Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
Jóhanna Harðardóttir boðaði forföll.
1.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032.
1901286
Fundur með ráðgjöfum Eflu vegna vinnu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Farið yfir stöðu mála vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
2.Eyri-DSK- af Eyrarási og Eyrarskjól
1911042
Um er að ræða breytingu á landnotkun í landi Eyrar og tekur til lóðanna Eyrarás og Eyrarskjól.
Á Eyrarási eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús og skemmu. Íbúðarhús á einni hæð allt að 300m², þar með talinn bílskúr og geymsla.
Eyrarskjól er gert ráð fyrir þremur fristundarhúsunum innan byggingarreits og má hvert hús verða allt að 50m².
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt skipulagslögum sbr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á Eyrarási eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús og skemmu. Íbúðarhús á einni hæð allt að 300m², þar með talinn bílskúr og geymsla.
Eyrarskjól er gert ráð fyrir þremur fristundarhúsunum innan byggingarreits og má hvert hús verða allt að 50m².
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt skipulagslögum sbr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bárust engar athugasemdir á auglýstum tíma.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og senda til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og birta samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og senda til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og birta samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
3.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.
2102151
Niðurstöður á opnun tilboða/verðkönnunar á deiliskipulagstillögu fyrir Melahverfi III Hvalfjarðarsveit.
Alls bárust fjögur tilboð og leggur umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd til við sveitarsjórn að semja við lægstbjóðanda í verðkönnun á hönnum Melahverfis III sem er Landmótun Hamraborg 12, Kópavogi.
Nefndin þakkar fyrir þau tilboð og áhugann sem bárust í hönnun skipulagsins.
Nefndin þakkar fyrir þau tilboð og áhugann sem bárust í hönnun skipulagsins.
4.Aflögð asbest lögn í landi Ytri-Hólms.
2003053
Framkvæmdaleyfisumsókn til að fjarlægja asbest vatnslögn sem liggur frá vatnsbóli í Berjadal í Hvalfjarðarsveit að lýsingarhúsi við Grafarholt í Akraneskaupstað.
Verktaki kemur til með að grafa ofan af og til hliðar við asbestlögn og fjarlægir lögnina í áföngum. Fyllt verður í skurðinn og gengið frá yfirborði. Asbestlögn verður fargað á viðurkenndan hátt við Fíflholt. Gengið verður frá yfirborð að framkvæmdum loknum svo að yfirborð verði sem líkast því sem er í dag. Einungis verður notaður staðargróður við frágang.
Verktaki kemur til með að grafa ofan af og til hliðar við asbestlögn og fjarlægir lögnina í áföngum. Fyllt verður í skurðinn og gengið frá yfirborði. Asbestlögn verður fargað á viðurkenndan hátt við Fíflholt. Gengið verður frá yfirborð að framkvæmdum loknum svo að yfirborð verði sem líkast því sem er í dag. Einungis verður notaður staðargróður við frágang.
Málinu frestað.
Skipulags-, umhverfis- og náttúruverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.
DO vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Skipulags-, umhverfis- og náttúruverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.
DO vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
5.Hitaveita Hvalfjarðarsveitar.- Heiðarveita
2009013
Framkvæmdaleyfi fyrir Hitaveitu Hvalfjarðarsveitar - Heiðarveita
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi þegar borist hafa jákvæðar umsagnir frá eftirtöldum aðilum: Veiðifélags Leirár, verkefnastjóra framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar vegna ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar, Rarik og vegna dreifikerfis, Minjastofununar og samþykki landeiganda á lagnaleið.
Nú þegar liggur fyrir jákvæð umsögn frá Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna innan veghelgunarsvæðis.
Nú þegar liggur fyrir jákvæð umsögn frá Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna innan veghelgunarsvæðis.
6.Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka - kynning á tillögu að matsáætlun.
2102056
Skipulagsstofnun hefur leitað til umsagnaraðila vegna tillögu Hólaskarðs ehf.
vegna fyrirhugaðrar efnistöku úr Bakkanámu og úr landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit.
vegna fyrirhugaðrar efnistöku úr Bakkanámu og úr landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit.
Lagt fram til kynningar.
7.Háimelur 3-5 - Parhús - byggingarleyfi.
2105026
Meðfylgjandi er ósk um frávik frá skipulagi fyrir Háamel 3 og 5. Frávikið felst í því að farið er út fyrir byggingarreit götumegin, 60cm í stofuhluta og 10cm í bílskúrshluta. Óskað er eftir leyfi fyrir ofangreindu fráviki án þess að krafist sé grenndarkynningar með tilheyrandi töfum.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd getur ekki heimilað frávík án grenndarkynningar og hafnar erindinu þar sem mannvirkið er 60 cm út fyrir byggingarreit og samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
8.Hæðarbyggð 4 - Geymsla.
2105045
Sótt er um byggingaleyfi fyrir 36.1m² geymslu/tómstundarhúsi á lóð Hæðarbyggðar 4. í landi Kalastaða.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Hæðarbyggð 1, 2, 3 og landeiganda.
Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Hæðarbyggð 1, 2, 3 og landeiganda.
9.Bjarkarás 3 - byggingarleyfi
2109005
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 371m² stakstæðu geymsluhúsi.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Bjarkarási 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12 og landeiganda.
Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Bjarkarási 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12 og landeiganda.
10.Bjarkarás 11 - byggingarleyfi
2109006
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 615.6m² skemmu/geymslu.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Bjarkarási 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 12, Silfurbergs, Silfurtún og landeiganda Bjarkaráss.
Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Bjarkarási 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 12, Silfurbergs, Silfurtún og landeiganda Bjarkaráss.
11.Sólvellir 3, stofnun lóða.
2102152
Tillaga að nýjum lóðarblöðum fyrir íbúðarlóðir á Sólvöllum 3.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna áfram með tillögu sem sýnir 3 byggingalóðir innan svæðisins. Nefndin leggur til að byggingarreitir verði að minnsta kosti í 50 metra fjarlægð frá húsvegg alifuglabúsins á Fögrubrekku.
12.Umsókn um rannsóknarleyfi.
2108018
Sótt er um rannsóknarleyfi fyrir sex tilraunavindmyllur í landi Narfabakka til þriggja ára. Mesta hæð er 2.m.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að afla frekari upplýsinga.
13.Stjórnsýslukæra nr 90/2018 - vegna gjaldtöku fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógur.
1806042
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10593-2020 er varðar úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stjórnsýslukæru nr. 90-2018.
Álit umboðsmanns Alþingis lagt fram til kynningar.
14.Gönguleiðir í Hvalfjarðarsveit.
2108014
Verkefni í samvinnu við Markaðstofu Vesturlands við að GPS merkja gönguleiðir í Hvalfjarðrsveit.
Stefnt er að því að þessi kortagrunnur verði svo gerður aðgengilegur almenningi og kynntur inn á vef MSV www.vesturland.is / www.west.is og ferðavef Ferðamálastofu www.ferdalag.is.
Stefnt er að því að þessi kortagrunnur verði svo gerður aðgengilegur almenningi og kynntur inn á vef MSV www.vesturland.is / www.west.is og ferðavef Ferðamálastofu www.ferdalag.is.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samstarfi við markaðs- og mennignarfulltrúa sveitarfélagsins.
15.Hvalreki í landi Kjaransstaða.
2108026
Tilkynning barst til Hvalfjarðarsveitar um hvalreka í Hvalfjarðarsveit 30 ágúst 2021.
Skipulags og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar tilkynnti til eftirfarandi stofnana: Umhverfisstofnun, Lögreglan á Vesturlandi, Hafrannsóknarstofnun, Náttúrufræðistofnun, Embætti yfirdýralæknis og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands sem eru samkvæmt verklagsreglum við aðkomu opinberra aðila sem koma að máli þegar hvali rekur að landi.
Fundi slitið - kl. 18:00.