Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

22. fundur 03. mars 2021 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson ritari
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
  • Sólveig Sigurðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Sólveig Sigurðardóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Marie Greve Rasmussen boðar forföll.

1.Félagsmiðstöðin 301

1709022

Á sl. fundi nefndarinnar var ákveðið að fela frístunda- og menningarfulltrúa að gera könnun á miðstigi, kostnaðargreina og afla þátttökuskýrslu frá umsjónamönnum 301 félagsmiðstöðvar. Tilefni var beiðni um fjölgun á opnu húsi úr 2 í 3 á mánuði frá nemendum miðstigs.
Frístunda- og menningarfulltrúi lagði könnun fyrir nemendur miðstigs í Heiðarskóla til að kanna áhuga á fyrrgreindri beiðni. Niðurstaðan var að 21 af 25 nemendum miðstigs sem tóku þátt í könnuninni vilja fleiri Opin hús í mánuði. Samkvæmt umsjónamönnum þá hafa að jafnaði 20 börn verið að sækja Opið hús fyrir miðstigið og áætlaður kostanaðarauki við fjölgun úr tveimur skiptum í þrjú skipti er um 45.000 kr. á mánuði.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Opið hús fyrir miðstigið í 301 félagsmiðstöðinni verði fjölgað úr tveimur skiptum í þrjú skipti á mánuði fram að n.k. áramótum. Staðan verður þá endurmetin.

Verði beiðnin samþykkt er jafnframt óskað eftir auka fjárveitingu vegna þessa. Að auki er einnig óskað eftir auka fjárveitingu þar sem einungis var gert ráð fyrir einum starfsmanni en þeir eru tveir í Opnu húsi. Samtals er óskað eftir auka fjárveitingu að fjárhæð kr. 1.300.000.-

2.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2021.

2102088

Erindi frá Kvennaathvarfinu.
Nefndin fór yfir styrkbeiðnina og leggur til við sveitarstjórn að styrkja Kvennaathvarfið og þá mikilvægu starfsemi sem fer þar fram.

3.Staða barnaverndar- og félagsþjónustumála í Hvalfjarðarsveit

2103001

Stöðukynning.
Félagsmálastjóri fór yfir stöðu barnaverndar- og félagsþjónustumála í Hvalfjarðarsveit.

4.Heimaþjónusta aldraðra

2004020

Stöðukynning.
Félagsmálastjóri og Frístunda- og menningarfulltrúi fóru yfir stöðu heimaþjónustu aldraðra í Hvalfjarðarsveit.

5.Tómstundastarf aldraðra

1909001

Stöðukynning.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir fyrirhugaða starfsemi í tómstundastarfi aldraðra sem hefur legið niðri vegna Covid-19. Opið hús og sundleikfimin hefst í mars. Nefndin telur mikilvægt að tómstundastarf aldraðra fari sem fyrst af stað en gætt verði að sóttvarnarreglum og leiðbeiningum stjórnvalda í öllu sem við kemur starfinu.

6.Heiðarborg

1810035

Kynning á starfsemi sundlaugar, þreksals og íþróttahúss í Heiðarborg.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi Heiðarborgar, þ.e. sundlaugar, þreksals og íþróttasals.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar