Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi fyrir olíubirgðastöð á Litlasandi í Hvalfjarðarsveit

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 25. ágúst 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir olíubirgðastöð á Litlasandi í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið tekur til 83 ha svæðis á Litlasandi við norðurströnd Hvalfjarðar. Svæðið hefur verið byggt upp og rekið sem olíubirgðastöð í áratugi. Deiliskipulag þetta er unnið til að Umhverfisstofnun geti framlengt starfsleyfi fyrir olíubirgðastöðina.

Unnin var lýsing fyrir deiliskipulagið og var hún kynnt hagsmunaaðilum í samræmi við skipulagslög.  

Tillaga liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Tillöguna má einni sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is frá 11. september til og með 28. október 2015.

Athugasemdir við tillögu breytingar deiliskipulags skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. október 2015 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is.

 

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar 

Greinargerð og umhverfisskýrsla

Tillaga að deiliskipulagi fyrir olíubirgðastöð á Litlasandi