Fara í efni

Sveitarstjórn

303. fundur 10. mars 2020 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Brynja Þorbjörnsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 302

2002003F

Fundargerðin framlögð.
Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 16

2002002F

Fundargerðin framlögð.
Fundargerðin framlögð.
  • Fræðslunefnd - 16 Nefndin hefur haft til skoðunar að stytta opunartíma leikskólans í Skýjaborg í ljósi þess að enginn börn eru að nýta sér vistun lengur en til 16:30.
    Nefndin leggur því til við Sveitarstjórn að samþykkt verði að stytta opnunartímann til kl. 16:30 alla virka daga og verklagsreglum leikskólans breytt til samræmis við það.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að opnunartími leikskólans Skýjaborgar verði styttur um hálfa klst. eða til kl. 16:30 alla virka daga. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að verklagsreglum leikskólans verði breytt til samræmis."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, RÍ sat hjá.

    Til máls tóku DO og EÓG.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 28

2002005F

Fundargerðin framlögð.
Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 28 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilboð frá Verkís í vinnu við uppfærslu á gögnum. Einnig að fela byggingarfulltrúa og umsjónarmann fasteigna að klára alla vinnu varðandi frágang á götunni Háimelur og bjóða verkið út. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að samþykkja tilboð frá Verkís í vinnu við uppfærslu á gögnum vegna frágangs götunnar Háamels. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela byggingarfulltrúa og umsjónarmanni eigna að ljúka undirbúningi útboðsgagna fyrir verkið og bjóða það út."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 28 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa að hefja forvinnu á þarfargreiningu vegna byggingu íþróttahúss. Nefndin mun kalla til þá aðila sem hún telur að þurfi til þessa verkefnis á undirbúningstímanum. Byggingarfulltrúa er falið að leita upplýsinga um hönnuði sem unnið hafa að sambærilegum verkefnum í öðrum sveitarfélögum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að byggingarfulltrúa sé falið að hefja forvinnu á þarfagreiningu vegna byggingu íþróttahúss. Jafnframt sé byggingarfulltrúa falið að leita upplýsinga um hönnuði sem unnið hafi að sambærilegum verkefnum í öðrum sveitarfélögum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 28 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að byrjað verði að tengja þéttbýliskjarnann Melahverfi við skógræktarsvæðið í Fannahlíð. Nefndin felur byggingarfulltrúa og formanni nefndarinnar að hefja samræður við Vegagerðina varðandi undirgögn undir Þjóðveg 1. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að byrjað verði á tengingu Melahverfis við skógræktarsvæðið, Álfholtsskóg við Fannahlíð. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar um að fela byggingarfulltrúa og formanni nefndarinnar að hefja viðræður við Vegagerðina um undirgöng undir Þjóðveg 1."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 28 Búið er að yfirfara möguleikana á frágangi á svæðinu og eru þeir að fjarlægja sökkla eða hylja þá. Búið er að fá verð í að fjarlægja sökklanna og vinnu við förgun. Það er dýrari kostur að hylja þá með jarðvegi. Einnig er það verra fyrir umhverfið. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að sett verði fjármagn í niðurrif á sökklum á fjárhagsáætlun 2021. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögu nefndarinnar um að fjarlægja sökkla í Hlíðarbæ til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2021."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 28 Mannvirkja- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja í landi Melahverfi 2, L133639 útleigu á beitarlandi. Byggingarfulltrúa og nefndarmönnum er falið að útbúa viðmiðunarreglur, verðskrá og tillögu að svæði sem fyrirhugað er að leigja. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að hún vinni drög að viðmiðunarreglum og verðskrá, og geri tillögu um afmörkun á landi sem boðið verði til leigu úr landi Melahverfis 2, L133639."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Helga Harðardóttir vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 28 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að byggingarfulltrúi og formaður nefndarinnar vinni nýja gjaldskrár fyrir sölu á heitu vatni. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að hún vinni drög að nýrri gjaldskrá fyrir Hitaveitu Heiðarskóla."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 112

2002006F

Fundargerðin framlögð.
Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 112 Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að eðli og umfang framkvæmda og tilgreindar mótvægisaðgerðir séu þess eðlis að umhverfisáhrif verði óveruleg sé þeim fylgt eftir. Ekki er verið að raska óröskuðu landi og í dag er starfandi samskonar starfsemi á sama svæði með litlum umhverfisáhrifum skv. umhverfisvöktun undangenginna ára.
    Nefndin telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.

    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita þá umsögn að ofangreind framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2.viðauka í framangreindum lögum.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir þá umsögn við fyrirspurn um matskyldu framkvæmda við nýja flæðigryfju fyrir Norðurál og Elkem að hún telji að framkvæmd nýrrar flæðigryfju hafi óveruleg umhverfisáhrif í för með sér og felst á að umrætt svæði sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 112 Umsögn Örnafnanefndar lögð fram.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytinguna.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila nafnabreytinguna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 112 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila gerð skipulagslýsingar vegna breytingar aðalskipulags fyrir frístundabyggð í Litla-Botnslandi 2, landnr. 224376. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila gerð skipulagslýsingar vegna breytingar aðalskipulags fyrir frístundabyggð í Litla-Botnslandi 2, landnr. 224376."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 112 USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að undirbúa og auglýsa hreinsunarátak 2020 í Hvalfjarðarsveit.
    Hreinsunarátak í þéttbýli verður frá og með 20. maí til 8. júní n.k. og verða gámar staðsettir í Melahverfi, Krosslandi og Hlíðarbæ.
    Í dreifbýli og frístundabyggðum verður boðið upp á gáma frá 1. júní ti 31. ágúst n.k.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja verklagsreglur fyrir hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breyttar verklagsreglur fyrir hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 112 Ekki er hægt að gefa út framkvæmdaleyfi til lengri tíma en eins árs í senn, þrátt fyrir að starfsleyfi gildi til lengri tíma. Þetta kemur fram í 15. gr. skipulagslaga sem fjallar um útgáfu framkvæmdaleyfa, og þá sérstaklega 2. mgr. sem varðar gildistímann og þá heimildir til dagsekta ef framkvæmdir hafi ekki hafist innan þess tíma.

    Í þessu sambandi skal benda á breytingu sem gerð var á skipulagslögum 2014 (nr.59/2014), en þar eru þessi tímamörk eða 12 mánuðir, bundin við samþykkt sveitarstjórnar á leyfinu en ekki útgáfu þess eins og áður var, þar sem nokkuð langur tími gat liðið frá samþykki þar til leyfið var gefið út.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfið til eins árs.
    Nefndin ítrekar fyrri beiðnir um framtíðaráform landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita framkvæmdaleyfið til eins árs og tekur undir með nefndinni varðandi ítrekun fyrri beiðna um framtíðaráform landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Menningar- og markaðsnefnd - 13

2002007F

Fundargerðin framlögð.
Fundargerðin framlögð.

6.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2019.

2003019

Ársreikningur, fyrri umræða.
Ársreikningur vegna ársins 2019 lagður fram til fyrri umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2019 námu 1.055,9mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.047,9mkr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 906,6mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2019 nam 3.127,4mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 89,93%, veltufjárhlutfall 9,3% og eiginfjárhlutfall 94%.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa ársreikningi vegna ársins 2019 til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku LBP og GJ.

7.Útboð á raforkukaupum.

1905035

Örútboð á raforkukaupum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Hvalfjarðarsveit hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í útboði nr. 21075. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Undirskriftasöfnun vegna ákvörðunar sveitarstjórnar um sölu á ljósleiðarakerfi Hvalfjarðarsveitar.

2001010

Bréf frá Þjóðskrá Íslands um niðurstöðu undirskriftarsöfnunarinnar.


Lagt fram erindi frá Þjóðskrá Íslands vegna undirskriftarsöfnunar um ósk almennrar atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar sveitarstjórnar um sölu ljósleiðarkerfis Hvalfjarðarsveitar. Fram kemur í erindi Þjóðskrár að alls hafi verið 470 einstaklingar á kjörskrá og að fjöldi þeirra sem skráðu nafn sitt á lista Sala ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar hafi verið 126 eða 26,81 %.
Samkvæmt 108 gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn verða við ósk um almenna atkvæðagreiðslu ef minnst 20% af þeim sem kosningarétt eiga í sveitarfélagi óska þess. Skv. 107. gr. skal sveitarstjórn verða við því eigi síðar en innan árs frá því að slík ósk berst. Sveitarstjórnin á ákvörðunarvald um framkvæmd viðkomandi viðburðar og þá spurningu sem borin verður upp sé um að ræða almenna atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélagsins. Um framkvæmd almennrar atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélags fer eftir ákvæði 107. gr.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir að tilskildu hlutfalli íbúa skv. 108. gr. sveitarstjórnarlaga hafi verið náð. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins að öðru leyti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Ragna Ívarsdóttir vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

9.Erindi til sveitarstjórnar vegna hitaveitumála.

2003011

Erindi frá 13 aðilum í Leirársveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur verið og er að vinna að þeim möguleikum sem eru í að hitaveituvæða köld svæði í sveitarfélaginu. Við þá vinnu er stuðst við ýmis gögn sem unnin hafa verið á undanförnum árum. Þar á meðal er greinargerð sem unnin var á árinu 2017 af Kalmann ehf. fyrir sveitarstjórn um lagningu hitaveitu úr stofni Hitaveitufélags Hvalfjarðar frá Tungupalli og niður Leirársveit.
Á undanförnum árum hefur Hitaveitufélag Hvalfjarðar unnið að endurnýjun á stofnlögn hitaveitunnar frá Birkihlíð í landi Kalastaða að Tungu. Endurnýjun stofnlagnarinnar er forsenda þess að hægt sé að stækka dreifisvæði Hitaveitu Hvalfjarðar, þeirri vinnu mun ljúka á næstu mánuðum.
Sveitarfélagið er í viðræðum við Veitur um stækkun dreifisvæðis Veitna í Hvalfjarðarsveit, þar á meðal er horft til Leirársveitarinnar eða þess svæðis sem um er rætt í innsendu erindi. Vonir standa til að niðurstöður fáist í þær viðræður á næstu misserum og mun framhaldið ráðast af niðurstöðum þeirra viðræðna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku GJ, RÍ og DO.

10.Áætlun um refaveiðar 2020-2022

2003020

Erindi frá Umhverfisstofnun vegna áætlunar sveitarfélagsins vegna refaveiða árin 2020-2022.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að svara erindi Umhverfisstofnunar og ganga frá samningi við stofnunina um refaveiðar fyrir árin 2020 - 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Beiðni um samstarf Hvalfjarðarsveitar og N4 sjónvarps um Að vestan.

2003009

Erindi frá N4 um áframhaldandi samstarf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samstarfs við sjónvarpsstöðina N4 vegna þáttagerðarinnar Að vestan fyrir árið 2020. Sveitarstjórn samþykkir tilboð N4 að fjárhæð 500þús.kr. en felur Menningar- og markaðsnefnd að skoða kosti þeirrar viðbótarþjónustu sem sjónvarpsstöðin er jafnframt að bjóða sveitarfélaginu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók RÍ.

12.Fundarboð á aðalfund SSV.

2003010

Aðalfundarboð.
Lagt fram.

Aðalfundur SSV verður haldinn miðvikudaginn 1. apríl nk. á Hótel Hamri.

Fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á fundinum eru Guðjón Jónasson og Ragna Ívarsdóttir og til vara Björgvin Helgason og Elín Ósk Gunnarsdóttir.

Aðalfundur SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.

13.Sameiningarnámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. september 2020.

2002047

Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Lagt fram.

14.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Erindi frá félagsmálaráðuneyti og UNICEF á Íslandi.
Lagt fram og vísað til Fjölskyldunefndar.

15.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál.

2002043

Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun.
Lagt fram.

16.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.

2002046

Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Lagt fram.

Til máls tók RÍ.

17.188. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2002051

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.
Fylgiskjöl:

18.100. fundur Sorpurðunar Vesturlands hf.

2003004

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar