Breyting á deiliskipulagi lóðar Norðuráls hf. á Grundartanga
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 15. júlí 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Norðuráls hf. á Grundartanga frá 1997 samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst fyrst og fremst í því að uppfæra upplýsingar á deiliskipulagsuppdrætti í samræmi við þau mannvirki og þá starfsemi sem fram fer á svæðinu en töluverðar breytingar hafa orðið á mannvirkjum frá því sem fram kemur á gildandi deiliskipulagi frá árinu 1997. Samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi verður sótt um starfsleyfi fyrir 350.000 tonna ársframleiðslu.
Tillaga liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Tillöguna má einni sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is frá 17. júlí til og með 3.september 2015.
Athugasemdir við tillögu breytingar deiliskipulags skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 3. september 2015 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar