanefndar óskar eftir, með vísan til c. liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta við með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.
Mál nr. 2009013 - Hitaveita. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0