Fara í efni

Sveitarstjórn

305. fundur 21. apríl 2020 kl. 15:00 - 15:55 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2004021 - Samningur um kaldavatnsveitu fyrir Heiðarskóla. Málið verður nr.8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 304

2003004F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 17

2003003F

Fundargerðin framlögð.
  • Fræðslunefnd - 17 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillögu á 5. og 6. gr. reglnanna er snúa að afgreiðslu umsókna um tímabundna leikskóladvöl og samkomulag um greiðslur.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breytingar á reglum Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags. Breytingarnar felast í þeirri viðbót við reglurnar að samþykki Hvalfjarðarsveitar á leikskóladvöl barns, með lögheimili í öðru sveitarfélagi, sé bundið því skilyrði að aðstæður í leikskólanum leyfi tímabundna fjölgun barna auk þess sem börn utan lögheimilissveitarfélags skuli greiða fullt leikskóla- og fæðisgjald. Í því felst að einungis börn með lögheimili í Hvalfjarðarsveit eigi rétt á gjaldfrjálsum tíma í leikskóla og afslætti af fæðisgjaldi. Ofangreindar breytingar eru gerðar í 5. og 6. gr. reglnanna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Til máls tóku RÍ, BÞ og LBP.
  • Fræðslunefnd - 17 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tímabundna ráðningu stuðningsfulltrúa í allt að 80% stöðu frá 17. ágúst 2020 til 9. júní 2021.


    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um tímabundna ráðningu stuðningsfulltrúa í allt að 80% stöðu frá 17. ágúst 2020 til 9. júní 2021."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Til máls tóku DO og EÓG.
  • Fræðslunefnd - 17 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn um leikskóladvöl barna Soffíu Önnu Sveinsdóttur og Guðmundar G. Brynjólfssonar fram að sumarlokun leikskólans eða til og með 3. júlí 2020. Með áorðnum breytingum á 5. og 6. gr. reglna Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags, sbr. lið 1 hér að ofan. Fyrir liggur samþykki á kostnaðarþátttöku lögheimilissveitarfélags.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um leikskóladvöl barna, með lögheimili í öðru sveitarfélagi, fram að sumarlokun eða til og með 3. júlí 2020 enda liggur fyrir samþykki lögheimilissveitarfélags á kostnaðarþátttöku. Umsóknin er samþykkt á grundvelli breytinga á 5. og 6. gr.í Reglum Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags sbr. samþykkt sveitarstjórnar í tölulið 2.1."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Til máls tóku RÍ og BÞ.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 113

2003002F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 114

2004001F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.

5.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 115

2004003F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 115 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að verða við þeim ábendingum sem bárust á auglýstum tíma í lýsingarferlinu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að verða við þeim ábendingum sem bárust á auglýstum tíma í lýsingarferlinu skv. 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 115 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja og verða við þeim ábendingum sem bárust á auglýstum tíma í lýsingarferlinu og auglýsa tillögu á deiliskipulagi í landi Stóra-Botns skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Nefndin felur Skipulags- og umhverfisfulltrúa að óska eftir undanþágu vegna fjarlægðar byggingarreits á lóðarmörkun lóðar 3 til viðeigandi stofnana.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að verða við þeim ábendingum sem bárust á auglýstum tíma í lýsingarferlinu og auglýsa tillögu á deiliskipulagi í landi Stóra-Botns skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 115 Hvalfjarðarsveit barst þann 31. mars 2020 bréf þar sem Orkustofnun óskar eftir umsögn vegna leyfisumsóknar Björgunar ehf. um efnistöku á allt að 700.000 m3 af efni af sjávarbotni við Hrafneyri í Hvalfirði. "Þótt Hvalfjarðarsveit sé hvorki lögbundinn umsagnaraðili né aðili máls, telur Orkustofnun rétt að gefa sveitarfélaginu kost á að veita umsögn um leyfisumsóknina."
    Fyrir liggur umhverfismat um framkvæmdina sem lauk með áliti Skipulagsstofnunar þann 25. febrúar 2009.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd vill koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri til Orkustofnunar.

    Meira en áratugur er liðinn síðan umhverfismat framkvæmdarinnar var samþykkt. Í umsókn Björgunar ehf. kemur ekki fram hvort að tækjakostur sé sá sami og gert var grein fyrir á sínum tíma. Hrafneyrarnáma er innarlega í Hvalfirði og mikilvægt að það komi fram hvaða skip Björgun ehf. hyggst nota við efnistökuna. Byggst hefur upp myndarleg frístundabyggð í landi Bjarteyjarsands ofan við Hrafnseyri og fer hún stækkandi. Ferðaþjónusta í Hvalfirði hefur auk þess aukist mikið á undanförnum árum. Því er mikilvægt að það sé á hreinu hvaða skipum Björgun ehf. hyggst sigla inn fjörðinn, stórum skipum fylgir meiri sjónmengun, truflun og meiri mengunarhætta verði slys.

    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar óttast að efnistaka á hafsbotni í mikilli nálægð við Hrafneyri geti haft mikil neikvæð áhrif á land og hættu á landbroti.

    Strandlengjan frá Miðsandi út að Katanesi er á náttúruminjaskrá. Um er að ræða fagra strandlengju með fjölbreyttu landslagi og ríku fuglalífi. Hrafneyri er innan þessa svæðis og rétt austan Hrafneyrar, við ósa Álftaskarðsár, eru leirur sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. grein laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Mikilvægt er að efnistakan hafi ekki neikvæð áhrif á strandlengjuna og að fram fari regluleg vöktun á strandlengjunni til að ganga úr skugga um að svo sé.

    Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tilnefnt allan Hvalfjörð, frá botni og út að Grundartanga að norðan og Hvalfjarðareyrar að sunnan, á framkvæmdaáætlun (B-hluta) náttúruminjaskrár. Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða og ríks fuglalífs. Mikilvægt er því að efnistakan raski ekki sérstakri náttúru Hvalfjarðar og gripið verði til mótvægisaðgerða til að lágmarka áhættu á hvers konar mengun, t.d. vegna olíuslyss.

    Friðlýst æðvarvarp er í nágrenni Hrafneyrarnámu, mikilvægt er að efnistakan hafi ekki neikvæð áhrif á varp og fæðuöflun æðarfugla. Þar sem náman er grynnst er sjávardýpi 4 m. en æðarfugl safnar sér aðallega fæðu á 0-15 m. dýpi skv. matsskýrslu framkvæmdarinnar. Hvalfjarðarsveit leggur til að mörk námunnar færist utar og miðist við að ekki sé tekið efni þar sem sjávardýpt er grynnri en 10 m.

    Á eyjum og skerjum skammt austan Hrafneyrar eru selalátur landsels skv. kortasjá NÍ. Mikilvægt er að efnistakan hafi sem allra minnst áhrif á dvöl sela, einkum á vorin þegar kæping stendur yfir.

    Markaðurinn fyrir efnið úr námunni er á höfuðborgarsvæðinu og verður siglt með allt efnið þangað. Björgun ehf. og aðrir hagsmunaaðilar ættu að leggja sig fram um að finna efni nær markaðinum svo að ekki þurfi að sigla stórum dæluskipum inn og út Hvalfjörð með tilheyrandi sjónmengun og áhættu fyrir lífríki og náttúru fjarðarins.

    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd fer fram á að unnið verði nýtt umhverfismat þar sem matið er síðan 2009.

    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsögn nefndarinnar.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur undir ábendingar í bókun nefndarinnar og samþykkir jafnframt tillögu nefndarinnar um að farið verði fram á að unnið verði nýtt umhverfismat fyrir framkvæmdina þar sem núverandi umhverfismat er síðan árið 2009."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 116

2004004F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 116 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillaga nr.1 vegna hönnunar á opnu svæði í Melahverfi verði kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Kallað verði eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum fyrir 13. maí 2020.
    Nefndin þakkar Þóru Júlíusdóttir fyrir tillögurnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að tillaga nr. 1 vegna hönnunar á opnu svæði í Melahverfi verði kynnt fyrir íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins og að kallað verði eftir að ábendingar og athugasemdir berist frá íbúum fyrir 13. maí nk."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Tillaga að frekari aðgerðum til viðspyrnu og mótvægis fyrir íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu á tímum Covid 19.

2004016

Aðgerðaráætlun vegna skatta og gjalda, framkvæmda, viðhaldsframkvæmda og kynningarmála ferðaþjónustu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu meirihluta sveitarstjórnar:

"Tillaga að aðgerðaráætlun vegna Covid 19

Íþróttahús:
Undirrituð leggja til að framkvæmdum við undirbúning, hönnun og byggingu íþróttahúss verði flýtt frá því sem fram kemur í framkvæmdaáætlun fyrir árin 2020-2023. Stefnt verði að undirbúningur og hönnun verkefnisins verði unnin á árinu 2020 með það að markmiði að framkvæmdir geti hafist á árinu 2021. Með tillögunni er gert ráð fyrir að þeim fjármunum sem eru á áætlun vegna verkefnisins á árinu 2021 verði færðir til ársins 2020.

Viðhaldsáætlun 2020:
Undirrituð leggja til að viðbótarframlag verði lagt í viðhaldsáætlun 2020 að upphæð 5.000.000 kr. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd verði falið að skoða hvaða verkefni séu helst til þess fallin að taka fyrir. Horft verði til fjölbreyttra verkefna. Fjármunirnir koma til viðbótar við samþykkta viðhaldsáætlun sem gerir ráð fyrir 56mkr. en ekki hafa áður verið áætlaðar svo háar fjárhæðir til viðhaldsverkefna.

Reiðvegir:
Undirrituð leggja til að auknum fjármunum að upphæð kr. 1,5 millj.kr. verði varið til endurbóta og lagningu á reiðvegum í Hvalfjarðarsveit. Samtals verði því 3 millj.kr. í endurbætur og lagningu reiðvega. Verkefnið verði unnið í samráði við Vegagerðina.

Lagt er til að ofangreindar tillögur fari til umfjöllunar hjá Mannvirkja- og framkvæmdanefnd.

Opin svæði í Melahverfi:
Unnin hefur verið frumhönnun á opnu svæði í Melahverfi. Íbúum verður kynnt tillagan á heimasíðu sveitarfélagsins á næstu vikum, þar sem þeir geta komið með athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Stefnt er á að ljúka hönnun og undirbúningi í maí og júní og að framkvæmdir geti farið af stað í framhaldinu á þessu ári.

Landnýting opinna svæða, göngu- og reiðhjólastígar:
Undirrituð leggja til að USN nefnd verði falið að skoða heildrænt landnýtingu á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar í kringum Melahverfi og við Eiðisvatn (Melahverfi, Lambhagaland, Stóra Fellsöxl). Skoðaðir verði kostir landgæða með tilliti til endurheimts votlendis, skógræktar og fyrirhugaðra göngu-,hjól- og reiðstígagerðar.

Endurskoðun deiliskipulags Melahverfis II:
Undirbúningur er hafinn að endurskoðun deiliskipulagi Melahverfis II vegna breyttra forsendna.
Undirrituð leggja til að vinnu á þessari endurskoðun verði hraðað svo hægt verði að fara í hönnun og framkvæmdir sem taki mið af nýju deiliskipulagi á árinu 2021.

Lagt er til að ofangreindar tillögur fari til umfjöllunar hjá Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd.

Gerð markaðs- og kynningarefnis tengt Hvalfjarðarsveit:
Undirrituð leggja til í ljósi þeirrar stöðu sem aðilar sem starfa við ferðaþjónustu eru í að Menningar- og markaðsnefnd verði falið að skoða frekari aðkomu Hvalfjarðarsveitar að kynningarefni sem væri til þess fallið að auka aðdráttarafl svæðisins og nýtast ferðaþjónustunni til framtíðar.

Frestun á greiðslu fasteignaskatta og gjalda:
Í ljósi þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi eru leggja undirrituð fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að sem fyrstu aðgerðir verði eftirfarandi breytingar á gjalddögum fasteignaskatts og fasteignagjalda árið 2020: Aðilar, sem þess óska, geta sótt um greiðslufrest allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatts og gjalda ársins 2020. Aðilar hafi frjálst val um hvaða gjalddaga ársins sótt er um frest vegna og geta "nýir" gjalddagar verið frá 15. október 2020 til 15. janúar 2021. Allar umsóknir skulu berast á sérstöku eyðublaði.

Björgvin Helgason
Daníel Ottesen
Guðjón Jónasson
Helga Harðardóttir
Brynja Þorbjörnsdóttir

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


Bókun frá fulltrúum Íbúalistans:

Undirritaðar styðja tillögu meirihlutans um frekari aðgerðir til viðspyrnu og mótvægis fyrir íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu á tímum Covid 19.

Jafnframt lýsum við undrun á að ekki var haft samráð eða samstarf við fulltrúa minnihlutans á neinn hátt við undirbúning þessara tillagna. Í tillögum þessum er lítið um úrræði fyrir ungt fólk eða fyrir þá sem mögulega hafa misst vinnu sína að hluta eða fullu leiti.

Undirritaðar leggja til við oddvita að hafin verði greining á þörfum íbúa Hvalfjarðarsveitar vegna áhrifa Covid 19.

1. Hvað hafa margir íbúar í Hvalfjarðarsveit misst vinnu og eru skráðir á atvinnuleysisbætur vegna Covid 19.
2. Hversu margir íbúar í Hvalfjarðarsveit hafa þurft að taka á sig minnkað starfshlutfall og tekjuskerðingu vegna Covid 19.
3. Hversu margir námsmenn til heimilis í Hvalfjarðarsveit hafa ekki og/eða munu ekki fá sumarvinnu vegna áhrifa Covid 19.

Ragna Ívarsdóttir
Elín Ósk Gunnarsdóttir

Til máls tóku RÍ, BÞ, LBP, GJ og EÓG.

8.Samningur um kaldavatnsveitu fyrir Heiðarskóla.

2004021

Samningur um leigu, virkjun og nýtingu vatnsréttinda í landi Hávarsstaða og Neðra-Skarðs.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlögð samningsdrög ásamt fylgigögnum og felur sveitarstjóra að rita undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Beiðni vegna húsaleigu á tímum Covid-19.

2004002

Erindi frá Hernámssetrinu að Hlöðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Hernámssetrinu að Hlöðum greiðslufrest á leigugreiðslum fyrir apríl, maí og júní, leigutaki getur frestað greiðslum fram til 15. janúar 2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Menningarverðmæti gamalla muna.

2004010

Erindi frá Marteini Njálssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í Menningar- og markaðsnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Íþróttahreyfingin og Covid-19.

2004006

Erindi frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Lagt fram.

Til máls tók RÍ.

12.Umsögn um frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 66. mál.

2003041

Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða.
Lagt fram.

13.880. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2003049

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

14.190. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2004003

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.
Fylgiskjöl:

15.191. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2004017

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:55.

Efni síðunnar