Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

112. fundur 03. mars 2020 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Melahverfi opin svæði

2002049

Þóra Margrét Júlíusdóttir kynnir tillögu af skipulagi á opnum svæðum í Melahverfi.
USN nefnd þakkar Þóru Margréti fyrir kynninguna.
Tillögurnar munu verða til sýnis á íbúafundi vegna endurskoðunar á aðalskipulagi í byrjun apríl.

2.Flæðigryfja-fyrirspurn um matsskyldu framkvæmdar

2002017

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna áforma Elkem og Norðuráls um nýja 4.700m² flæðigryfju til viðbótar við núverandi flæðigryfjur skv.6.gr.laga nr. 106/2000 og 12.gr. reglugerðar nr. 660/2005 um mat á umhverfisáhrifum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að eðli og umfang framkvæmda og tilgreindar mótvægisaðgerðir séu þess eðlis að umhverfisáhrif verði óveruleg sé þeim fylgt eftir. Ekki er verið að raska óröskuðu landi og í dag er starfandi samskonar starfsemi á sama svæði með litlum umhverfisáhrifum skv. umhverfisvöktun undangenginna ára.
Nefndin telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita þá umsögn að ofangreind framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2.viðauka í framangreindum lögum.

3.Vellir 3 - Nafnabreyting - Reynivellir

1910069

Óskað er eftir breytingu á heiti lóðarinnar Vellir 3 í Reynivelli.
Umsögn Örnafnanefndar lögð fram.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytinguna.

4.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Farið yfir vinnudrög á endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

5.Litla-Botnsland 2.deiliskipulagstillaga

2001019

Eigendur Litla-Botnsland 2 landnr. 224376 óska eftir að hæðarmörk fyrir frístundabyggð verði rýmkuð þannnig að heimilt verði að skipuleggja sumarhúsabyggð upp í allt að 100 metra hæð.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila gerð skipulagslýsingar vegna breytingar aðalskipulags fyrir frístundabyggð í Litla-Botnslandi 2, landnr. 224376.

6.Hreinunarátak Hvalfjarðarsveitar 2020

2002045

Verklagsreglur yfirfarnar.
USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að undirbúa og auglýsa hreinsunarátak 2020 í Hvalfjarðarsveit.
Hreinsunarátak í þéttbýli verður frá og með 20. maí til 8. júní n.k. og verða gámar staðsettir í Melahverfi, Krosslandi og Hlíðarbæ.
Í dreifbýli og frístundabyggðum verður boðið upp á gáma frá 1. júní ti 31. ágúst n.k.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja verklagsreglur fyrir hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit.

7.Geldingaá umsókn um tilraunarvinnslu

2002052

Landeigendur á Geldingaá óska eftir leyfi til að skoða gæði efnis í landi Geldingaár.
USN nefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afla ítarlegri gagna og leita umsagnar Umhverfistofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

8.Endurnýjun á framkvæmdaleyfi fyrir losun í flæðigryfjur Norðuráls

2002041

Beiðni um endurnýjun á framkvæmdaleyfi.
Ekki er hægt að gefa út framkvæmdaleyfi til lengri tíma en eins árs í senn, þrátt fyrir að starfsleyfi gildi til lengri tíma. Þetta kemur fram í 15. gr. skipulagslaga sem fjallar um útgáfu framkvæmdaleyfa, og þá sérstaklega 2. mgr. sem varðar gildistímann og þá heimildir til dagsekta ef framkvæmdir hafi ekki hafist innan þess tíma.

Í þessu sambandi skal benda á breytingu sem gerð var á skipulagslögum 2014 (nr.59/2014), en þar eru þessi tímamörk eða 12 mánuðir, bundin við samþykkt sveitarstjórnar á leyfinu en ekki útgáfu þess eins og áður var, þar sem nokkuð langur tími gat liðið frá samþykki þar til leyfið var gefið út.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfið til eins árs.
Nefndin ítrekar fyrri beiðnir um framtíðaráform landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga.

9.Umsögn um verndun vatns sem gæti nýst við gerð vatnaáætlunar.

2002023

Mál til kynningar.

10.Umsögn um þingsályktunartillögu um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, Þingskjal 64.

2001055

Mál til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar