Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

120. fundur 02. júní 2020 kl. 16:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Br.ASK-Draghálsvirkjun

1911008

Um er að ræða tillögu á breytingu Aðalskipulags Hvalafjarðarsveitar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36gr. skipulagslaga nr 123/2010. Breytingin fellst í að hluti opins svæðis til sérstakra nota við bæinn Dragháls er breytt í landbúnaðarsvæði. Aðalskipulagsbreytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr.105/2006 og fylgir þessari breytingu umhverfisskýrsla.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 hefur verið auglýst með vísan til skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einnig lög um umhverfisáhrif
„Um er að ræða tillögu á breytingu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að hluti (37 ha.) opins svæðis til sérstakra nota við bæinn Dragháls verði breytt í landbúnaðarsvæði.
Aðalskipulagsbreytingar falla undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og því fylgir breytingartillögunni umhverfisskýrsla.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 hefur verið auglýst með vísan til skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einnig lög um umhverfisáhrif.
Í samræmi við framangreinda breytingartillögu liggur tillaga að gerð deiliskipulags einnig fyrir.

Erindi málshefjanda, sem er eigandi jarðarinnar, til sveitarfélagsins er tvískipt.
Þannig er annars vegar verið um að ræða tillögu um breytingu á gildandi aðalskipulagi þess efnis að breyta landnotkunarflokki hluta svæðis sem nú er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota (svæði O27 á aðalskipulagsuppdrætti) í landbúnaðarsvæði.
Hins vegar hafi málshefjandi gert tillögu að deiliskipulagi á hluta jarðarinnar sem samræmist aðalskipulagsbreytingartillögunni.
Í efni beggja tillagna kemur fram að þær séu gerðar vegna óleyfisframkvæmdar, þ.e. vatnsaflvirkjunar sem þegar hefur verið reist í Draghálsá án lögboðinna leyfa.
Í ljósi þess að þannig er kveðið á um í báðum tillögum telur USN nefndin að hafna verði þeim báðum þar sem að sveitarfélagið geti ekki samþykkt skipulagsbreytingar sem gangi út á það að festa umrædda framkvæmd í sessi.
Þannig væri hinu lögboðna ferli snúið við en slík framvinda mála myndi ganga gegn ákvæðum ýmissa laga er varði skipulags- og byggingarmál sem og umhverfis- og náttúruvernd.
Þá telur nefndin að við afgreiðslu málsins verði ekki litið framhjá þeim neikvæðu umsögnum sem bárust um tillögurnar frá lögboðnum umsagnaraðilum.

USN nefndin leggur til við sveitarstjórn að framkomnum tillögum verði báðum hafnað.
Þá leggur nefndin jafnframt til að skipulagsfulltrúa verði falið að tilkynna framkvæmdina til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar dagsekta vegna brota á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sbr. 2. mgr. 18. gr. a.“




2.Skorholt-námuvinnsla.

2002052

Umsókn um námuvinnslu í landi Skorholts.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila tilraunavinnslu efnis allt að 20000 m3 á 0.7 hektara á svæði í landi Skorholts við hlið eldri námu í landi Bakka.
Jafnframt er erindinu vísað í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.



3.Ásvellir 12-Einbýli

2005038

Fyrirhugað byggingarleyfi fyrir Ásvelli 12.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum á Akravöllum 12 og 14, Ásvöllum 10 og 14, og Krossvöllum 3, samkvæmt 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Skipanes-stofnun lóða

2005037

Umsókn um stofnun tveggja lóða úr landi Skipanes.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun tveggja lóð úr landi Skipanes L133793.

5.Hreinsunarátak 2020

2005032

Hreinsunarátak 2020, athugasemdir/ábendingar.
Lagt fram.

6.Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 ásamt erindisbréfum fastanefnda og starfsreglna ungmennaráðs.

2005007

Erindisbréf-endurskoðun.
USN nefnd samþykkir breytingar á erindisbréfi.

7.Fyrirspurn -Efra-Skarð

2005018

Fyrirspurn um breytingu á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa erindinu í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sem nú stendur yfir.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar