Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
Atli V. Halldórsson boðaði forföll.
1.Háimelur - Frágangur á götu
2001036
Sveitarfélaginu bárust 4 tilboð í verkið Háimelur - Yfirborðsfrágangur. Búið er að yfirfara tilboðin og var verktakafyrirtækið Jarðlist ehf. með lægsta boðið.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gangast við tilboði Jarðlistar ehf. og fela byggingarfulltrúa að ganga frá verksamning.
2.Hleðslustöðvar - Rafmagnsbílar
2004028
Mannvirkja og framkvæmdanefnd hefur unnið gjaldskrá vegna sölu á rafmagni á hleðslustöðvum rafmagnsbifreiða sem samþykkt hefur verið að setja upp við Innrimel 3 og Skólastíg 2.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja gjaldskrá fyrir hleðslustöðvar á rafmagnsbifreiðum við Innrimel 3 og Skólastíg 2.
3.Melahverfi - Opin svæði
2001041
Samþykkt var á 307.fundi sveitarstjórnar að vísa máli 2002049/2001041 inn til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar, Melahverfi-græn svæði / Melahverfi - Opin svæði.
Mannvirkja - og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarfulltrúa verði falið að leita eftir tilboðum í kostnaðaráætlun og útboðsgögn. Einnig er byggingarfulltrúa falið að svara innkomnum ábendingum.
4.Skólastígur 1 - Malbikun götu
2005043
Eigendur íbúðarhúsnæðis Skólastígs 1, 1a og 1b sendu inn formlega beiðni um viðhald/endurbætur á götu sem liggur fyrir framan Skólastíg 1, 1a og 1b.
Erindinu frestað. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
5.Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 ásamt erindisbréfum fastanefnda og starfsreglna ungmennaráðs.
2005007
Á 306.fundi sveitarstjórnar var máli 2005007 vísað á Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til umfjöllunar. Um er að ræða breytingar á erindinsbréfum.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomnar breytingar á erindisbréfi nefndarinnar. Auk þess leggur nefndin til að í 2.gr. 2. mgr. eigi umsjónarmaður eigna rétt á að sitja fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt.
Fundi slitið - kl. 10:00.