Fara í efni

Sveitarstjórn

336. fundur 14. september 2021 kl. 15:00 - 15:36 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marteinn Njálsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2109012 - Haustþing SSV 2021. Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2109011 - Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2021. Málið verður nr. 9 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 335

2108004F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 26

2108005F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 26 Á 25. fundi nefndarinnar var farið yfir drög að nýjum reglum um stuðningsfjölskyldur í Hvalfjarðarsveit. Nefndin hefur yfirfarið reglurnar og samþykkir þær.

    Nefndin vísar nýjum reglum um stuðningsfjölskyldur í Hvalfjarðarsveit til samþykktar hjá sveitarstjórn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur um stuðningsfjölskyldur í Hvalfjarðarsveit."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 144

2109002F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 144 Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bárust engar athugasemdir á auglýstum tíma.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og senda til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og birta samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna sem auglýst hefur verið skv. 1.mgr., 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 144 Alls bárust fjögur tilboð og leggur umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd til við sveitarsjórn að semja við lægstbjóðanda í verðkönnun á hönnum Melahverfis III sem er Landmótun Hamraborg 12, Kópavogi.

    Nefndin þakkar fyrir þau tilboð og áhugann sem bárust í hönnun skipulagsins.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Landmótun, um hönnun 3. áfanga Melahverfis."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 144 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi þegar borist hafa jákvæðar umsagnir frá eftirtöldum aðilum: Veiðifélags Leirár, verkefnastjóra framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar vegna ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar, Rarik og vegna dreifikerfis, Minjastofununar og samþykki landeiganda á lagnaleið.
    Nú þegar liggur fyrir jákvæð umsögn frá Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna innan veghelgunarsvæðis.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að framkvæmaleyfi verði veitt þegar borist hafa jákvæðar umsagnir frá Veiðifélagi Leirár, verkefnastjóra framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar vegna ljósleiðara, Rarik, Minjastofnun, Fiskistofu og samþykki landeigenda á lagnaleið en nú þegar liggur fyrir jákvæð umsögn Vegagerðarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 144 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Hæðarbyggð 1, 2, 3 og landeiganda.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum skv. 2. mgr., 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en um er að ræða lóðarhafa við Hæðarbyggð 1, 2, 3 og landeiganda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Brynja Þorbjörnsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 144 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Bjarkarási 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12 og landeiganda.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum skv. 2. mgr., 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en um er að ræða lóðarhafa við Bjarkarás 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12 og landeiganda Bjarkaráss."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 144 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Bjarkarási 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 12, Silfurbergs, Silfurtún og landeiganda Bjarkaráss.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum skv. 2. mgr., 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en um er að ræða lóðarhafa við Bjarkarás 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 12, Silfurberg, Silfurtún og landeiganda Bjarkaráss."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 40

2109003F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 40 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að ganga til samninga við lægstbjóðanda þ.e. ASK arkitekta ehf og fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, ASK arkitekta ehf. og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi þar um."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022 - 2025.

2109008

Tíma og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
Tíma og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 ásamt fyrstu drögum að skatttekjuáætlun 2022.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tíma- og verkáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2022. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt framlögð fyrstu drög að skatttekjuáætlun 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Kjörskrá vegna alþingiskosninga 25. september 2021.

2109007

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2021.
Kjörskrá lögð fram á fundinum ásamt erindi frá Þjóðskrá dags. 10. september sl. með ábendingu um leiðréttingu kjörskrár.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða kjörskrá með þeirri breytingu sem fram kemur í bréfi Þjóðskrár vegna alþingiskosninga þann 25. september nk. og felur sveitarstjóra undirritun hennar og framlagningu ásamt umboði til að yfirfara og staðfesta breytingar sem kunna að verða gerðar á kjörskránni fram til kosninga. Á kjörskrá í Hvalfjarðarsveit eru alls 498 einstaklingar, 235 konur og 263 karlar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að kjörstaður í Hvalfjarðarsveit verði í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3 í Melahverfi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ráðning félagsmálastjóra.

2009038

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tímabundna ráðningu Freyju Þ. Smáradóttur í 100% starf félagsmálastjóra til eins árs frá og með 1. október nk. Sveitarstjórn þakkar jafnframt Sólveigu Sigurðardóttur, fráfarandi félagsmálastjóra, fyrir hennar framlag og vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar til framtíðar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Haustþing SSV.

2109012

Fundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fulltrúar á haustþingi SSV 2021 verði Brynja Þorbjörnsdóttir og Elín Ósk Gunnarsdóttir. Til vara verði Guðjón Jónasson og Marteinn Njálsson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2021 ásamt greinargerð.

2109011

Erindi frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2021. Viðaukinn felur m.a. í sér að rekstrarniðurstaða ársins verður jákvæð um 323þús.kr. í stað neikvæðrar afkomu að fjárhæð 40,6mkr."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Hugsanlegar breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum.

2009041

Reglugerð um sameiningu heilbrigðiseftirlita frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Lagt fram.

11.Umsögn um breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22-2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140-2013.

2109009

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Lagt fram.

12.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. árið 2021.

2106063

Aðalfundargerð.
Fundargerðin framlögð.

13.900. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2108028

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

14.207. - 208. fundargerðir Faxaflóahafna sf.

2108029

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

Til máls tók DO.

15.168. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2108030

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:36.

Efni síðunnar