Fara í efni

Sveitarstjórn

325. fundur 09. mars 2021 kl. 15:00 - 16:50 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marteinn Njálsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Ragna Ívarsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 324

2102005F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 132

2102006F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku MN og DO.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 133

2102007F

Fundargerðin framlögð.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 134

2102008F

Fundargerðin framlögð.

5.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 135

2102009F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku MN, DO og GJ.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 135 Umhverfis,- skipulags- og náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemd við að nýtingarleyfi verði veitt.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.


    Guðjón Jónasson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og tekur jákvætt í að nýtingarleyfi verði veitt."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 135 Samþykkt að hefja vinnu við gerð lóðarblaða vegna nýrra íbúðarhúsalóða á lóðinni Sólvöllum 3.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að fela tæknideild að hefja vinnu við gerð lóðarblaða vegna nýrra íbúðarhúsalóða á lóðinni Sólvöllum 3."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 22

2103001F

Fundargerðin framlögð.

HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 22 Frístunda- og menningarfulltrúi lagði könnun fyrir nemendur miðstigs í Heiðarskóla til að kanna áhuga á fyrrgreindri beiðni. Niðurstaðan var að 21 af 25 nemendum miðstigs sem tóku þátt í könnuninni vilja fleiri Opin hús í mánuði. Samkvæmt umsjónamönnum þá hafa að jafnaði 20 börn verið að sækja Opið hús fyrir miðstigið og áætlaður kostanaðarauki við fjölgun úr tveimur skiptum í þrjú skipti er um 45.000 kr. á mánuði.

    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Opið hús fyrir miðstigið í 301 félagsmiðstöðinni verði fjölgað úr tveimur skiptum í þrjú skipti á mánuði fram að n.k. áramótum. Staðan verður þá endurmetin.

    Verði beiðnin samþykkt er jafnframt óskað eftir auka fjárveitingu vegna þessa. Að auki er einnig óskað eftir auka fjárveitingu þar sem einungis var gert ráð fyrir einum starfsmanni en þeir eru tveir í Opnu húsi. Samtals er óskað eftir auka fjárveitingu að fjárhæð kr. 1.300.000.-
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að fjölga opnum húsum í félagsmiðstöðinni 301 fyrir miðstig Heiðarskóla eins og fram kemur í tillögu nefndarinnar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021 vegna aukins og vanáætlaðs launakostnaðar starfsmanna fyrir Opið hús, samtals að fjárhæð kr. 1.300.000.- á deild 06031, ýmsa lykla en auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 22 Nefndin fór yfir styrkbeiðnina og leggur til við sveitarstjórn að styrkja Kvennaathvarfið og þá mikilvægu starfsemi sem fer þar fram. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að styrkja starfssemi Kvennaathvarfsins um umbeðna upphæð, kr. 100.000.- og samþykkir vegna þess viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð kr. 100.000.- á deild 02089, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Menningar- og markaðsnefnd - 21

2102011F

Fundargerðin framlögð.

BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.

  • Menningar- og markaðsnefnd - 21 Nefndin fjallaði um erindið og ákvað að leggja til við sveitarstjórn að styrkja N4 um 500.000 kr. vegna þáttanna Að vestan. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að styrkja N4 um kr. 500.000.- vegna þáttanna Að vestan. Fjármagnið er innan fjárhagsáætlunar ársins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 26

2102004F

Fundargerðin framlögð

EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tók DO.
  • Fræðslunefnd - 26 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja styrkbeiðni þar sem umsækjandi uppfyllir reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hvalfjarðarsveit frá 29. apríl 2016. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir framlagða styrkbeiðni vegna náms í leikskólakennarafræðum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 26 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja verklagsleglur um grunnskólanám utan lögheimilissveitarfélags. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að verklagsreglum vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 34

2102010F

Fundargerðin framlögð.

GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku MN og GJ.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 34 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilboð Mannvits og fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir framlagt tilboð Mannvits í hönnun og gerð útboðsgagna, kostnaðaráætlunar, magntökuskrár, gerð lóðarblaða og jarðvegsskýrslu fyrir gatnaframkvæmd við Lyngmel, jafnframt samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar að fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi við verkfræðistofuna Mannvit."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 34 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita eftir tilboðum í hönnunar- og útboðsgögn fyrir verkið og bjóða það út. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita eftir tilboðum í hönnunar- og útboðsgögn fyrir verkið og bjóða það út."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 34 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gangast við tilboði Mannvits og fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að ganga að tilboði Mannvits og að fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 34 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að sammþykkja breytingar á leigusamningum fyrir beitarhólf í landinu Melahverfi 2 við núverandi leigutaka verði framlengdur um þrjú ár eða til 31/12/2023. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um framlengingu núverandi leigusamninga um þrjú ár og jafnframt að nýir samningar vegna beitarhólfa verði með sama gildistíma eða til 31.12.2023."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 34 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þarfagreiningin verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að kynna sér hana. Í framhaldi verði tekin ákvörðun um staðsetningu nýs íþrótta og samkomuhúss.
    Bókun frá Marteini Njálssyni:
    Ég undirritaður legg til að samhliða kynningu um byggingu um nýs íþróttahúss í Hvalfjarðarsveit á heimasíðu sveitarfélagsins verði framkvæmd íbúakönnun / íbúakosning um væntanlega staðsetningu fyrir nýtt íþróttahús. Með tillögunni telur undirritaður að íbúalýðræðið sjálfsákvörðanarréttur íbúa yrði virtur.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að vísa greinargerð vegna þarfagreiningar á nýju íþróttahúsi sem unnin hefur verið af verkfræðistofunni Verkís til frekari umræðu á vinnufundi sveitarstjórnar sem fyrirhugaður er þann 16. mars nk."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Til máls tók MN.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 34 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breyttar reglur um lóðarúthlutun í Hvalfjarðarsveit. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir breyttar reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 9.8 2009013 Hitaveita
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 34 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að ganga til viðræðna við Veitur ohf annars vegar og Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf hins vegar um möguleg afsláttarkjör við kaup á heitu vatni úr stofnæðum félaganna. Í framhaldi verði tekin ákvörðun um hvaða leið verði farin við frekari öflun á heitu vatni inn á Heiðarskólasvæðið. Tillagan er samþykkt með meirihluta atkvæða og Marteinn Njálsson situr hjá.

    Bókun frá Marteini Njálssyni:
    Ég undirritaður geri athugasemd við það hvernig þetta mál er sett inn á dagskrá fundarins, sem mál til kynningar. Sú skýrsla sem liggur fyrir fundinum hefur þegar verið kynnt fulltrúum nefndarinnar ásamt sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.
    Það má öllum vera ljóst sem aðkomu hafa haft af þessu máli, bæði innan nefndarinnar og sveitarstjórnar, að tafir hafa orðið miklar og hafa íbúar í Bjarkarási ítrekað kallað eftir svörum.
    Eðlilegt hefði verið að taka málið til afgreiðslu á þessum fundi svo hægt sé að afgreiða málið á næsta fundi sveitarstjórnar.

    Tillaga frá Marteini Njálssyni:
    Tillaga um hitaveituvæðingu í Bjarkarási og nágrenni.
    Svo að sveitarfélagið tefji ekki frekari framkvæmdir við lagningu hitaveitu í Bjarkarás, Silfurberg og Silfurtún legg ég til að íbúar þessara staða fái aðgang að stút sem Veitur settu á aðallögnina í Beitistaðalandi í desember 2020.
    Gert verði ráð fyrir að íbúar á þessu svæði sjái um framkvæmdina og kosti hana. Einnig að gert verði ráð fyrir sverari stofnlögn en Bjarkaráshverfið þarf ef sveitarfélagið ákveður að halda áfram með lögnina upp fyrir Bjarkarás. Gengið verði strax til samninga við íbúa svæðisins:
    Tillagan fellur á jöfnu og einn situr hjá við afgreiðslu tillögunar. Samþykkur MN. Á móti GJ. EJ situr hjá.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur sveitarstjóra, oddvita, formanni mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga til viðræðna við Veitur ohf. annars vegar og hins vegar Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf. um möguleg kjör við kaup á heitu vatni úr stofnæðum félaganna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, EÓG og MN voru á móti.

    Vegna bókunar Marteins Njálssonar við lið 8 á 34. fundi Mannvirkja- og framkvæmdarnefndar vill meirihluti sveitarstjórnar leggja fram eftirfarandi bókun:

    "Fulltrúar sveitarfélagsins áttu fund þann 17. febrúar 2021 með íbúum Bjarkaráss vegna fyrirhugaðra framkvæmda við hitaveitu að svæðinu við Heiðarskóla. Að mati okkar, sem sátum fundinn var fundurinn bæði upplýsandi og gagnlegur fyrir alla aðila máls. Það er okkar skilningur eftir þennan fund að aðilar væru sammála um að fulltrúar sveitarfélagsins myndu halda áfram að vinna að málinu af fullum þunga og upplýsa íbúa á svæðinu um framgang málsins eftir að frekara samtal við veitufyrirtækin lægi fyrir, en t.d. liggur ekki endanlega fyrir á hvaða kjörum sveitarfélagið getur fengið vatn afhent af stút við lagnir fyrirtækjanna, það er grunnþáttur til að byggja á ákvörðun um hvaða valkostur er sveitarfélaginu bestur með tilliti til vatnsþarfa fyrir Heiðarskólasvæðið og íbúa í og við Bjarkarás.

    Önnur atriði sem rétt er að benda á þessu tengt:
    * Sveitarstjórn tók ákvörðun á haustmánuðum um að kosta til framkvæmdir á stút á lögn Veitna ohf. í samvinnu við eigendur sumarhúsa í landi Beitistaða, Leirutröð. Var það gert vegna þess hagræðis sem af því væri fyrir báða aðila. Þessum stút er ætlað að þjóna bæði íbúasvæðinu við Bjarkarás og Heiðarskólasvæðinu.

    * Þessi stútur var settur á lögn Veitna um miðjan desember 2020.

    * Fyrstu húsin neðar vegar voru tengd í lok desember mánaðar eða fyrir rétt rúmum 2 mánuðum.

    * Að mati okkar er búið að nýta tímann vel til að afla ýmissa gagna s.s. frá Orkustofnun um orkunotkun á svæðinu og aðkomu Orkusjóðs að slíkum veituframkvæmdum. Upplýsingar um orkunotkun eru lykilatriði varðandi hönnun fyrirhugaðrar veitu.

    * Búið er að forhanna og gera valkostagreiningu fjögurra valkosta fyrir Heiðarskólasvæðið, sú vinna hefur verið kynnt sveitarstjórn og mannvirkja- og framkvæmdanefnd, lokaskýrsla þess efnis var afhent sveitarfélaginu 15. janúar 2021.

    * Búið er að setja út hugsanlega lagnaleið veitunnar og samráð haft við landeigendur þess efnis.

    Framhald verkefnisins eins og við sjáum það
    * Klára þarf samtal við veitufyrirtækin um verð á vatninu svo hægt sé að leiða fram og velja hagkvæmasta, skynsamlegasta og besta valkostinn.

    * Það er okkar von að þegar endanleg niðurstaða þeirrar nauðsynlegu undirbúningsvinnu sé lokið sé hægt að einhenda sér í frekari undirbúning framkvæmda.

    * Jafnframt er fyrirhugað að skoða möguleika á frekari hitaveituvæðingu á öðrum svæðum í Hvalfjarðarsveit með veitufyrirtækjum sem starfa á svæðinu.

    * Undirrituð vilja jafnframt benda á að við störfum í opinberri stjórnsýslu og leggjum okkar metnað á faglega og vandaða vinnu enda er okkur falið það starf ásamt ábyrgri meðferð á almannafé.

    Björgvin Helgason
    Daníel Ottesen
    Guðjón Jónasson
    Helga Harðardóttir
    Brynja Þorbjörnsdóttir"


    "Við undirrituð, fulltrúar Íbúalistans viljum að eftirfarandi komi fram.

    Sú skýrsla sem talað er um í bókun þessari þar sem unnin var forhönnun og valkostagreining fjögurra valkosta fyrir Heiðarskólasvæðið barst fulltrúum Íbúalistans ekki fyrr en 12. febrúar, fjórum vikum eftir að hún barst meirihlutanum.

    Þær staðreyndir liggja fyrir að Hvalfjarðarsveit er þegar að kaupa heitt vatn af Hitaveitufélagi Hvalfjarðar og ætti verðið þegar að vera þekkt stærð.

    Við fögnum því að fram komi að fyrirhugað sé að skoða möguleika á frekari hitaveituvæðingu á öðrum svæðum í Hvalfjarðarsveit með veitufyrirtækjum sem starfa á svæðinu.
    Rétt er að benda á að mikil vinna hefur þegar farið fram hvað varðar frekari hitaveituvæðingu í sveitarfélaginu og samhliða þeirri vinnu áunnist þekking og vitneskja sem ætti að nýtast í þeirri vinnu sem fram undan er.
    Má í því samhengi nefna þá vinnu sem unnin var í landi Eyrar á síðasta kjörtímabili, undir forystu núverandi oddvita og þáverandi formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar. Núverandi meirihluti hugðist ekki halda þeirri vinnu áfram.

    Að lokum viljum við benda á að okkur þykir ekki við hæfi að formaður Mannvirkja- og framkvæmdarnefndar sitji beggja vegna borðs í viðræðum um kaup og kjör sveitarfélagsins á heitu vatni, en eins og flestum er kunnugt situr hann einnig í stjórn Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.

    Elín Ósk Gunnarsdóttir og Marteinn Njálsson."


    Til máls tóku MN, EÓG, GJ og HH.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 34 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þetta verkefni verði sett inn á fjárhagsáætlun á árinu 2022. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að verkefnið verði sett á fjárhagsáætlun ársins 2022."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, MN sat hjá.

    Til máls tóku DO, LBP og MN.

10.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2020.

2103043

Fyrri umræða.
Ársreikningur vegna ársins 2020 lagður fram til fyrri umræðu.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2020 námu tæpum 994,2mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 985,4mkr.
Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2020 voru 865,6mkr. fyrir A og B hluta en 857,1mkr. fyrir A hluta. Aðrar tekjur og gjöld árið 2020 námu 10,8mkr.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um tæpar 190,5mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 3.326mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 22,65%, veltufjárhlutfall 11,51% og eiginfjárhlutfall 97%.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa ársreikningi vegna ársins 2020 til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku BÞ, DO, MN og GJ.

11.Aðalfundur SSV og tengdra félaga árið 2021.

2103027

Aðalfundarboð SSV.
Aðalfundur SSV verður haldinn miðvikudaginn 24. mars nk. á Hótel Hamri. Sama dag eru jafnframt aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi SSV verði Guðjón Jónasson og Elín Ósk Gunnarsdóttir og til vara Björgvin Helgason og Marteinn Njálsson. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundum Sorpurðunar Vesturlands og Heilbrigðisnefndar Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðalfundur SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.

12.Reikningsskil sveitarfélaga- breyting á reglugerð 1212-2015.

2103042

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Erindi framlagt.

13.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

2103028

Erindi frá Jafnréttisstofu og Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Erindi framlagt.

14.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5-1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

2103003

Erindi frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Erindi framlagt.

15.Umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.

16.Umsögn um frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.

2102123

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindi framlagt.

17.Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla, nr. 91-2008 (kristinfræðikennsla), 141. mál.

2102118

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Erindi framlagt.

18.Umsögn um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.

19.Umsögn um frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

20.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7-1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.

2103041

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindi framlagt.

21.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands hf.

2101032

Fundargerð framhaldseigendafundar ásamt lokaeintaki skýrslu um aðgerðaráætlun fyrir Vesturland.
Fundargerðin ásamt aðgerðaráætluninni framlögð.

22.895. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2103026

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

24.117. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2102148

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 16:50.

Efni síðunnar