Fara í efni

Melahverfi - deiliskipulagbreyting

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 10. júlí 2024 að auglýsa eftirfarandi skipulagsbreytingu:

Tillögu að deiliskipulagi fyrir Melahverfi 3. áfanga í samræmi við ákvæði 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Í tillögunni er deiliskipulag nýrrar íbúðarbyggðar austan við núverandi byggð, nefnt Melahverfi 3.Svæðið er óbyggt. Aðkoma að því er um núverandi aðkomu af Vesturlandsvegi, um Bugðumel og nýjagötu í hverfinu. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir allt að 68 íbúðum.Markmið deiliskipulagsins er að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti hvað varðar stærð og gerð íbúðarhúsnæðis og mynda sterka þéttbýlisheild. Skipulagssvæðið er um 8,2 ha.

Ofangreind tillaga er auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) frá 25. júlí – 5. september 2024.

Melahverfi - deiliskipulagsbreyting
Melahverfi - greinargerð

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í skipulagsgáttina.
Ef óskað er nánari kynningar á tillögunni skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar