Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

55. fundur 06. desember 2022 kl. 15:30 - 16:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
  • Arnar Skjaldarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá

1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Staða verkefnisins kynnt. Sveitarfélaginu hafa verið afhentar aðalteikningar, verkteikningar og verklýsingar til yfirferðar frá hönnuðum.
Framlögð eru útboðsgögn hönnuða án kostnaðaráætlunar til rýnis hjá Hvalfjarðarsveit.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við Sveitarstjórn að fenginn verði utanaðkomandi ráðgjafi til þess að rýna útboðsgögnin. Formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Verkefnastjóra framkvæmda og eigna sveitarfélagsins verði falið að finna þar til bæran aðila.
Stefnt er því að endanleg útboðsgögn verði klár á næsta fundi nefndarinnar í byrjun janúar og í framhaldi verði verkið boðið út.

2.Melahverfi - Opin svæði

2001041

Staða verkefnisins kynnt.
Framkvæmdir hafa gengið mjög vel, ekki síst sökum góðs tíðarfars og er verkið komið lengra en ráðgert var í upphaflegri verkáætlun. Í framkvæmdaáætlun ársins voru áætlaðar kr. 65.000.000 til framkvæmdanna. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd óskar eftir því við sveitarstjórn að gerður verði viðauki að fjárhæð kr. 40.000.000 við fjárhagsáætlun opna svæðisins vegna fyrirhugaðra framkvæmda til loka ársins 2022. Með því móti verður áfram hægt að nýta gott tíðarfar og flýta verkinu sem þessu nemur þannig að verklok á árinu 2023 verði fyrr en upphaflega var áætlað.

3.Aðgengismál fatlaðs fólks.

2110016

Framlögð er greinargerð, verklýsing og magnskrá sem unnin var um aðgengismál fyrir fatlaða að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit.
Framlögð er greinargerð, verklýsing og kostnaðaráætlun vegna aðgengis fatlaðra fyrir sundlaugina á Hlöðum og Hernámssetrið. Í ljósi þess að sveitarfélagið hefur áform um að byggja nýtt íþróttahús við Heiðarborg og hönnun á því er nú þegar langt komin þar sem tekið er á öllu sem snertir á aðgengi fatlaðs fólks þá leggur Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til við sveitarstjórn að fresta framkominni tillögu að framkvæmd við sundlaugina á Hlöðum en verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að senda inn umsókn sem unnin hefur verið varðandi aðgengi fatlaðs fólks á Hernámsetrinu Hlöðum.

4.Snjómokstur 2023-2026

2212001

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna leggur fram tillögu verðkönnunar vegna snjómoksturs í Hvalfjarðarsveit. Verðkönnunin er gerð í samstarfi við Vegagerðina og óskað er eftir tilboðum frá átta aðilum sem listaðir eru upp í tillögu verkefnastjóra framkvæmda og eigna. Verðkönnunin byggir á uppfærðum gögnum frá árinu 2019 þegar síðast var óskað eftir verðum í snjómokstur í Hvalfjarðarsveit. Sveitarfélaginu er skipt upp í þrjú svæði í verðkönnunni og getur sami verktaki boðið í eitt, tvö eða öll svæðin.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna í samráði við Vegagerðina verði falið að senda út verðkönnunargögn á þá fimm aðila sem tilgreindir eru og opnunardagur verði 30.desember 2022.

5.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022.

2201033

Viðhalds- og framkvæmdaáætlun kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022.

6.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58

2212003F

Afgreiðslur byggingarfulltrúa lagðar fram
  • 6.1 2006035 Arkarlækur - Stofnun og samruni lóða - Stóraholt 1 og 2
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58 Gjöld
    Afgreiðslugjald vegna móttöku umsóknar kr. 14.300,-
    Umsýsla vegna stofnun tveggja lóða kr. 44.000,-
    Veðbókavottorð kr. ,-
    Þinglýsingargjald kr. 5.000,-

    Heildargjöld kr. 63.300,-
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 6.2 2206044 KFUM í Vatnaskógi - Byggingarheimild
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58 Samrýmist skipulagi og er samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 6.3 2202014 Ásvellir 2 - Nýbygging einbýlishús
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58 Samrýmist skipulagi og er samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 6.4 2202007 Draumheimar 5 - Nýbygging frístundahús
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58 Samrýmist skipulagi og er samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 6.5 2208060 Narfastaðaland 4 - nr. 2 - Byggingarleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58 Samrýmist skipulagi og er samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 6.6 2204046 Narfastaðaland 5 no.3 - Byggingarleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58 Samrýmist skipulagi og er samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 6.7 2202032 Lyngmelur 14-16 - Lóðaúthlutun
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58 100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 4.693.400,- og greiðist helmingur af því.

    Gjöld:
    Gatnagerðargjöld, seinni greiðsla kr. 2.346.700,-
    Heildargjöld nú kr. 2.346.700,-
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 6.8 2202032 Lyngmelur 14-16 - Lóðaúthlutun
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58 100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 4.693.400,- og greiðist helmingur af því.

    Gjöld:
    Gatnagerðargjöld, seinni greiðsla kr. 2.346.700,-
    Heildargjöld nú kr. 2.346.700,-
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 6.9 2112012 Litla-Lambhagaland - Rekstrarleyfi.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58 Gjöld:

    Afgreiðslugjald vegna umsóknar kr. 13.800,-
    Úttekt vegna rekstrarleyfis kr. 13.800,-

    Heildargjöld samtals kr. 27.600,-
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 6.10 2211015 Lyngmelur 11 - Lóðaumsókn
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58 Nýtingarhlutfall lóðar er 0,3 og leyfilegt byggingarmagn er 327,7 m²
    Hlutfallsprósentna er 11,55%
    Byggingarvísistala í október 2022 er kr. 272.159,-
    Fermetraverð er kr. 31.434,-

    100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 10.300.000,- og greiðist helmingur af því.

    Gjöld:
    Gatnagerðargjöld, fyrri greiðsla kr. 5.150.000,-
    Heildargjöld kr. 5.150.000,-
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 6.11 2211001 Lækjarmelur 6 - Stöðuleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 58 Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

    Gjöld:
    Afgreiðslugjald kr. 14.400,-
    Stöðuleyfi til hálfs árs kr. 20.000,-

    Heildargjöld kr. 34.400,-
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:45.

Efni síðunnar