Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 364
2211005F
Fundargerðin framlögð.
2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 40
2211008F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 40 Nefndin leggur fram breytingar á 7. og 8. gr. á reglum um íþrótta- og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar. Nefndin samþykkir breytingar á reglum og vísar erindinu til samþykktar hjá sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglum um íþrótta- og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar sem taka munu gildi 1. janúar 2023. Breytingar hafa orðið á 4. gr. reglnanna sem kveður á um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk til barna og unglinga á tekjulágum heimilum sem nemur 30.000 kr. á ári til viðbótar við 70.000 kr. tómstundastyrk sem Hvalfjarðarsveit veitir á ári. Viðbót við reglurnar er 7. gr. þar sem fram kemur að styrkveitingar skv. 4. gr. eru veittar þegar styrkveitingar skv. 1. gr. hafa náð hámarki. Tekjulág heimili eru skilgreind þar sem heildartekjur framfæranda, hjóna eða sambúðarfólks fyrir skatt eru að hámarki kr. 396.908.- á mánuði hjá einstæðu foreldri og kr. 648.136.- á mánuði hjá hjónum/sambúðarfólki. Heildartekjur breytast samkvæmt launavísitölu hvers árs. Breyting á 8. gr. felur í sér að bætt er við að skv. 4. gr. þurfi að fylgja staðgreiðsluskrá RSK til að sýna heildartekjur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 40 Á fundi sveitarstjórnar þann 24.11.2022 var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til Fjölskyldu- og frístundanefndar." Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir að veita ADHD samtökunum styrk að upphæð kr. 100.000.- Nefndin felur félagsmálastjóra að afla upplýsinga um þjónustu og fræðslu til íbúa frá ADHD samtökunum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu Fjölskyldu- og frístundanefndar að veita ADHD samtökunum styrk að fjárhæð kr. 100.000 á árinu 2023. Félagsmálastjóra er falið að afla upplýsinga um þjónustu og fræðslu til íbúa frá ADHD samtökunum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 40 Börn á miðstigi Heiðarskóla hafa sótt mjög vel í félagsmiðstöð 301 og viljum við gera enn betur og bjóða upp á að hafa opið hús fyrir þau fjórum sinnum í mánuði eða jafn oft og hjá unglingastiginu. Nefndin telur mikilvægt að efla og styðja ennþá betur við félagsstarfið á miðstiginu.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að opið hús hjá félagsmiðstöðinni 301 verði framvegis fjórum sinnum í mánuði hjá miðstiginu frá 1. janúar 2023. Búið er að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2023. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að opið hús hjá félagsmiðstöðinni 301 verði fjórum sinnum í mánuði hjá miðstiginu frá 1. janúar 2023. Búið er að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 40 Þann 15.11.2021 bókaði sveitarstjórn eftirfarandi: ,,Sveitarstjórn samþykkir að skoðað verði með þátttöku í verkefninu haustið 2022."
Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til að öllum nefndar- og embættismönnum í sveitarfélaginu verði boðið að sækja kynningu í janúar 2023 á vegum Unicef um barnvænt samfélag og í framhaldinu af því ákveðið hvort Hvalfjarðarsveit taki þátt í innleiðingu verkefnisins samhliða innleiðingu farsældarlaganna. Nefndin felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu Fjölskyldu- og frístundnefndar að öllum nefndar- og embættismönnum í sveitarfélaginu verði boðið að sækja kynningu í janúar 2023 á vegum Unicef um barnvænt samfélag og í framhaldi af henni verði ákveðið hvort Hvalfjarðarsveit taki þátt í innleiðingu verkefnisins samhliða innleiðingu farsældarlaganna. Félagsmálastjóra er falið að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Menningar- og markaðsnefnd - 35
2212001F
Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
4.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 10
2211007F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 10 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur að svörum til þeirra sem gerðu ábendingar/athugasemdir við auglýsta tillögu að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. ákvæði 1. mgr. 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
USNL-nefnd hefur fjallað um og tekið afstöðu til athugasemda sem borist hafa og þess hvort gera skuli breytingar á tillögunni.
Greinargerð og uppdráttur uppfærður skv. afgreiðslu nefndarinnar og svörum til þeirra sem gerðu ábendingar/athugasemdir.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar um að vísa tillögunni til afgreiðslu og staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. ákvæði 32. greinar skipulagslaga nr. 1213/2010.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og vísar því til afgreiðslu og staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. ákvæði 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Vegaskrá vegna vega í náttúru Íslands liggur ekki fyrir og verður hún tekin fyrir síðar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 10 USNL-nefnd telur að umrætt erindi sé í samræmi við þá landnotkun sem þegar er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins þ.e. landbúnaðarland en rétt er að benda á að hluti landsins er friðland/hverfisverndað og einnig vatnsverndarsvæði. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir og tekur undir umsögn Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar sem telur að umrætt erindi sé í samræmi við þá landnotkun sem þegar er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, þ.e. landbúnaðarland, en rétt er að benda á að hluti landsins er friðland/hverfisverndað og einnig vatnsverndarsvæði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 10 USNL-nefnd gerir ekki athugasemd fyrir sitt leiti við að umrædd matsáætlun, sem VSÓ Verkfræðistofa vinnur nú fyrir starfsemi Qair, sé nýtt sem sú umhverfisskýrsla sem 2. gr. samkomulags um grænar áherslur á Grundartanga gerir ráð fyrir.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir bókun Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar sem gerir ekki athugasemd við að umrædd matsáætlun, sem VSÓ Verkfræðistofa vinnur nú fyrir starfsemi Qair, verði nýtt sem sú umhverfisskýrsla sem 2. gr. samkomulags um grænar áherslur á Grundartanga gerir ráð fyrir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 55
2211006F
Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 55 Framlögð eru útboðsgögn hönnuða án kostnaðaráætlunar til rýnis hjá Hvalfjarðarsveit.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við Sveitarstjórn að fenginn verði utanaðkomandi ráðgjafi til þess að rýna útboðsgögnin. Formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Verkefnastjóra framkvæmda og eigna sveitarfélagsins verði falið að finna þar til bæran aðila.
Stefnt er því að endanleg útboðsgögn verði klár á næsta fundi nefndarinnar í byrjun janúar og í framhaldi verði verkið boðið út.
Bókun fundar Framlögð eru útboðsgögn hönnuða án kostnaðaráætlunar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu Mannvirkja-og framkvæmdanefndar að fenginn verði utanaðkomandi ráðgjafi til þess að rýna útboðsgögnin. Formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna sveitarfélagsins er falið að finna þartilbæran aðila. Stefnt er því að endanleg útboðsgögn verði tilbúin á næsta fundi nefndarinnar í byrjun janúar og í framhaldi verði verkið boðið út."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 55 Framkvæmdir hafa gengið mjög vel, ekki síst sökum góðs tíðarfars og er verkið komið lengra en ráðgert var í upphaflegri verkáætlun. Í framkvæmdaáætlun ársins voru áætlaðar kr. 65.000.000 til framkvæmdanna. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd óskar eftir því við sveitarstjórn að gerður verði viðauki að fjárhæð kr. 40.000.000 við fjárhagsáætlun opna svæðisins vegna fyrirhugaðra framkvæmda til loka ársins 2022. Með því móti verður áfram hægt að nýta gott tíðarfar og flýta verkinu sem þessu nemur þannig að verklok á árinu 2023 verði fyrr en upphaflega var áætlað. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu Mannvirkja-og framkvæmdanefndar um viðauka við fjárhags/framkvæmdaáætlun ársins 2022 vegna framkvæmda við opið svæði í Melahverfi þar sem framkvæmdir hafa gengið hraðar en áætlað var og unnt er að flýta verkinu. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 26 að fjárhæð 40mkr., við framkvæmda og fjárhagsáætlun ársins 2022, á deild 32051, lykil 11470 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 55 Framlögð er greinargerð, verklýsing og kostnaðaráætlun vegna aðgengis fatlaðra fyrir sundlaugina á Hlöðum og Hernámssetrið. Í ljósi þess að sveitarfélagið hefur áform um að byggja nýtt íþróttahús við Heiðarborg og hönnun á því er nú þegar langt komin þar sem tekið er á öllu sem snertir á aðgengi fatlaðs fólks þá leggur Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til við sveitarstjórn að fresta framkominni tillögu að framkvæmd við sundlaugina á Hlöðum en verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að senda inn umsókn sem unnin hefur verið varðandi aðgengi fatlaðs fólks á Hernámsetrinu Hlöðum. Bókun fundar Framlögð er greinargerð, verklýsing og kostnaðaráætlun vegna aðgengis fatlaðra fyrir sundlaugina á Hlöðum og Hernámssetrið.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu Mannvirkja-og framkvæmdanefndar að fresta framkominni tillögu að framkvæmd við sundlaugina á Hlöðum í ljósi þess að sveitarfélagið hefur áform um að byggja nýtt íþróttahús við Heiðarborg og hönnun á því er nú þegar langt komin þar sem tekið er á öllu sem snertir á aðgengi fatlaðs fólks. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að senda inn umsókn sem unnin hefur verið varðandi aðgengi fatlaðs fólks á Hernámsetrinu Hlöðum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 55 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna í samráði við Vegagerðina verði falið að senda út verðkönnunargögn á þá fimm aðila sem tilgreindir eru og opnunardagur verði 30.desember 2022. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verkefnastjóra framkvæmda og eigna í samráði við Vegagerðina sé falið að senda út verðkönnunargögn og opnunardagur verði 30.desember 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 11
2212005F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 11 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að um sé að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Heiðarskóla og Heiðarborg, enda víkur tillagan að mati nefndarinnar að óverulegu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar skv. ákvæðum 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og láta fara fram grenndarkynningu meðal hagsmunaaðila á svæðinu svo sem hjá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnun, Veiðimálastofnun, Veiðifélagi Leirár, Minjastofnun Íslands, eigendum Skólastígs nr. 1, 1a, 1b, 3, 5 og öðrum aðliggjandi lóðarhöfum.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar skv. ákvæðum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og láta fara fram grenndarkynningu meðal hagsmunaaðila á svæðinu, s.s. hjá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnun, Veiðimálastofnun, Veiðifélagi Leirár, Minjastofnun Íslands, eigendum Skólastígs nr. 1, 1a, 1b, 3, 5 og öðrum aðliggjandi lóðarhöfum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Breytingar á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar.
2204043
Síðari umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar sem svör við undanþágubeiðni vegna barnaverndarþjónustu hafa ekki borist frá ráðuneyti en ekki er unnt að ganga frá endanlegri afgreiðslu samþykktar fyrr en það liggur fyrir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar sem svör við undanþágubeiðni vegna barnaverndarþjónustu hafa ekki borist frá ráðuneyti en ekki er unnt að ganga frá endanlegri afgreiðslu samþykktar fyrr en það liggur fyrir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit
2210038
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - síðari umræða
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að samþykkt um meðhöndlun úrgangs og felur sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu ráðherra á samþykktinni og birtingu í Stjórnartíðindum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að samþykkt um meðhöndlun úrgangs og felur sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu ráðherra á samþykktinni og birtingu í Stjórnartíðindum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Niðurfelling næsta sveitarstjórnarfundar.
2212020
Erindi frá Oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fella niður seinni fund sveitarstjórnar í desember sem vera ætti miðvikudaginn 28. desember nk. Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar er því 11. janúar 2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að fella niður seinni fund sveitarstjórnar í desember sem vera ætti miðvikudaginn 28. desember nk. Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar er því 11. janúar 2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Stytting vinnuvikunnar 2023.
2211035
Útfærsla stofnana fyrir næsta ár.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar tillögur stofnana sveitarfélagsins að tilhögun vinnutímastyttingar frá 1. janúar 2023 til ársloka 2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar tillögur stofnana sveitarfélagsins að tilhögun vinnutímastyttingar frá 1. janúar 2023 til ársloka 2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Tilnefning nýs fulltrúa í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Grundarteigs.
2212022
Tilnefning fulltrúa.
Einn fulltrúi í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Grundarteigs sbr. skipulagsskrá Grundarteigs.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tilnefnir Ómar Örn Kristófersson í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Grundarteigs."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tilnefnir Ómar Örn Kristófersson í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Grundarteigs."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 nr. 27 og 28.
2212027
Viðauki nr. 27 og 28.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun ársins 2022 en um er að ræða tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna breytinga á launakjörum nefnda sem samþykktar voru á 350. sveitarstjórnarfundi en mistök urðu við útreikning á fyrri viðauka nr. 9 þar sem fjöldi nefndarmanna var ekki réttur og fjárhæð nefndarlauna í viðaukanum því vanáætluð. Um er að ræða samtals kr. 2.665.000 á ýmsar deildir og lykla en auknum útgjöldum er mætt með lækkun útgjalda á deild 11041, lykli 4636, þar sem fyrirséð er að fjármagn þar verður ekki fullnýtt á árinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun ársins 2022 milli ýmissa deilda og lykla hjá eignasjóði en um er að ræða annars vegar ráðstöfun fjármagns úr óútdeildum „potti“ ársins 2022 hjá eignasjóði inn á aðrar deildir eignasjóðs og hins vegar tilfærslu á milli deilda í eignasjóði vegna óráðstafaðs fjármagns. Ekki er um útgjaldaaukningu að ræða þar sem einungis er verið að færa fjármagn á milli deilda innan eignasjóðs."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun ársins 2022 en um er að ræða tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna breytinga á launakjörum nefnda sem samþykktar voru á 350. sveitarstjórnarfundi en mistök urðu við útreikning á fyrri viðauka nr. 9 þar sem fjöldi nefndarmanna var ekki réttur og fjárhæð nefndarlauna í viðaukanum því vanáætluð. Um er að ræða samtals kr. 2.665.000 á ýmsar deildir og lykla en auknum útgjöldum er mætt með lækkun útgjalda á deild 11041, lykli 4636, þar sem fyrirséð er að fjármagn þar verður ekki fullnýtt á árinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun ársins 2022 milli ýmissa deilda og lykla hjá eignasjóði en um er að ræða annars vegar ráðstöfun fjármagns úr óútdeildum „potti“ ársins 2022 hjá eignasjóði inn á aðrar deildir eignasjóðs og hins vegar tilfærslu á milli deilda í eignasjóði vegna óráðstafaðs fjármagns. Ekki er um útgjaldaaukningu að ræða þar sem einungis er verið að færa fjármagn á milli deilda innan eignasjóðs."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
13.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar
2201029
Húsnæðisáætlun 2023
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar 2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar 2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
14.Beiðni um styrk vegna starfsmannaferða starfsfólks Heiðarskóla og Skýjaborgar vorið 2023.
2212018
Erindi frá skólastjórum Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og er oddvita falið að óska eftir nánari upplýsingum frá skólastjórum leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og er oddvita falið að óska eftir nánari upplýsingum frá skólastjórum leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
15.Beiðni um færslu sveitarfélagamarka (breytt lögsögumörk) vegna tiltekins landsskika í landi Akrakots.
2210044
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Meginreglan er sú að óheimilt er að breyta mörkum sveitarfélaga. Þó er til undanþága þess efnis og er mögulegt fyrir sveitarfélög að gera samning sín á milli um breytingar og þá með samþykki ráðherra. Engin skylda er til þess að ganga til slíkra samninga og hefur sveitarfélagið fullan rétt til þess að synja samningaviðræðum um slíkt. Umfram allt ber sveitarfélaginu skylda til að skoða í hvívetna hvort hagsmunum sveitarfélagsins sé betur borgið með því að gera slíkan samning.
Með beiðni þessari um gerð samkomulags um færslu sveitarfélagamarka sem Akraneskaupstaður leggur nú til, myndi Hvalfjarðarsveit missa skipulagsvald svæðisins, möguleika til að hafa áhrif á uppbyggingu þar til framtíðar, hvernig sú uppbygging myndi þróast og áhrifanna sem gæta myndi á nærliggjandi jarðareigendur með margvíslegum hætti auk framtíðartekna s.s. af útsvari og fasteignaskatti.
Sveitarstjórn sem nú situr telur hagsmunum sveitarfélagsins betur borgið með því að standa vörð um sveitarfélagamörkin og hafnar því beiðni Akraneskaupstaðar um færslu sveitarfélagamarka.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskar Akraneskaupstað velfarnaðar og vonast eftir áframhaldandi góðu og farsælu samstarfi á milli sveitarfélaganna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, BSG og AH voru á móti.
Birkir Snær Guðlaugsson og Ása Hólmarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við undirritaðir fulltrúar í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, teljum fáa meinbugi á því að verða við erindi Akraneskaupsstaðar um færslu á sveitarfélagsmörkum út fyrir land Akrakots. Við rýni gagna sem fylgdi erindinu ásamt upplýsingum sem fram hafa komið á fundum með málsaðilum, sjáum við ekki að færsla sveitarfélagsmarka myndi hafa neikvæð áhrif fyrir Hvalfjarðarsveit. Hins vegar er það okkar skoðun að umrædd færsla yrði einungis gerð samhliða kaupum á landi Hvalfjarðarsveitar, landnúmer 174355, og er til afgreiðslu undir næsta dagskrárlið.
Birkir Snær Guðlaugsson og Ása Hólmarsdóttir"
Til máls tóku BSG og ÁH.
Helgi Pétur Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins og Ása Hólmarsdóttir, varafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.
"Meginreglan er sú að óheimilt er að breyta mörkum sveitarfélaga. Þó er til undanþága þess efnis og er mögulegt fyrir sveitarfélög að gera samning sín á milli um breytingar og þá með samþykki ráðherra. Engin skylda er til þess að ganga til slíkra samninga og hefur sveitarfélagið fullan rétt til þess að synja samningaviðræðum um slíkt. Umfram allt ber sveitarfélaginu skylda til að skoða í hvívetna hvort hagsmunum sveitarfélagsins sé betur borgið með því að gera slíkan samning.
Með beiðni þessari um gerð samkomulags um færslu sveitarfélagamarka sem Akraneskaupstaður leggur nú til, myndi Hvalfjarðarsveit missa skipulagsvald svæðisins, möguleika til að hafa áhrif á uppbyggingu þar til framtíðar, hvernig sú uppbygging myndi þróast og áhrifanna sem gæta myndi á nærliggjandi jarðareigendur með margvíslegum hætti auk framtíðartekna s.s. af útsvari og fasteignaskatti.
Sveitarstjórn sem nú situr telur hagsmunum sveitarfélagsins betur borgið með því að standa vörð um sveitarfélagamörkin og hafnar því beiðni Akraneskaupstaðar um færslu sveitarfélagamarka.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskar Akraneskaupstað velfarnaðar og vonast eftir áframhaldandi góðu og farsælu samstarfi á milli sveitarfélaganna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, BSG og AH voru á móti.
Birkir Snær Guðlaugsson og Ása Hólmarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við undirritaðir fulltrúar í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, teljum fáa meinbugi á því að verða við erindi Akraneskaupsstaðar um færslu á sveitarfélagsmörkum út fyrir land Akrakots. Við rýni gagna sem fylgdi erindinu ásamt upplýsingum sem fram hafa komið á fundum með málsaðilum, sjáum við ekki að færsla sveitarfélagsmarka myndi hafa neikvæð áhrif fyrir Hvalfjarðarsveit. Hins vegar er það okkar skoðun að umrædd færsla yrði einungis gerð samhliða kaupum á landi Hvalfjarðarsveitar, landnúmer 174355, og er til afgreiðslu undir næsta dagskrárlið.
Birkir Snær Guðlaugsson og Ása Hólmarsdóttir"
Til máls tóku BSG og ÁH.
Helgi Pétur Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins og Ása Hólmarsdóttir, varafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.
16.Beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðarsveit.
2210045
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn vísar til afgreiðslu fimmtánda dagskrárliðar en beiðni Akraneskaupstaðar um kaup eða makaskipti á landinu voru tengd við kaup á Akrakoti, eða nánar tiltekið til vegtengingar inn á það landsvæði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, BSG og AH voru á móti.
Birkir Snær Guðlaugsson og Ása Hólmarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við undirritaðir fulltrúar í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, teljum fáa meinbugi á því að verða við erindi Akraneskaupsstaðar um færslu á sveitarfélagsmörkum út fyrir land Akrakots. Við rýni gagna sem fylgdi erindinu ásamt upplýsingum sem fram hafa komið á fundum með málsaðilum, sjáum við ekki að færsla sveitarfélagsmarka myndi hafa neikvæð áhrif fyrir Hvalfjarðarsveit. Hins vegar er það okkar skoðun að umrædd færsla yrði einungis gerð samhliða kaupum á landi Hvalfjarðarsveitar, landnúmer 174355, og er til afgreiðslu undir næsta dagskrárlið.
Birkir Snær Guðlaugsson og Ása Hólmarsdóttir"
Til máls tóku BSG og AH.
Helgi Pétur Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins og Ása Hólmarsdóttir, varafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.
"Sveitarstjórn vísar til afgreiðslu fimmtánda dagskrárliðar en beiðni Akraneskaupstaðar um kaup eða makaskipti á landinu voru tengd við kaup á Akrakoti, eða nánar tiltekið til vegtengingar inn á það landsvæði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, BSG og AH voru á móti.
Birkir Snær Guðlaugsson og Ása Hólmarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við undirritaðir fulltrúar í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, teljum fáa meinbugi á því að verða við erindi Akraneskaupsstaðar um færslu á sveitarfélagsmörkum út fyrir land Akrakots. Við rýni gagna sem fylgdi erindinu ásamt upplýsingum sem fram hafa komið á fundum með málsaðilum, sjáum við ekki að færsla sveitarfélagsmarka myndi hafa neikvæð áhrif fyrir Hvalfjarðarsveit. Hins vegar er það okkar skoðun að umrædd færsla yrði einungis gerð samhliða kaupum á landi Hvalfjarðarsveitar, landnúmer 174355, og er til afgreiðslu undir næsta dagskrárlið.
Birkir Snær Guðlaugsson og Ása Hólmarsdóttir"
Til máls tóku BSG og AH.
Helgi Pétur Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins og Ása Hólmarsdóttir, varafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.
17.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2022 ásamt greinargerð.
2211045
Erindi frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók HPO.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók HPO.
18.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2023-2026.
2210083
Seinni umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2023-2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2023-2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
19.Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf.
2212004
Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum sem haldinn verður miðvikudaginn 21.desember nk. kl. 9:30 að Innrimel 3."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum sem haldinn verður miðvikudaginn 21.desember nk. kl. 9:30 að Innrimel 3."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
20.Eigendafundur Faxaflóahafna sf.
2212031
Fundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum sem haldinn verður miðvikudaginn 4. janúar nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum sem haldinn verður miðvikudaginn 4. janúar nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
21.Endurnýjun kjarasamningsumboðs til SÍS.
2212005
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar og felur sveitarstjóra að fylla út, undirrita og senda endurnýjað kjarasamningsumboð til sambandsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar og felur sveitarstjóra að fylla út, undirrita og senda endurnýjað kjarasamningsumboð til sambandsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
22.Leirárkirkja - styrkbeiðni.
2212021
Styrkbeiðni frá Sóknarnefnd Leirárkirkju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar fyrir innsent erindi og samþykkir að verða við beiðni bréfritara um styrk að fjárhæð 2mkr. vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Leirárkirkju. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að fjárhæð 2mkr. á deild 05090, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun útgjalda á deild 06024, lykli 5946, þar sem fyrirséð er að fjármagn þar verður ekki fullnýtt á árinu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn þakkar fyrir innsent erindi og samþykkir að verða við beiðni bréfritara um styrk að fjárhæð 2mkr. vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Leirárkirkju. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að fjárhæð 2mkr. á deild 05090, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun útgjalda á deild 06024, lykli 5946, þar sem fyrirséð er að fjármagn þar verður ekki fullnýtt á árinu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
23.Safnaklasi Vesturlands - stofnun.
2212019
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu áfram til umfjöllunar í Menningar- og markaðsnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu áfram til umfjöllunar í Menningar- og markaðsnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
24.Höepfner ehf - rekstrarleyfi.
2212015
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
25.Breytt skipulag barnaverndar.
2112003
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið lagt fram til kynningar.
26.Stefnumótandi áætlanir ríkisins á sviði sveitarfélaga, skipulags- og húsnæðismála.
2206036
Beiðni um umsögn - Grænbók um sveitarstjórnarmál.
Erindið lagt fram til kynningar.
27.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4-1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál.
2211042
Erindi frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Erindið lagt fram til kynningar.
28.Umsögn um drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila.
2212016
Erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands.
Erindið lagt fram til kynningar.
29.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.
2211036
Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið lagt fram til kynningar.
30.Frístundastefna.
2204059
Fundargerð stýrihóps.
Fundargerðin framlögð.
31.915. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2211047
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
32.135. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
2212017
Fundargerð.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum lögð fram.
Til máls tók HPO.
Til máls tók HPO.
33.179. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
2212023
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:58.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:
Mál nr. 2212005F - Fundargerð USNL nefndar. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2212025 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar. Málið verður nr. 6.3 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0.
Mál nr. 2212031 - Eigendafundur Faxaflóahafna. Málið verður nr. 20 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0.