Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

115. fundur 07. apríl 2020 kl. 15:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Br. aðalskipulagi-óskað er eftir breytingu úr landbúnaðarlandi í frístundarbyggð

2003022

Fyrirspurn vegna breytinga á aðalskipulagi á hluta jarðar okkar Leirá úr landbúnaðarnotkun í frístundarbyggð.
Nefndin vísar málinu í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

2.Fornistekkur 37 L202369 - Viðbygging - Nýbygging

2003042

Óskað er eftir minniháttar breytingu á skipulagi.
Nefndin telur að gera þurfi breytingar á samþykktu deiliskipulagi enda er um verulegar breytingar að ræða.
Nefndin felur Skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram.

3.Aðalskipulagsbreyting-Móar-skipulagslýsing

1908020

Skipulagslýsing hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Veðurstofu Íslands, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun íslands og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að verða við þeim ábendingum sem bárust á auglýstum tíma í lýsingarferlinu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Aflögð asbest lögn í landi Ytri-Hólms

2003053

Veitur ohf óska eftir formlegri afstöðu Hvalfjarðarsveitar vegna asbest lagnar í landi Ytra-Hólms.
DO vék af fundi undir lið 4.
USN nefnd felur Skipulags- og umhverfisfulltrúa að leita álits hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

5.Stóri-Botn-Furugerði-deiliskipulagstillaga

2001005

Skipulagstillagan hefur verið auglýst sbr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Veðustofu Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Samgöngustofu.
Óskað er eftir undanþágubeiðni vegna fjarlægðar byggingarreits frá lóðamörkum lóðar 3, í deiliskipulagstillögu fyrir Furugerði í landi Stóra-Botns.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja og verða við þeim ábendingum sem bárust á auglýstum tíma í lýsingarferlinu og auglýsa tillögu á deiliskipulagi í landi Stóra-Botns skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin felur Skipulags- og umhverfisfulltrúa að óska eftir undanþágu vegna fjarlægðar byggingarreits á lóðarmörkun lóðar 3 til viðeigandi stofnana.

6.Beiðni um umsögn um umsókn Björgunar ehf. um leyfi til efnistöku af hafsbotni utan netlaga við Hrafneyri í Hvalfirði.

2004007

Umsagnarbeiðni frá Orkustofnun.
Hvalfjarðarsveit barst þann 31. mars 2020 bréf þar sem Orkustofnun óskar eftir umsögn vegna leyfisumsóknar Björgunar ehf. um efnistöku á allt að 700.000 m3 af efni af sjávarbotni við Hrafneyri í Hvalfirði. "Þótt Hvalfjarðarsveit sé hvorki lögbundinn umsagnaraðili né aðili máls, telur Orkustofnun rétt að gefa sveitarfélaginu kost á að veita umsögn um leyfisumsóknina."
Fyrir liggur umhverfismat um framkvæmdina sem lauk með áliti Skipulagsstofnunar þann 25. febrúar 2009.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd vill koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri til Orkustofnunar.

Meira en áratugur er liðinn síðan umhverfismat framkvæmdarinnar var samþykkt. Í umsókn Björgunar ehf. kemur ekki fram hvort að tækjakostur sé sá sami og gert var grein fyrir á sínum tíma. Hrafneyrarnáma er innarlega í Hvalfirði og mikilvægt að það komi fram hvaða skip Björgun ehf. hyggst nota við efnistökuna. Byggst hefur upp myndarleg frístundabyggð í landi Bjarteyjarsands ofan við Hrafnseyri og fer hún stækkandi. Ferðaþjónusta í Hvalfirði hefur auk þess aukist mikið á undanförnum árum. Því er mikilvægt að það sé á hreinu hvaða skipum Björgun ehf. hyggst sigla inn fjörðinn, stórum skipum fylgir meiri sjónmengun, truflun og meiri mengunarhætta verði slys.

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar óttast að efnistaka á hafsbotni í mikilli nálægð við Hrafneyri geti haft mikil neikvæð áhrif á land og hættu á landbroti.

Strandlengjan frá Miðsandi út að Katanesi er á náttúruminjaskrá. Um er að ræða fagra strandlengju með fjölbreyttu landslagi og ríku fuglalífi. Hrafneyri er innan þessa svæðis og rétt austan Hrafneyrar, við ósa Álftaskarðsár, eru leirur sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. grein laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Mikilvægt er að efnistakan hafi ekki neikvæð áhrif á strandlengjuna og að fram fari regluleg vöktun á strandlengjunni til að ganga úr skugga um að svo sé.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tilnefnt allan Hvalfjörð, frá botni og út að Grundartanga að norðan og Hvalfjarðareyrar að sunnan, á framkvæmdaáætlun (B-hluta) náttúruminjaskrár. Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða og ríks fuglalífs. Mikilvægt er því að efnistakan raski ekki sérstakri náttúru Hvalfjarðar og gripið verði til mótvægisaðgerða til að lágmarka áhættu á hvers konar mengun, t.d. vegna olíuslyss.

Friðlýst æðvarvarp er í nágrenni Hrafneyrarnámu, mikilvægt er að efnistakan hafi ekki neikvæð áhrif á varp og fæðuöflun æðarfugla. Þar sem náman er grynnst er sjávardýpi 4 m. en æðarfugl safnar sér aðallega fæðu á 0-15 m. dýpi skv. matsskýrslu framkvæmdarinnar. Hvalfjarðarsveit leggur til að mörk námunnar færist utar og miðist við að ekki sé tekið efni þar sem sjávardýpt er grynnri en 10 m.

Á eyjum og skerjum skammt austan Hrafneyrar eru selalátur landsels skv. kortasjá NÍ. Mikilvægt er að efnistakan hafi sem allra minnst áhrif á dvöl sela, einkum á vorin þegar kæping stendur yfir.

Markaðurinn fyrir efnið úr námunni er á höfuðborgarsvæðinu og verður siglt með allt efnið þangað. Björgun ehf. og aðrir hagsmunaaðilar ættu að leggja sig fram um að finna efni nær markaðinum svo að ekki þurfi að sigla stórum dæluskipum inn og út Hvalfjörð með tilheyrandi sjónmengun og áhættu fyrir lífríki og náttúru fjarðarins.

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd fer fram á að unnið verði nýtt umhverfismat þar sem matið er síðan 2009.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsögn nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar