Kúludalsá - breyting á aðalskipulagi 2020 - 2032
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 26. febrúar 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu á jörðinni Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið skiptist í tvo hluta sem eru sitt hvorum megin við bæjarhúsin að Kúludalsá. Svæðið vestan bæjartorfunnar er skilgreint sem landbúnaðarsvæði, en verður breytt í íbúðarbyggð. Það er um 5,4 ha að stærð og nær til eftirtalinna landeigna: Kúludalsárland 4 L133703, Kúludalsá 4a L192916, Lambalækur L192917, Kúludalsá 4C L192918, Kúludalsá 4D L192919, Kúludalsá 4E L192920. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag fyrir frístundabyggð.
Svæðið austan við bæjartorfuna er skilgreint sem frístundabyggð (F35), sem verður felld út. Svæðið er í heild um 18 ha og nær til hluta Kúludalsárlands 2 L186597. Um 7 ha verður breytt í athafnasvæði og því sem eftir stendur af frístundabyggðinni verður breytt í landbúnaðarland, um 11 ha. Fyrirhugað er að skipuleggja athafnasvæðið fyrir léttan iðnað, vörugeymslur o.fl. Þar er ekkert deiliskipulag í gildi. Samanlagt er stærð skipulagssvæðisins er um 23,5 ha.
Skipulagslýsing fyrir Kúludalsá
Tillagan eru auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is)
frá 7. -21. mars 2025.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt.
Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar