Fræðslunefnd
Dagskrá
Bára Tómasdóttir boðar forföll.
1.Beiðni um skólavist í grunnskóla í sveitarfélagi utan lögheimili nemanda
2012001
Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja beiðni um skólavist utan lögheimilissveitarfélags til og með 10. júní 2021 með vísan í 2.gr Viðmiðunarreglna vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags sem samþykktar voru af stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga 25.janúar 2013. Þar segir að flytjist lögheimili nemanda í annað sveitarfélag eftir að hann hefur byrjað skólagöngu í því sveitarfélgi sem hann átti lögheimili fyrir flutning, skal hann eiga rétt á að ljúka námi í þeim skóla sem hann stundaði nám í við flutninginn til loka skólaárs.
2.Kynning á Erasmus grænfánaverkefni - Skýjaborg
2012003
Kynning í fjarfundi.
Sigurlaug Arnardóttir hjá Landvernd kynnir Erasmus verkefni sem leikskólinn Skýjaborg tók þátt í með öðrum grænfánaleik- og grunnskólum frá Íslandi, Lettlandi, Eistlandi og Slóveníu skólaárin 2018-2020. Verkefnið snérist um það að útbúa námsefni fyrir 5-9 ára börn í tengslum við Lífbreytileika (eitt af þemum skóla á grænni græn).
Sigurlaug Arnardóttir hjá Landvernd kynnir Erasmus verkefni sem leikskólinn Skýjaborg tók þátt í með öðrum grænfánaleik- og grunnskólum frá Íslandi, Lettlandi, Eistlandi og Slóveníu skólaárin 2018-2020. Verkefnið snérist um það að útbúa námsefni fyrir 5-9 ára börn í tengslum við Lífbreytileika (eitt af þemum skóla á grænni græn).
Fræðslunefnd þakkar Sigurlaugu Arnardóttur hjá Landvernd fyrir kynningu á Erasmus grænfánaverkefninu.
3.Starfssemi í gildandi takmörkunum samkomubanns-Skýjaborg
2012004
Kynning á starfssemi í Skýjaborg vegna Covid-19.
Leikskólastjóri fór yfir starfssemi í gildandi takmörkunum samkomubannsins.
4.Takmarkað skólastarf í Heiðarskóla vegna Covid-19
2012005
Kynning á skólastarfi í Heiðarskóla vegna Covid-19.
Skólastjóri fór yfir takmarkanir á skólastarfi í Heiðarskóla vegna Covid- 19.
5.Þakkarbréf frá foreldrafélaginu- Styrkur
2011058
Kynningar- og þakkarbréf frá foreldrafélaginu.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:00.