Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 318
2011004F
Fundargerðin framlögð.
2.Menningar- og markaðsnefnd - 19
2011008F
Fundargerðin framlögð.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
3.Fræðslunefnd - 23
2011003F
Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fræðslunefnd - 23 Fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja beiðni um skólavist utan lögheimilissveitarfélags til og með 10. júní 2021 með vísan í 2.gr Viðmiðunarreglna vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags sem samþykktar voru af stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga 25.janúar 2013. Þar segir að flytjist lögheimili nemanda í annað sveitarfélag eftir að hann hefur byrjað skólagöngu í því sveitarfélgi sem hann átti lögheimili fyrir flutning, skal hann eiga rétt á að ljúka námi í þeim skóla sem hann stundaði nám í við flutninginn til loka skólaárs.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að verða við beiðni um skólavist utan lögheimilissveitarfélags til og með 10. júní 2021 með vísan í 2. gr. viðmiðunarreglna vegna grunnskólanáms utan lögheimilssveitarfélags sem samþykktar voru af stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga 25. janúar 2013. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 240.130 á deild 04026, lykil 5943 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 853.797 á deild 04026, lykil 5943 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 19
2011007F
Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
Til máls tók DO.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
Til máls tók DO.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 19 Umsókn barst frá Guðbjörgu Bjarteyju Guðmundsdóttir og uppfyllti umsóknin skilyrði sjóðsins. Guðbjörg hefur æft sund frá 6 ára aldri með Sundfélagi Akraness og æfir 8 sinnum í viku. Er unglingalandsliðsmaður í sundi og náði á árinu lágmarki Norðurlandsmeistaramóts unglinga sem átti að halda í Litháen en það féll niður vegna Covid. Á AMÍ sl. sumar vann Guðbjörg til silfurverðlauna í 100m og 200m bringusundi og brons í 100m skriðsundi, silfurverðlaun í 50m flugsundi og 50m bringusundi á ÍM50 í fullorðinsflokki og á sama móti setti Akranesmet í boðsundssveit í 4x50m skriðsundi og brons í 4x100m skriðsundi. Varð Akranesmeistari í kvennaflokki 15 ára og eldri á Akranesmótinu sl. haust, átti stigahæsta sundið og á nokkur Akranesmet í flokki meyja og telpna. Auk þess að hafa náð lágmörkum á afreksmótið Reykjavík International Games í sundi og hlaupi.
Nefndin óskar Guðbjörgu til hamingju með framúrskarandi árangur í sundi og hvetur hana til frekari afreka á því sviði.
Nefndin ákvað að veita Guðbjörgu afreksstyrk að upphæð 150,000 kr. og vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir ákvörðun nefndarinnar og tekur undir heillaóskir nefndarinnar til umsækjanda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 19 Félagsmálastjóri kynnti verkefnið fyrir nefndinni. Nefndin tók mjög jákvætt í innleiðingu á reynsluverkefninu á sviði skilnaðarmála. Nefndin telur mikilvægt að félagsmálastjóri fái nægjanlegt svigrúm til innleiðingar og vinnslu á verkefninu.
Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir með nefndinni og samþykkir að taka þátt í tilraunaverkefninu, félagsmálastjóra falið að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 127
2011006F
Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 127 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur undir athugsemdir og ábendingar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Minjastofnunar Íslands og Veitna. Nefndin vill benda á að deiliskipulagið er unnið með tilliti til inntaksrýma og lögna úr hönnunargrunni frá Veitum.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 40. og 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að fallast á athugasemdir og ábendingar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Minjastofnunar Íslands og Veitna. Sveitarstjórn staðfestir framlagt deiliskipulag sem auglýst hefur verið samkvæmt 40. og 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 127 Ein athugsemd barst á auglýstum tíma sem gerir athugsemd við göngustíg neðan Háamels.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til að halda göngustígum þar sem íbúar sveitarfélagsins geti notið umhverfisins og skógræktarsvæðisins sem verður hluti af stígakerfi Melahverfis.
Nefndin tekur undir athugasemdir og ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að fallast á athugasemdir og ábendingar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Sveitarstjórn staðfestir framlagt deiliskipulag sem auglýst hefur verið samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 127 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur undir athugasemdir og ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 40. og 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að fallast á athugasemdir og ábendingar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar. Sveitarstjórn staðfestir framlagt deiliskipulag sem auglýst hefur verið samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 127 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa br. á deiliskipulaginu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Bjarkaráss samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 127 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd vill koma eftirfarandi athugasemd á framfæri.
Gert er ráð fyrir að fjarlægja allt að 70 cm þykkt moldar- og leir jarðvegslag af yfirborðsefni. 70 cm þykkt lag á 12,5 ha svæði eru alls 87.500 m³.
Tryggt verði að ekki skapist fokhætta af yfirborðsefni.
Gerð verði frekari grein fyrir frágangi námunnar að efnistöku lokinni.
Að öðru leyti gerir nefndin ekki frekari athugasemdir við tillögu að matsáætlun.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir athugasemdir nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 127 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd getur ekki heimilað byggingarleyfi fyrir gestahúsi á lóðinni þar sem skipulagið heimilar ekki framkvæmdir utan byggingarreits sem er 20X20m eða 400m² og einnig er áréttað í lóðarleigusamningi, "leigutaka er heimilt að reisa bústað á leigulóðinni og skal hann vera innan byggingarreits, eins og hann er sýndur á lóðarkorti". Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir ákvörðun nefndarinnar um synjun á útgáfu byggingarleyfis utan byggingarreits."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 127 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarsjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir nærliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir nærliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 127 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um veitingu framkvæmdaleyfisins í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 127 Umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd fór yfir málsmeðferð og afgreiðslu þess tíma sem fór í aðalskipulagsferli.
Gerðar voru breytingar á aðalskipulagi 2008-2020 Hvalfjarðarsveitar fyrir Kúludalsá, Kirkjuból og Innra-Hólmi þar sem tillagan var kynnt í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga á opnun íbúarfundi 27. janúar 2011, sbr. auglýsingar frá 22. og 26. janúar 2011. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laganna frá 4.apríl til 23. maí 2011.
Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum og var tillagan samþykkt í sveitarstjórn 14.júní 2011 með þeirri breytingu að tengingu á milli göngu- og reiðleiða var hliðrað til austurs úr landi Kúludalsár 2 yfir á land Kúludalsár. Sveitarstjórn auglýsti aðalskipulagsbreytinguna í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Skessuhorni 28. og 29. júní 2011.
Ekki hafa fundist gögn sem staðfesta útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir reiðveginum.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir bókun nefndarinnar við erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Skipurit Hvalfjarðarsveitar.
2006036
Breyting á skipuriti Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að skipuriti sveitarfélagsins verði breytt þannig að starf umsjónarmanns eigna/verkstjóra framkvæmda verði breytt í starf verkefnastjóra framkvæmda og eigna auk þess sem starfið verður fært frá því að heyra undir byggingarfulltrúa til þess að heyra beint undir sveitarstjóra. Samhliða verður starf byggingarfulltrúa/yfirmanns framkvæmda breytt í starf byggingarfulltrúa. Verkefnastjóri framkvæmda og eigna verður starfsmaður mannvirkja- og framkvæmdanefndar.
Skipuriti er jafnframt breytt m.t.t. ráðningar nýs félagsmálastjóra í stað samstarfssamnings þar sem sveitarfélagið keypti þjónustu í þeim málaflokkum áður. Sveitarstjórn samþykkir uppfært og endurskoðað skipurit Hvalfjarðarsveitar með framangreindum breytingum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að skipuriti sveitarfélagsins verði breytt þannig að starf umsjónarmanns eigna/verkstjóra framkvæmda verði breytt í starf verkefnastjóra framkvæmda og eigna auk þess sem starfið verður fært frá því að heyra undir byggingarfulltrúa til þess að heyra beint undir sveitarstjóra. Samhliða verður starf byggingarfulltrúa/yfirmanns framkvæmda breytt í starf byggingarfulltrúa. Verkefnastjóri framkvæmda og eigna verður starfsmaður mannvirkja- og framkvæmdanefndar.
Skipuriti er jafnframt breytt m.t.t. ráðningar nýs félagsmálastjóra í stað samstarfssamnings þar sem sveitarfélagið keypti þjónustu í þeim málaflokkum áður. Sveitarstjórn samþykkir uppfært og endurskoðað skipurit Hvalfjarðarsveitar með framangreindum breytingum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Starf byggingarfulltrúa.
2011027
Ráðning byggingarfulltrúa.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Guðjón Jónasson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Guðjón Jónasson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
8.Tillaga að breytingu á Reglum Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.
2012016
Erindi frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu á breytingu á Reglum Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnar og nefndarmanna. Breytingin felur í sér að formönnum nefnda eru greiddar 2.500 krónur í símakostnað tvisvar sinnum á ári í stað mánaðarlega."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu á breytingu á Reglum Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnar og nefndarmanna. Breytingin felur í sér að formönnum nefnda eru greiddar 2.500 krónur í símakostnað tvisvar sinnum á ári í stað mánaðarlega."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Stytting vinnuvikunnar 2021.
2012029
Breytt skipulag vinnutíma sbr. kjarasamninga.
Undir þessum lið var einnig lagt fram erindi frá ASÍ,BHM,BSRB,félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla.
Undir þessum lið var einnig lagt fram erindi frá ASÍ,BHM,BSRB,félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar tillögur stofnana sveitarfélagsins að tilhögun vinnutímastyttingar frá 1. janúar 2021 til ársloka 2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar tillögur stofnana sveitarfélagsins að tilhögun vinnutímastyttingar frá 1. janúar 2021 til ársloka 2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2020 nr. 23.
2012014
Viðauki nr. 23.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun ársins um tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna yfirdekkingar á stólum í félagsheimilinu Miðgarði, ekki er um aukafjárveitingu að ræða þar sem lækkun útgjalda er á deild 31090, lykli 5971 en aukin útgjöld færast á deild 05052, lykil 5852."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun ársins um tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna yfirdekkingar á stólum í félagsheimilinu Miðgarði, ekki er um aukafjárveitingu að ræða þar sem lækkun útgjalda er á deild 31090, lykli 5971 en aukin útgjöld færast á deild 05052, lykil 5852."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Samstarfssamningur um brunavarnir og eldvarnaeftirlit.
1912027
Viðauki við samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunavarnir og eldvarnareftirlit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka við samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunavarnir og eldvarnareftirlit. Viðaukinn tekur á framlengingu núverandi samnings til 31.12. 2021 en uppsögn Akraneskaupstaðar myndi að öðrum kosti taka gildi 31.12.2020. Jafnframt tekur viðaukinn á breytingum á kostnaðarhlutdeild Hvalfjarðarsveitar vegna reksturs slökkviliðsins og eldvarnareftirlitsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fulltrúar sveitarfélagsins í vinnuhópi um styrkingu brunavarna verði sveitarstjóri og oddviti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók DO.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka við samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunavarnir og eldvarnareftirlit. Viðaukinn tekur á framlengingu núverandi samnings til 31.12. 2021 en uppsögn Akraneskaupstaðar myndi að öðrum kosti taka gildi 31.12.2020. Jafnframt tekur viðaukinn á breytingum á kostnaðarhlutdeild Hvalfjarðarsveitar vegna reksturs slökkviliðsins og eldvarnareftirlitsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fulltrúar sveitarfélagsins í vinnuhópi um styrkingu brunavarna verði sveitarstjóri og oddviti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók DO.
12.Samstarfssamningur við Akraneskaupstað um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála.
2012030
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Þann 15. desember 2014 samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að segja upp og óska endurskoðunar á nokkrum samstarfssamningum milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar. Þar á meðal var samstarfssamningur um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála. Þrátt fyrir uppsögn samnings um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála þann 15. des. 2014 hefur Hvalfjarðarsveit greitt samkvæmt ákvæðum samningsins. Samningurinn er um fræðslu vegna félagslegrar heimaþjónustu og rekstur íþróttamannvirkja á Akranesi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst áhuga sínum á að styðja frekar beint við starf íþróttafélaga á Akranesi vegna þátttöku íbúa Hvalfjarðarsveitar í því starfi. Slíkar hugmyndir hafa verið kynntar fyrir forsvarsmönnum Akraneskaupstaðar.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að staðfesta fyrri uppsögn á samstarfssamningi um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála og telur ekki ástæðu til að endurnýja hann."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Þann 15. desember 2014 samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að segja upp og óska endurskoðunar á nokkrum samstarfssamningum milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar. Þar á meðal var samstarfssamningur um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála. Þrátt fyrir uppsögn samnings um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála þann 15. des. 2014 hefur Hvalfjarðarsveit greitt samkvæmt ákvæðum samningsins. Samningurinn er um fræðslu vegna félagslegrar heimaþjónustu og rekstur íþróttamannvirkja á Akranesi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst áhuga sínum á að styðja frekar beint við starf íþróttafélaga á Akranesi vegna þátttöku íbúa Hvalfjarðarsveitar í því starfi. Slíkar hugmyndir hafa verið kynntar fyrir forsvarsmönnum Akraneskaupstaðar.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að staðfesta fyrri uppsögn á samstarfssamningi um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála og telur ekki ástæðu til að endurnýja hann."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
13.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032.
1901286
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan og uppfærðan verksamning við EFLU hf. vegna endurskoðunar aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 en samningurinn byggir á uppfærðri verk- og kostnaðaráætlun EFLU hf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tóku RÍ og DO.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan og uppfærðan verksamning við EFLU hf. vegna endurskoðunar aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 en samningurinn byggir á uppfærðri verk- og kostnaðaráætlun EFLU hf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tóku RÍ og DO.
14.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2021-2024.
2010082
Fjárhagsáætlun ásamt greinargerð-seinni umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2021-2024."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2021-2024."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
15.Endurbætur á Höfða
2008006
Viðauki nr. 25.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun ársins vegna áfallins hönnunarkostnaðar við endurbætur Höfða þar sem skila á inn núverandi styrk frá Framkvæmdasjóði aldraðra og sækja um að nýju árið 2021. Aukafjárveitingin er kr. 1.719.841 á deild 02041, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun ársins vegna áfallins hönnunarkostnaðar við endurbætur Höfða þar sem skila á inn núverandi styrk frá Framkvæmdasjóði aldraðra og sækja um að nýju árið 2021. Aukafjárveitingin er kr. 1.719.841 á deild 02041, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
16.Stafrænt ráð sveitarfélaga.
2012010
Kynning á verkefninu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vera þátttakandi í verkefninu á grundvelli framlagðrar tillögu og kostnaðarskiptingar. Sveitarstjórn samþykkir vegna verkefnisins viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 284.680 á deild 21080, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vera þátttakandi í verkefninu á grundvelli framlagðrar tillögu og kostnaðarskiptingar. Sveitarstjórn samþykkir vegna verkefnisins viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 284.680 á deild 21080, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
17.Hestamannafélagið Dreyri- bygging reiðhallar.
1804024
Erindi frá Hestamannafélaginu Dreyra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir styrk að fjárhæð 3 milljónir kr. til Hestamannafélagsins Dreyra vegna byggingar reiðhallar í Æðarodda. Sveitarstjórn hefur áður samþykkt styrk vegna verkefnisins að fjárhæð 10 milljónir kr. þann 24. apríl 2018 og hefur sú fjárhæð verið greidd félaginu. Jafnframt var undirritað samkomulag milli aðila þann 1. maí 2018 vegna verkefnisins. Starfssvæði hestamannafélagsins Dreyra nær bæði yfir Akranes og Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 3mkr. á deild 13026, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir styrk að fjárhæð 3 milljónir kr. til Hestamannafélagsins Dreyra vegna byggingar reiðhallar í Æðarodda. Sveitarstjórn hefur áður samþykkt styrk vegna verkefnisins að fjárhæð 10 milljónir kr. þann 24. apríl 2018 og hefur sú fjárhæð verið greidd félaginu. Jafnframt var undirritað samkomulag milli aðila þann 1. maí 2018 vegna verkefnisins. Starfssvæði hestamannafélagsins Dreyra nær bæði yfir Akranes og Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 3mkr. á deild 13026, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
18.Styrkumsókn vegna stofnunar nýsköpunar- og þróunarklasa á Grundartanga.
2012011
Erindi frá Þróunarfélagi Grundartanga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styðja við og koma að stofnun nýsköpunar og þróunarklasa fyrirtækja á Grundartanga. Markmiðin með stofnun klasans eru fjölþætt, t.a.m. fjölgun starfa, aukin umsvif og jákvæð umhverfis- og efnahagsleg áhrif á Grundartanga. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 2,5mkr. á deild 13089, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styðja við og koma að stofnun nýsköpunar og þróunarklasa fyrirtækja á Grundartanga. Markmiðin með stofnun klasans eru fjölþætt, t.a.m. fjölgun starfa, aukin umsvif og jákvæð umhverfis- og efnahagsleg áhrif á Grundartanga. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 2,5mkr. á deild 13089, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
19.Samstarfssamningur við Icelandic Startups.
2012012
Grænn viðskiptahraðall, kynning ásamt viðauka nr. 21.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan samstarfssamning við Icelandic Startups (Klak Innovit ehf.) um grænan viðskiptahraðal sem ætlað er að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum til þess m.a. að uppfylla loftlagsmarkmið Parísarsáttmálans. Markmið verkefnisins er að á Íslandi rísi stór og stöndug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi störf og skili árangri í umhverfismálum. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 2,5mkr. á deild 13089, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins í stýrihópi verkefnisins verði Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan samstarfssamning við Icelandic Startups (Klak Innovit ehf.) um grænan viðskiptahraðal sem ætlað er að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum til þess m.a. að uppfylla loftlagsmarkmið Parísarsáttmálans. Markmið verkefnisins er að á Íslandi rísi stór og stöndug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi störf og skili árangri í umhverfismálum. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 2,5mkr. á deild 13089, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins í stýrihópi verkefnisins verði Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
20.Afskriftabeiðni.
2012013
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni að fjárhæð samtals kr. 804.504.- frá Sýslumanninum á Vesturlandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni að fjárhæð samtals kr. 804.504.- frá Sýslumanninum á Vesturlandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
21.Tillaga til landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 18.12.2020.
2012017
Sameiginleg tillaga 20 sveitarfélaga vegna stefnumótandi áætlunar Alþingis um eflingu sveitarstjórnarstigsins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar þeim sveitarfélögum sem að tillögunni stóðu fyrir samstarfið og lýsir ánægju með hversu mörg sveitarfélög stóðu að baki tillögunni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar þeim sveitarfélögum sem að tillögunni stóðu fyrir samstarfið og lýsir ánægju með hversu mörg sveitarfélög stóðu að baki tillögunni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
22.Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala-beiðni um inngöngu.
2010057
Tilkynning um afgreiðslu Byggðaráðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt samning vegna inngöngu Hvalfjarðarsveitar í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala og vísað ákvörðuninni til staðfestingar í sveitarstjórn Borgarbyggðar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að samningi vegna Barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala og felur sveitarstjóra að rita undir hann. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að skipa Helga Pétur Ottesen sem aðalmann og Helgu Harðardóttur sem varamann sveitarfélagsins í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að samningi vegna Barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala og felur sveitarstjóra að rita undir hann. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að skipa Helga Pétur Ottesen sem aðalmann og Helgu Harðardóttur sem varamann sveitarfélagsins í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
23.Fráveitu-Rotþróarsamningur- útboð.
1910075
Úrskurður frá Kærunefnd útboðsmála.
Lagt fram til kynningar.
Öllum kröfum kæranda, Hreinsitækni ehf., vegna útboðsins "Hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit 2020-2024" var hafnað.
Öllum kröfum kæranda, Hreinsitækni ehf., vegna útboðsins "Hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit 2020-2024" var hafnað.
24.Manntal og húsnæðistal 1. janúar 2021.
2012015
Erindi frá Hagstofu Íslands.
Lagt fram til kynningar.
Hagstofan undirbýr töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021 og ráðgert er að framvegis verði tekið manntal á hverju ári.
Hagstofan undirbýr töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021 og ráðgert er að framvegis verði tekið manntal á hverju ári.
25.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
2012019
Bókun frá Bláskógabyggð.
Lagt fram.
26.Áskorun á Reykjavíkurborg.
2012020
Bókun frá Byggðaráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Lagt fram.
27.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál.
2012007
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram.
28.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.
2012006
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram.
29.Umsögn um frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.
2011056
Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Lagt fram.
30.Umsögn um frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.
2011055
Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Lagt fram.
31.Umsögn um frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir ofl.), 311. mál.
2011044
Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Lagt fram.
32.Umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2016.
2012018
Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2016.
Lagt fram.
33.891. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2011041
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
34.200. fundargerð Faxaflóahafna sf.
2012008
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
35.114. og 115. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
2012009
Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.
Daníel Ottesen yfirgaf fundinn kl. 16:10.
Fundi slitið - kl. 16:11.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:
Mál nr. 2012029 - Stytting vinnuvikunnar 2021.
Málið verður nr. 9 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2012030 - Samstarfssamningur við Akraneskaupstað um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála.
Málið verður nr. 12 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Ragna Ívarsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað, Teams.