Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Reglur Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags
2003029
Drög að reglum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillögu á 5. og 6. gr. reglnanna er snúa að afgreiðslu umsókna um tímabundna leikskóladvöl og samkomulag um greiðslur.
2.Heiðarskóli-Tillaga að breyttu tímaskipulagi 2020-21
2004013
Tilraunaverkefni til eins árs.
Tilraunaverkefni til eins árs.
Nefndin felur skólastjórnendum og frístunda- menningarfulltrúa að kanna hvort erindið sé tæknilega framkvæmanlegt, þ.e. brjóti ekki í bága við kjarasamninga og gildandi viðmiðunarstundaskrá. Ef það samræmist ofangreindum atriðum þá samþykkir nefndin að fela skólastjórnendum og frístunda- og menningarfulltrúa að kynna erindið hagsmunahópum í skólasamfélaginu, foreldrafélaginu, skólaráði og nemendafélaginu. Nefndin óskar þá jafnframt eftir skriflegri afstöðu þessara hópa til erindisins fyrir júnífund nefndarinnar.
Nefndin felur skólastjórnendum og frístunda- menningarfulltrúa að kanna hvort erindið sé tæknilega framkvæmanlegt, þ.e. brjóti ekki í bága við kjarasamninga og gildandi viðmiðunarstundaskrá. Ef það samræmist ofangreindum atriðum þá samþykkir nefndin að fela skólastjórnendum og frístunda- og menningarfulltrúa að kynna erindið hagsmunahópum í skólasamfélaginu, foreldrafélaginu, skólaráði og nemendafélaginu. Nefndin óskar þá jafnframt eftir skriflegri afstöðu þessara hópa til erindisins fyrir júnífund nefndarinnar.
3.Erindi frá Heiðarskóla
2004012
Beiðni um tímabundna ráðningu
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tímabundna ráðningu stuðningsfulltrúa í allt að 80% stöðu frá 17. ágúst 2020 til 9. júní 2021.
4.Erindi til Fræðslunefndar- Ósk um leikskólapláss
2001018
Umsókn um leikskóla.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn um leikskóladvöl barna Soffíu Önnu Sveinsdóttur og Guðmundar G. Brynjólfssonar fram að sumarlokun leikskólans eða til og með 3. júlí 2020. Með áorðnum breytingum á 5. og 6. gr. reglna Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags, sbr. lið 1 hér að ofan. Fyrir liggur samþykki á kostnaðarþátttöku lögheimilissveitarfélags.
5.Drög-Skóladagatal Heiðarskóla 2020-2021.
2002033
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Heiðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021.
6.Drög-Skóladagatal Skýjaborg 2020-2021.
2002034
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Skýjaborgar fyrir skólaárið 2020-2021.
7.Stöðugildi í Skýjaborg 2020-2021.
2002035
Stöðugildi í Skýjaborg.
Lagt fram til kynningar. Leikskólastjóri skipuleggur starfsmannahald fyrir skólaárið 2020-2021 í samráði við sveitarstjóra.
8.Íslensku menntaverðlaunin
2003028
Kynning.
Lagt fram til kynningar.
9.COVID-19
2003031
Munnleg kynning frá Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Skólastjórnendur fóru yfir hvernig skólahald hefur gengið á tímum samkomubanns og hvernig framhaldinu verður háttað.
10.Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna, Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
1602004
Viðhorfskönnun foreldra.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir niðurstöður viðhorfskannana sem framkvæmdar voru á tímabilinu febrúar- apríl 2020.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Samþykkt.
Mál nr. 2002034- Drög að skóladagatal Skýjaborgar. Málið verður nr. 6 á dagskrá verður það samþykkt.
Samþykkt.