Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

26. fundur 01. september 2021 kl. 16:30 - 18:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
  • Sólveig Sigurðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Sólveig Sigurðardóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Reglur Hvalfjarðarsveitar um stuðningsfjölskyldur

2105051

Lokaútgáfa af reglum Hvalfjarðarsveitar um stuðningsfjölskyldur lögð fyrir nefndina.
Á 25. fundi nefndarinnar var farið yfir drög að nýjum reglum um stuðningsfjölskyldur í Hvalfjarðarsveit. Nefndin hefur yfirfarið reglurnar og samþykkir þær.

Nefndin vísar nýjum reglum um stuðningsfjölskyldur í Hvalfjarðarsveit til samþykktar hjá sveitarstjórn.

2.Fjöliðjan

2108020

Drög að samningi á milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um kaup á þjónustu Fjöliðjunnar Vinnu- og hæfingarstöðvar fyrir fatlað fólk.
Nefndin fór yfir drög að samningi Hvalfjarðarsveitar við Akraneskaupstað um kaup á þjónustu Fjöliðjunnar Vinnu- og endurhæfingarstöðvar fyrir fatlað fólk. Nefndin felur félagsmálastjóra að vinna málið frekar og vísar samningnum til sveitarstjórnar til samþykktar.

3.Trúnaðarmál

2010014

Mál nr. 2010039
Félagsþjónustumál
Fært í trúnaðarbók.

4.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2006043
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.

5.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2003030, 2010024, 2012026
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.

6.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2103141 og 2103140
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.

7.Reglur um þjónustu við fatlað fólk í Hvalfjarðarsveit

2108019

Umræður um drög að nýjum reglum um notendasamninga og NPA.
Félagsmálastjóri fór yfir drög að nýjum reglum um þjónustu við fatlað fólk í Hvalfjaðarsveit.

Umræður voru um nýju reglurnar og lagt til að lokaútgáfa þeirra væri klár á næsta fundi nefndarinnar.

8.Vinnuskólinn 2021

2103088

Fara yfir starf Vinnuskólans sumarið 2021.
Skýrsla Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir sumarið 2021 var lögð fyrir nefndina. Í skýrslunni kemur m.a. fram endurnýjunarþörf á tækjum og felur nefndin frístunda- og menningarfulltrúa að yfirfara málið, gera ráðstafanir og leggja fram tillögur fyrir fjárhagsáætlunargerð.

Nefndin þakkar starfsfólki Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir vel unnin störf í sumar.

9.Forvarnir.

1910041

Umræða um ráðstöfun úr forvarnarsjóði fyrir 2021.
Umræður um forvarnir í Hvalfjarðarsveit og ráðstöfun á forvarnarsjóði fyrir árið 2021.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Efni síðunnar