Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

156. fundur 02. mars 2022 kl. 15:30 - 17:40 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Daníel Ottesen Formaður Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndar
Dagskrá

1.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032.

1901286

Umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefnd þakkar fyrir innkomnar ábendingar og athugasemdir sem bárust á kynningartímanum. Vinna við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar hefur staðið yfir frá upphafi núverandi kjörtímabils. Umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefnd ásamt skipulagsráðgjöfum Eflu hafa unnið að gerð tillögunnar. Fundir starfshópsins hafa verið fjölmargir og ferli tillögunar skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Tillagan er enn á vinnslustigi og hefur enn ekki verið auglýst formlega til athugasemda. Þegar það verður gert mun tillagan verða auglýst á vef sveitarfélagsins, héraðs- og landsdekkjandi miðlum. Athugasemdafrestur við tillöguna verður 6 vikur frá upphafi auglýsingar. Öllum þeim sem hagsmuni eiga að gæta er gefinn kostur á því að gera athugasemdir við tillöguna. Einnig verður tillagan send til umsagnar lögboðinna umsagnaraðila. Eftir að athugasemdafresti líkur þarf Umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefnd og sveitarstjórn að fjalla um innkomnar athugasemdir/umsagnir og taka rökstudda afstöðu til þeirra og gera breytingar ef þurfa þykir.
Tillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hefur farið yfir þær umsagnir og athugasemdir sem bárust og tekið hefur verið tillit til þeirra eftir atvikum.Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar og eftir athugun Skipulagsstofnunar, í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, verði hún auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.

2.Bjarkarás 11 - Grenndarkynning - byggingarleyfi.

2109006

Erindi frá Tryggva Þ. Aðalsteinssyni.
Umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefnd felur formanni að óska eftir leiðbeiningum Skipulagsstofnunnar hvort fyrirhuguð bygging samræmist deiliskipulagsskilmálum fyrir íbúðarbyggðina að Bjarkarási.

3.Frístundabyggð Kalastaðir - Breyting deiliskipulags.

2111021

Deiliskipulagsbreyting.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 14. desember að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundarbyggðina Birkihlíð í landi Kalastaða samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breyting á deiliskipulagi frístundarbyggðar Birkihlíðar í landi Kalastaða felur í sér breytingu á mænisstefnu í vestri hluta byggðarinnar og aðkomu að lóðum í samræmi við raunverulega aðkomu.
Frestur til athugasemda og umsagna var til 4 febrúar 2022. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Vegagerðinni og Samgöngustofu. Ekki þarf að bregðast við umsögnum.
Umhverfis-skipulags og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Þórisstaðir - niðurfelling matshluta.

2202034

Erindi frá Axel Helgasyni.
Axel Helgasson óskar eftir afskráningu á mhl.16 votheysturn byggingarár 1966 og mhl.23 hjallur byggingarár 1950 á jörðinni Þórisstaðir landnúmer 133217.
Umhverfis-skipulags og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila afskráningu á mhl.16 votheysturn og mhl.23 hjallur á jörðinni Þórisstaðir landnúmer 133217.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Efni síðunnar