Fara í efni

Fræðslunefnd

16. fundur 27. febrúar 2020 kl. 16:30 - 18:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Andrea Ýr Arnardóttir áheyrnafulltrúi
  • Jónella Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Berglind Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi
  • Berglind Jóhannesdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir embættismaður
  • embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Bára Tómasdóttir og Agnieszka Aurelia Korpak boðaði forföll.


Formaður óskar eftir að bæta með afbrigðum eftirfarndi máli á dagskrá.
Mál nr. 1909023- Ágreiningur vegna skólaaksturs. Málið verður nr. 9 á dagskrá verður það samþykkt.
Samþykkt einróma.

1.Opnunartími leikskólans Skýjaborgar.

2002032

Nefndin hefur haft til skoðunar að stytta opunartíma leikskólans í Skýjaborg í ljósi þess að enginn börn eru að nýta sér vistun lengur en til 16:30.
Nefndin leggur því til við Sveitarstjórn að samþykkt verði að stytta opnunartímann til kl. 16:30 alla virka daga og verklagsreglum leikskólans breytt til samræmis við það.

2.Stöðugildi í Skýjaborg 2020-2021.

2002035

Nefndin frestar afgreiðslu málsins.

3.Drög-Skóladagatal Heiðarskóla 2020-2021.

2002033

Tímaáætlun 2020-2021.
Lagt fram.

4.Drög-Skóladagatal Skýjaborg 2020-2021.

2002034

Tímaáætlun 2020-2021.
Lagt fram.

5.Áhættumat skólabifreiða.

2002036

Lagt fram. Nýtt áhættumat er í vinnslu vegna skólaaksturs á vegum Skagaverks.

6.Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna, Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1602004

Viðhorfskönnun starfsmanna.
Nefndin fór yfir drög að spurningum í viðhorfskönnun fyrir starfsmenn í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Að auki verða lagðar fyrir starfsmenn Skýjaborgar spurningar varðandi tilraunaverkefnið um styttingu vinnuvikunnar. Nefndin felur frístunda og menningarfulltrúa að leggja könnunina fyrir starfsmenn Leik og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Kannanirnar verða lagðar fyrir í byrjun mars.

7.Tímaúthlutun Heiðarskóla 2020-2021.

2002038

Tímaúthlutun-staðan núna.
Lagt fram.

8.Heiðarborg-breytingar

2002039

Upplýsingar um breytingar.
Lagt fram.

9.Ágreiningur vegna skólaaksturs.

1909023

Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Efni síðunnar