Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 346
2202005F
Fundargerðin framlögð.
2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 32
2202006F
Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 47
2202007F
Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 47 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd hafnar tilboðinu vegna formgalla í tilboði verktaka.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að bjóða út verkið að nýju. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að hafna framkomnu tilboði í endurnýjun á þaki Heiðarskóla sökum formgalla í tilboði verktaka. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að bjóða verkið út að nýju."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Ragna Ívarsdóttir vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 47 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða út hönnun á áframhaldandi stíg meðfram Eiðisvatni.
Einnig leggur Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til við sveitastjórn að samþykkja framlagða áætlun um áfangaskiptingu stígagerðar fyrir árin 2023-2025. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að bjóða út hönnun á áframhaldandi stíg meðfram Eiðisvatni. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlagða tillögu að áfangaskiptingu stígagerðar fyrir árin 2023-2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 47 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samninga við Hagvarma ehf um verkþætti 1. áfanga verkefnisins sem kynnt var fyrir sveitastjóra, formanni mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að gengið verði til samningaviðræðna við Hagvarma um 1. áfanga verkefnisins sem kynnt var fyrir sveitarstjóra, formanni mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna. Verkið felur í sér að kanna aðstæður á þeim íbúðarhúsum/lögheimilum þar sem vilji er til uppsetningar varmadælu, þ.e. hvaða lausn hentar aðstæðum, hugsanleg staðsetning utan- og innanhúss, mat á einangrun húss og þéttleika ásamt hitakerfislausn, gerð grófrar kostnaðaráætlunar auk áætlunar um fjármögnun verksins. Sveitarstjóra, verkefnastjóra framkvæmda og eigna og formanni mannvirkja- og framkvæmdanefndar er falið að ganga til samningaviðræðna við Hagvarma og að viðræðum loknum verði málið lagt aftur fyrir sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 156
2202001F
Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 156 Tillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hefur farið yfir þær umsagnir og athugasemdir sem bárust og tekið hefur verið tillit til þeirra eftir atvikum.Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar og eftir athugun Skipulagsstofnunar, í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, verði hún auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir til auglýsingar tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, sem kynnt hefur verið skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjóra falið að koma skipulagsgögnum til Skipulagsstofnunar til yfirferðar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 156 Umhverfis-skipulags og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Brynja Þorbjörnsdóttir vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 156 Umhverfis-skipulags og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila afskráningu á mhl.16 votheysturn og mhl.23 hjallur á jörðinni Þórisstaðir landnúmer 133217.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila afskráningu matshluta 16 og 23 á jörðinni Þórisstaðir, lnr. 133217."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Ársreikningur 2021.
2203012
Fyrri umræða.
Fyrri umræða.
Ársreikningur vegna ársins 2021 lagður fram til fyrri umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2021 námu rúmum 1.121mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.110,3mkr.
Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2021 voru 978,5mkr. fyrir A og B hluta en 969mkr. fyrir A hluta. Aðrar tekjur og gjöld árið 2021 námu 51,3mkr.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 216,1mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2021 nam 3.570,8mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 18,58%, veltufjárhlutfall 13,93% og eiginfjárhlutfall 97%.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa ársreikningi vegna ársins 2021 til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
Ársreikningur vegna ársins 2021 lagður fram til fyrri umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2021 námu rúmum 1.121mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.110,3mkr.
Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2021 voru 978,5mkr. fyrir A og B hluta en 969mkr. fyrir A hluta. Aðrar tekjur og gjöld árið 2021 námu 51,3mkr.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 216,1mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2021 nam 3.570,8mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 18,58%, veltufjárhlutfall 13,93% og eiginfjárhlutfall 97%.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa ársreikningi vegna ársins 2021 til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
6.Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf.
2203010
Erindi frá FLÍS.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til stjórnar Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. Sveitarstjóri og oddviti hafa átt fund með fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Hitaveitufélagsins, ljóst er að sökum veðuraðstæðna sköpuðust krefjandi aðstæður í rekstri hitaveitunnar sökum ótryggðs afhendingaröryggis rafmagns á svæðinu. Hitaveitufélagið hefur þegar brugðist við þannig að hægt sé að bregðast við með skjótum hætti með tengingu varaafls við dælu í borholu.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra, oddvita og formanni mannvirkja- og framkvæmdarnefndar að funda með fulltrúum Rarik um ófullnægjandi afhendingaröryggi rafmagns í sveitarfélaginu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til stjórnar Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. Sveitarstjóri og oddviti hafa átt fund með fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Hitaveitufélagsins, ljóst er að sökum veðuraðstæðna sköpuðust krefjandi aðstæður í rekstri hitaveitunnar sökum ótryggðs afhendingaröryggis rafmagns á svæðinu. Hitaveitufélagið hefur þegar brugðist við þannig að hægt sé að bregðast við með skjótum hætti með tengingu varaafls við dælu í borholu.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra, oddvita og formanni mannvirkja- og framkvæmdarnefndar að funda með fulltrúum Rarik um ófullnægjandi afhendingaröryggi rafmagns í sveitarfélaginu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Lóðir við Lyngmel.
2203004
Erindi frá Targa ehf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá USN nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók RÍ.
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá USN nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók RÍ.
8.Aðalfundur SSV og tengdra félaga árið 2022.
2203005
Aðalfundarboð.
Aðalfundarboð SSV.
Aðalfundur SSV verður haldinn miðvikudaginn 16. mars nk. á Hótel Hamri. Sama dag eru jafnframt aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi SSV verði Elín Ósk Gunnarsdóttir og Guðjón Jónasson og til vara Ragna Ívarsdóttir og Brynja Þorbjörnsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðalfundur SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.
Aðalfundur SSV verður haldinn miðvikudaginn 16. mars nk. á Hótel Hamri. Sama dag eru jafnframt aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi SSV verði Elín Ósk Gunnarsdóttir og Guðjón Jónasson og til vara Ragna Ívarsdóttir og Brynja Þorbjörnsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðalfundur SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.
9.Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands hf.
2202027
Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands hf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands hf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Verkefnið - Samtaka um hringrásarhagkerfið.
2202035
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Hvalfjarðarsveit verði þáttakandi í verkefninu "Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem er verkefni sem Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur sett á fót með aðstoð Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að Hvalfjarðarsveit verði þáttakandi í verkefninu "Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem er verkefni sem Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur sett á fót með aðstoð Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Áskorun frá Sveitarfélaginu Vogum vegna Suðurnesjalínu 2.
2203011
Erindi frá Sveitarfélaginu Vogum.
Erindið framlagt.
12.Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.
2202025
Erindi frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti - Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Erindið framlagt.
13.Drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138-2011 (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)
2203014
Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Erindið framlagt.
14.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál.
2202028
Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Erindið framlagt.
15.Umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.
2202036
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið framlagt.
16.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.
2203006
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið framlagt.
17.906. og 907. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2203003
Fundargerðir ásamt samþykkt stjórnar vegna Úkraínu.
Fundargerðirnar framlagðar.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur heilshugar undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna innrásar Rússa inn í land Úkraínu.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur heilshugar undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna innrásar Rússa inn í land Úkraínu.
Fundi slitið - kl. 15:40.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:
USN fundur 2202001F, mál nr. 2202034 - Þórisstaðir - niðurfelling matshluta. Málið verður nr. 4.4 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2203014 - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138-2011 (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga). Málið verður nr. 13 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Brynja Þorbjörnsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.