Fara í efni

Sveitarstjórn

308. fundur 09. júní 2020 kl. 15:05 - 15:40 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2004024 - Kjörskrá vegna forsetakosninga 2020.
Málið verður nr. 5 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2006010 - Aðalfundarboð Höfða. Málið verður nr. 7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 307

2005008F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 120

2005010F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 120 „Um er að ræða tillögu á breytingu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að hluti (37 ha.) opins svæðis til sérstakra nota við bæinn Dragháls verði breytt í landbúnaðarsvæði.
    Aðalskipulagsbreytingar falla undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og því fylgir breytingartillögunni umhverfisskýrsla.
    Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 hefur verið auglýst með vísan til skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einnig lög um umhverfisáhrif.
    Í samræmi við framangreinda breytingartillögu liggur tillaga að gerð deiliskipulags einnig fyrir.

    Erindi málshefjanda, sem er eigandi jarðarinnar, til sveitarfélagsins er tvískipt.
    Þannig er annars vegar verið um að ræða tillögu um breytingu á gildandi aðalskipulagi þess efnis að breyta landnotkunarflokki hluta svæðis sem nú er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota (svæði O27 á aðalskipulagsuppdrætti) í landbúnaðarsvæði.
    Hins vegar hafi málshefjandi gert tillögu að deiliskipulagi á hluta jarðarinnar sem samræmist aðalskipulagsbreytingartillögunni.
    Í efni beggja tillagna kemur fram að þær séu gerðar vegna óleyfisframkvæmdar, þ.e. vatnsaflvirkjunar sem þegar hefur verið reist í Draghálsá án lögboðinna leyfa.
    Í ljósi þess að þannig er kveðið á um í báðum tillögum telur USN nefndin að hafna verði þeim báðum þar sem að sveitarfélagið geti ekki samþykkt skipulagsbreytingar sem gangi út á það að festa umrædda framkvæmd í sessi.
    Þannig væri hinu lögboðna ferli snúið við en slík framvinda mála myndi ganga gegn ákvæðum ýmissa laga er varði skipulags- og byggingarmál sem og umhverfis- og náttúruvernd.
    Þá telur nefndin að við afgreiðslu málsins verði ekki litið framhjá þeim neikvæðu umsögnum sem bárust um tillögurnar frá lögboðnum umsagnaraðilum.

    USN nefndin leggur til við sveitarstjórn að framkomnum tillögum verði báðum hafnað.
    Þá leggur nefndin jafnframt til að skipulagsfulltrúa verði falið að tilkynna framkvæmdina til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar dagsekta vegna brota á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sbr. 2. mgr. 18. gr. a.“




    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að hafna framkomnum tillögum og að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að tilkynna framkvæmdina til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar dagsekta vegna brota á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sbr. 2. mgr., 18. gr. a."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 120 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila tilraunavinnslu efnis allt að 20000 m3 á 0.7 hektara á svæði í landi Skorholts við hlið eldri námu í landi Bakka.
    Jafnframt er erindinu vísað í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.



    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila vinnslu efnis til rannsóknar á efnisgæðum vegna fyrirhugaðrar efnistöku á 0,7 ha. svæði í landi Skorholts, við hlið eldri námu í landi Bakka. Sveitarstjórn bendir bréfritara á að komi til frekari efnisvinnslu þarf að óska eftir breytingu á aðalskipulagi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Til máls tók RÍ.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 120 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum á Akravöllum 12 og 14, Ásvöllum 10 og 14, og Krossvöllum 3, samkvæmt 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum á Akravöllum 12 og 14, Ásvöllum 10 og 14 og Krossvöllum 3 samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 120 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun tveggja lóð úr landi Skipanes L133793. Bókun fundar "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um stofnun tveggja lóða úr landi Skipaness, L133793."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 30

2006002F

Fundargerðin framlögð.

GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 30 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gangast við tilboði Jarðlistar ehf. og fela byggingarfulltrúa að ganga frá verksamning. Bókun fundar 2001036 - Háimelur - Frágangur á götu
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um töku tilboðs lægstbjóðanda, Jarðlistar ehf. í verkið og felur sveitarstjóra að rita undir verksamninginn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 30 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja gjaldskrá fyrir hleðslustöðvar á rafmagnsbifreiðum við Innrimel 3 og Skólastíg 2. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um gjaldskrá fyrir hleðslustöðvar rafmagnsbifreiða við Innrimel 3 og Skólastíg 2."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 30 Mannvirkja - og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarfulltrúa verði falið að leita eftir tilboðum í kostnaðaráætlun og útboðsgögn. Einnig er byggingarfulltrúa falið að svara innkomnum ábendingum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að fela byggingarfulltrúa að leita eftir tilboðum í útboðsgögn og kostnaðaráætlun framkvæmdarinnar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela byggingarfulltrúa að svara innsendum ábendingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Menningar- og markaðsnefnd - 16

2006001F

Fundargerðin framlögð.

BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tók RÍ.

5.Forsetakosningar 2020.

2004024

Kjörskrá vegna forsetakosninga 2020.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram fara þann 27. júní nk. og felur sveitarstjóra undirritun hennar og framlagningu. Á kjörskrá í Hvalfjarðarsveit eru alls 478 einstaklingar, 219 konur og 259 karlar. Kjörstaður í Hvalfjarðarsveit verður í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3 í Melahverfi.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2020 ásamt greinargerð.

2005034

Erindi frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Erindi frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun Höfða árið 2020. Viðaukinn hefur ekki í för með sér aukin fjárútlát fyrir sveitarfélagið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Aðalfundarboð Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2006010

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Helga Harðardóttir fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Erindi vegna fasteignaskatts.

2006006

Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun vegna fyrirspurnar bréfritara:
"Álagning fasteignaskatts sveitarfélaga fer skv. II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ákveður skatthlutföll fasteignaskatts fyrir lok hvers árs."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Aðalfundur SSV og tengdra félaga árið 2020.

2005022

Tilnefning fulltrúa í stjórn.
Tilnefning fulltrúa í stjórn.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Brynju Þorbjörnsdóttur sem aðalmann í stjórn SSV og Daníel Ottesen sem varamann í stjórn SSV."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Aðalfundarboð ásamt Ársreikningi 2019 og Grænu bókhaldi 2019.

2005036

Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands.
Sveitarstjórn samþykkti á síðasta sveitarstjórnarfundi að sveitarstjóri færi með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands.

11.Aðalfundarboð ásamt Ársreikningi 2019 og Samþykktum 2019.

2006001

Aðalfundarboð Landskerfis bókasafna.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Jónella Sigurjónsdóttir fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

2005031

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Brynja Þorbjörnsdóttir fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19.

2005023

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Lagt fram.

14.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38-2018(notendaráð), 838. mál.

2005041

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018(notendaráð).
Lagt fram.

15.101 og 102. fundur Sorpurðunar Vesturlands.

2005035

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

16.110. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2005033

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:40.

Efni síðunnar