Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

19. fundur 02. desember 2020 kl. 16:30 - 18:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson ritari
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sólveig Sigurðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Sólveig Sigurðardóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Bæti með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.
Mál nr. 2002048 Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt.

1.Umsóknir í Afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar

2011051

Ein umsókn barst í Afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar.
Umsókn barst frá Guðbjörgu Bjarteyju Guðmundsdóttir og uppfyllti umsóknin skilyrði sjóðsins. Guðbjörg hefur æft sund frá 6 ára aldri með Sundfélagi Akraness og æfir 8 sinnum í viku. Er unglingalandsliðsmaður í sundi og náði á árinu lágmarki Norðurlandsmeistaramóts unglinga sem átti að halda í Litháen en það féll niður vegna Covid. Á AMÍ sl. sumar vann Guðbjörg til silfurverðlauna í 100m og 200m bringusundi og brons í 100m skriðsundi, silfurverðlaun í 50m flugsundi og 50m bringusundi á ÍM50 í fullorðinsflokki og á sama móti setti Akranesmet í boðsundssveit í 4x50m skriðsundi og brons í 4x100m skriðsundi. Varð Akranesmeistari í kvennaflokki 15 ára og eldri á Akranesmótinu sl. haust, átti stigahæsta sundið og á nokkur Akranesmet í flokki meyja og telpna. Auk þess að hafa náð lágmörkum á afreksmótið Reykjavík International Games í sundi og hlaupi.

Nefndin óskar Guðbjörgu til hamingju með framúrskarandi árangur í sundi og hvetur hana til frekari afreka á því sviði.

Nefndin ákvað að veita Guðbjörgu afreksstyrk að upphæð 150,000 kr. og vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

2.Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 ásamt erindisbréfum fastanefnda og starfsreglna ungmennaráðs.

2005007

Á fundi sveitarstjórnar þann 12. maí sl. var máli nr. 2005007 vísað til Fjölskyldu- og frístundanefndar til umfjöllunar. Um er að ræða breytingar á erindisbréfi nefndarinnar.
Nefndin fór yfir breytingarnar á erindisbréfi nefndarinnar sem voru minniháttar og samþykkti þær.

Afgreiðslu málsins var vísað til sveitarstjórnar.

3.Samvinna eftir skilnað - Reynsluverkefni

2011042

Hvalfjarðarsveit býðst af Félagsmálaráðuneytinu að taka þátt í innleiðingu reynsluverkefnis á sviði skilnaðarmála. Samkomulagið felur í sér skuldbindingu um að félagsmálastjóri fái svigrúm til þátttöku í reynsluverkefninu, veitingu félagslegrar ráðgjafar auk nauðsynlegrar endurmenntunar.
Félagsmálastjóri kynnti verkefnið fyrir nefndinni. Nefndin tók mjög jákvætt í innleiðingu á reynsluverkefninu á sviði skilnaðarmála. Nefndin telur mikilvægt að félagsmálastjóri fái nægjanlegt svigrúm til innleiðingar og vinnslu á verkefninu.
Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Trúnaðarmál

2010014

Mál nr. 1908023
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.

5.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2010010
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.

6.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2006043
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.

7.Þakkarbréf frá foreldrafélaginu- Styrkur

2011058

Þakkarbréf frá foreldrafélagi leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram.
Nefndin þakkar foreldrafélaginu fyrir bréfið og þakkirnar.

8.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Erindi frá UNICEF á Íslandi.
Tölvupóstur frá Marín Rós Eyjólfsdóttur, samskiptastjóra innanlandsdeildar UNICEF, dags. 01.12.2020 var lagður fram til kynningar. Innihald tölvupóstsins varðar leit UNICEF að áhugasömum sveitarfélögum til innleiðingar á verkefninu barnvæn sveitarfélög á árinu 2021. Boðið er upp á kynningu á verkefninu og er nefndin sammála um að þiggja kynninguna eftir áramót.

9.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum.

2011043

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.
Lagt fram.

10.Umsögn um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.

2011045

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323.mál.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Efni síðunnar