Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Lyngmelur - Gatnaframkvæmd
2101014
Hvalfjarðarsveit hefur óskað eftir tilboðum í hönnunar- og útboðsgögn, kostnaðaráætlun, magntökuskrá, gerð lóðarblaða og jarvegsskýrslu hjá fjórum verkfræðistofum þ.e. Eflu, Mannvit, VSÓ og Verkís. Búið er að yfirfara tilboðin og var verkfræðistofan Mannvit með lægsta tilboðið.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilboð Mannvits og fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi.
2.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu
2001040
Hefja þarf undirbúningsvinnu vegna göngustígs frá Melahverfi að Eiðisvatni.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita eftir tilboðum í hönnunar- og útboðsgögn fyrir verkið og bjóða það út.
3.Lækjarmelur - Endurbætur á götu
2011003
Hvalfjarðarsveit hefur óskað eftir verðtilboði frá tveimur verkfræðistofum vegna gerð ástandsskoðunar, þarfagreiningar og kostnaðarmats á götunni Lækjarmelur. Tilboð barst frá verkfræðistofunni Mannvit.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gangast við tilboði Mannvits og fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi.
4.Sparkvöllur við Heiðarskóla.
2102087
Erindi frá Nemandafélag Heiðarskóla.
Nemandafélag Heiðarskóla óskar eftir því að fá hita undir sparkvöllinn við Heiðarskóla sem fyrst.
Nemandafélag Heiðarskóla óskar eftir því að fá hita undir sparkvöllinn við Heiðarskóla sem fyrst.
Að mati Mannvirkja- og framkvæmdarnefndar er sveitarfélagið ekki aflögufært um að láta heitt vatn til upphitunar í sparkvöllinn umfram þær byggingar sem fyrir eru í notkun á svæðinu að þessu sinni. Vinna við frekari vatnsöflun er í gangi.
5.Melahverfi 2 L133639 - Beitarhólf 2020
1909020
Samningur um leigu beitarhólfa fyrir hross í landinu Melahverfi 2, L133639 rann út þann 21/12/2020.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að sammþykkja breytingar á leigusamningum fyrir beitarhólf í landinu Melahverfi 2 við núverandi leigutaka verði framlengdur um þrjú ár eða til 31/12/2023.
6.Heiðarborg - Íþróttahús - Forvinna
2001042
Lögð fram þarfagreining sem Verkís hefur unnið fyrir Sveitarfélagið vegna uppbyggingu fyrirhugaðra íþróttamannvirkja í Hvalfjarðarsveit.
Fulltrúar Verkís kynntu niðurstöðu þarfagreiningarinnar fyrir Sveitarstjórnarfulltrúum og nefndarmönnum Mannvirkja- og framkvæmdarnefndar.
Fulltrúar Verkís kynntu niðurstöðu þarfagreiningarinnar fyrir Sveitarstjórnarfulltrúum og nefndarmönnum Mannvirkja- og framkvæmdarnefndar.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þarfagreiningin verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að kynna sér hana. Í framhaldi verði tekin ákvörðun um staðsetningu nýs íþrótta og samkomuhúss.
Bókun frá Marteini Njálssyni:
Ég undirritaður legg til að samhliða kynningu um byggingu um nýs íþróttahúss í Hvalfjarðarsveit á heimasíðu sveitarfélagsins verði framkvæmd íbúakönnun / íbúakosning um væntanlega staðsetningu fyrir nýtt íþróttahús. Með tillögunni telur undirritaður að íbúalýðræðið sjálfsákvörðanarréttur íbúa yrði virtur.
Bókun frá Marteini Njálssyni:
Ég undirritaður legg til að samhliða kynningu um byggingu um nýs íþróttahúss í Hvalfjarðarsveit á heimasíðu sveitarfélagsins verði framkvæmd íbúakönnun / íbúakosning um væntanlega staðsetningu fyrir nýtt íþróttahús. Með tillögunni telur undirritaður að íbúalýðræðið sjálfsákvörðanarréttur íbúa yrði virtur.
7.Reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit
1703028
Byggingarfulltrúi leggur til breytingar á reglum um lóðarúthlutun í Hvalfjarðarsveit.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breyttar reglur um lóðarúthlutun í Hvalfjarðarsveit.
8.Hitaveita
2009013
BMJ consultancy og VÁG hafa unnið skýrslu fyrir Sveitarfélagið varðandi mögulega hitaveituvæðingu um Leirársveit inn á Heiðarskólasvæðið annarsvegar. Skýrslan hefur verið kynnt af Bjarna Má Júiíussyni fyrir sveitarstjórn og fulltrúum Mannvirkja- og framkvæmdarnefndar.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að ganga til viðræðna við Veitur ohf annars vegar og Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf hins vegar um möguleg afsláttarkjör við kaup á heitu vatni úr stofnæðum félaganna. Í framhaldi verði tekin ákvörðun um hvaða leið verði farin við frekari öflun á heitu vatni inn á Heiðarskólasvæðið. Tillagan er samþykkt með meirihluta atkvæða og Marteinn Njálsson situr hjá.
Bókun frá Marteini Njálssyni:
Ég undirritaður geri athugasemd við það hvernig þetta mál er sett inn á dagskrá fundarins, sem mál til kynningar. Sú skýrsla sem liggur fyrir fundinum hefur þegar verið kynnt fulltrúum nefndarinnar ásamt sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.
Það má öllum vera ljóst sem aðkomu hafa haft af þessu máli, bæði innan nefndarinnar og sveitarstjórnar, að tafir hafa orðið miklar og hafa íbúar í Bjarkarási ítrekað kallað eftir svörum.
Eðlilegt hefði verið að taka málið til afgreiðslu á þessum fundi svo hægt sé að afgreiða málið á næsta fundi sveitarstjórnar.
Tillaga frá Marteini Njálssyni:
Tillaga um hitaveituvæðingu í Bjarkarási og nágrenni.
Svo að sveitarfélagið tefji ekki frekari framkvæmdir við lagningu hitaveitu í Bjarkarás, Silfurberg og Silfurtún legg ég til að íbúar þessara staða fái aðgang að stút sem Veitur settu á aðallögnina í Beitistaðalandi í desember 2020.
Gert verði ráð fyrir að íbúar á þessu svæði sjái um framkvæmdina og kosti hana. Einnig að gert verði ráð fyrir sverari stofnlögn en Bjarkaráshverfið þarf ef sveitarfélagið ákveður að halda áfram með lögnina upp fyrir Bjarkarás. Gengið verði strax til samninga við íbúa svæðisins:
Tillagan fellur á jöfnu og einn situr hjá við afgreiðslu tillögunar. Samþykkur MN. Á móti GJ. EJ situr hjá.
Bókun frá Marteini Njálssyni:
Ég undirritaður geri athugasemd við það hvernig þetta mál er sett inn á dagskrá fundarins, sem mál til kynningar. Sú skýrsla sem liggur fyrir fundinum hefur þegar verið kynnt fulltrúum nefndarinnar ásamt sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.
Það má öllum vera ljóst sem aðkomu hafa haft af þessu máli, bæði innan nefndarinnar og sveitarstjórnar, að tafir hafa orðið miklar og hafa íbúar í Bjarkarási ítrekað kallað eftir svörum.
Eðlilegt hefði verið að taka málið til afgreiðslu á þessum fundi svo hægt sé að afgreiða málið á næsta fundi sveitarstjórnar.
Tillaga frá Marteini Njálssyni:
Tillaga um hitaveituvæðingu í Bjarkarási og nágrenni.
Svo að sveitarfélagið tefji ekki frekari framkvæmdir við lagningu hitaveitu í Bjarkarás, Silfurberg og Silfurtún legg ég til að íbúar þessara staða fái aðgang að stút sem Veitur settu á aðallögnina í Beitistaðalandi í desember 2020.
Gert verði ráð fyrir að íbúar á þessu svæði sjái um framkvæmdina og kosti hana. Einnig að gert verði ráð fyrir sverari stofnlögn en Bjarkaráshverfið þarf ef sveitarfélagið ákveður að halda áfram með lögnina upp fyrir Bjarkarás. Gengið verði strax til samninga við íbúa svæðisins:
Tillagan fellur á jöfnu og einn situr hjá við afgreiðslu tillögunar. Samþykkur MN. Á móti GJ. EJ situr hjá.
9.Melahverfi - Opin svæði
2001041
Lögð fram frumdrög að opnu svæði í Melahverfi frá Verkís
Lagt fram. Formanni nefndarinnar og Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að funda með hönnuði Verkís.
10.Öryggiskerfi - Verkefnastóri framkvæmda og eigna
2005025
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna hefur leitað eftir tilboðum í endurnýjun og viðbætur á öryggismyndavélum fyrir stofnanir og opin svæði í Hvalfjarðarsveit.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þetta verkefni verði sett inn á fjárhagsáætlun á árinu 2022.
11.Viðhaldsáætlun - 2021-2023
2010046
Viðhaldsáætlun kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhaldsáætlunar 2021 og verkstaða lögð fram til kynningar.
12.Reglur um birtingu skjala með fundargerðum á vef Hvalfjarðarsveitar.
2101008
Reglur um birtingu skjala með fundargerðum á vef Hvalfjarðarsveitar skv.samþykkt á fundi sveitastjórnar nr.321, þann 12 janúar 2021
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 11:00.