Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

44. fundur 13. apríl 2023 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
Starfsmenn
  • Elín Thelma Róbertsdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elín Thelma Róbertsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Frístunda- og menningarfulltrúi sat fund undir erindum nr. 4, 5, 7, 8, 9, 13 og 14.

1.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2206002
Fært í trúnaðarbók.

2.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 1908027
Fært í trúnaðarbók.

3.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2011028 og 2206016
Fært í trúnaðarbók.

4.Íþrótta- og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar 2023

2304010

Umsóknir 2023.
Ein umsókn barst í sjóðinn frá Þórdísi Þórisdóttur fyrir hönd nemenda í 9.-10. bekk Heiðarskóla þar sem óskað var eftir 760.000 kr. fyrir lokaferð þeirra til Brighton í maí.

Nefndin ákvað að styrkja nemendur í 9.-10. bekk Heiðarskóla um 300.000 kr. til ferðarinnar úr Íþrótta- og æskulýðssjóði Hvalfjarðarsveitar.

Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

5.Frístundastefna.

2204059

Frístundastefna Hvalfjarðarsveitar lögð fram til samþykktar.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar og þakkar stýrihópnum fyrir vel unnin störf við gerð stefnunnar.

6.Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir

2302038

Drög að reglum um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir lagðar fram til afgreiðslu.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar og vísar þeim til samþykktar hjá sveitarstjórn.

7.Rekstur sundlaugar að Hlöðum sumarið 2023

2304011

Yfirferð vegna opnunar sundlaugarinnar sumarið 2023.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir hvaða verkefnum þarf að ljúka fyrir sumaropnun sundlaugarinnar að Hlöðum.

8.Vinnuskólinn 2023

2303003

Fara yfir skipulag á Vinnuskólanum ásamt kynningu á listavinnuskóla.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu ráðningamála og skipulag í vinnuskólanum fyrir sumarið 2023 ásamt hugmyndafræði listavinnuskóla.

9.SumarGaman 2023 (Vor- og haust frístund)

2301024

Staða verkefnisins SumarGaman.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu ráðningarmála og skipulag námskeiðanna SumarGaman fyrir sumarið 2023.

10.Hjólasöfnun Barnaheilla

2304015

Árleg hjólasöfnun Barnaheilla-Save the Children á Íslandi er hafin í tólfta sinn.
Lagt fram til kynningar.

11.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Á 372. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 22.3.2023 var tekið fyrir erindisbréf stýrihóps fyrir verkefnið. Eftirfarandi bókun var gerð: "Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf fyrir stýrihóp verkefnisins Barnvænt sveitarfélag. Hlutverk stýrihóps er að; Samræma og stýra innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna innan Hvalfjarðarsveitar. Hafa umsjón með stöðumati á réttindum og velferð barna innan sveitarfélagsins. Meta þörf fyrir fræðslu um réttindi barna innan sveitarfélagsins. Gera aðgerðaráætlun sem byggir á stöðumatinu. Fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar. Miðla upplýsingum um verkefnið og kynna aðgerðaáætlun á barnvænan hátt, hafa samskipti við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið, ásamt skýrslugjöf." Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Samkomulag á milli UNICEF, mennta- og barnamálaráðuneytis og Hvalfjarðarsveitar var undirritað þann 29. mars 2023.
Fjölskyldu- og frístundanefnd er mjög ánægð með að sveitarfélagið er að fara af stað í þessa vegferð og hlakkar til að takast á við þetta verkefni.

12.NPA samningar.

2302034

Bréf frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu vegna fjölgunar samninga um NPA.
Lagt fram til kynningar.

13.Upplýsingar um bækling til foreldra um mikilvægi þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi.

2304016

Bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands þar sem fram kemur að í dag sé til bæklingur á tíu tungumálum þar sem fram koma hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins.
Lagt fram til kynningar.

14.Fréttabréf Umboðsmanns barna

2304017

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar