Fara í efni

Sveitarstjórn

295. fundur 29. október 2019 kl. 15:00 - 16:07 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1905037 - Ljósleiðari - Sala á gagnaveitu.
Málið verður nr.13 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020.

1910056

Erindi frá Stígamótum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Stígamót um 50.000 kr. á árinu 2020 og að gert verði ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun ársins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.184. fundargerð Faxaflóahafna sf.

1910045

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

3.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138-2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.

1910060

Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál).
Erindið framlagt.

4.Umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.

1910058

Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004, með síðari breytingum (forkaupsréttur sveitarfélaga).
Erindið framlagt.

5.Umsögn um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.

1910050

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn við þingsályktunartillöguna í samræmi við fyrri umsagnir sveitarfélagsins og umræður á fundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók GJ.

6.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 16. mál.

1910044

Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.
Erindið framlagt.

7.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.

1910036

Tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega.
Erindið framlagt.

8.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 41. mál.

1910035

Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Erindið framlagt.

9.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86-2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.

1910032

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.
Erindið framlagt.

10.Ágóðahlutagreiðsla 2019

1910033

Tilkynning frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um ágóðahlutagreiðslu.
Lögð fram tilkynning frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um ágóðahlutdeild Hvalfjarðarsveitar í útgreiðslu fjármuna vegna ársins 2019. Hlutdeild Hvalfjarðarsveitar eru kr. 607.000 eða 1,214% af þeim 50 milljónum króna sem greiddar verða út.

11.Úttekt á Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2019.

1909046

Skýrsla frá Mannvirkjastofnun ásamt svarbréfi Akraneskaupstaðar.
Erindið framlagt.

Til máls tóku RÍ, GJ, DO og BÞ.

12.Ljósleiðari - Sala á gagnaveitu

1905037

Drög að útboðsgögnum ásamt fylgiskjölum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að útboðsgögnum fyrir sölu ljósleiðarakerfis sveitarfélagsins, "Útboðsgögn 2019-SL1" ásamt viðaukum og felur sveitarstjóra að auglýsa ljósleiðarakerfið til sölu sbr. framlögð gögn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP.

13.Sveitarstjórn - 294

1910001F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa máli nr. 1909020 - Fyrirspurn um beitarland til umsagnar í Mannvirkja- og framkvæmdanefnd.

Helga Harðardóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu máls nr. 1909020.

14.Endurbætur á Litlabotnsrétt.

1910052

Erindi frá fjáreigendum í Hvalfjarðarsveit og landeigendum í Botnsdal.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá Mannvirkja- og framvæmdanefnd við gerð viðhalds og framkvæmdaáætlunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Heiðarborg- tækjakaup.

1910062

Erindi frá Kvenfélaginu Lilju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við beiðni Kvenfélagsins Lilju um 100.000 kr. mótframlag af hálfu sveitarfélagsins svo hægt sé að kaupa bæði tækin, sem nefnd eru í beiðninni, í þreksal Heiðarborgar. Fjármagnið verður fært af óráðstöfuðu fé á deild 06089, íþrótta- og æskulýðssjóði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Ragna Ívarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

16.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.

1910034

Erindi frá Sóknarnefnd Innri-Hólmskirkju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni Sóknarnefndar Innra-Hólmskirkju um endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði þann 1. des. nk. vegna fyrirhugaðs markaðar til styrktar viðhaldssjóði Innra-Hólmskirkju."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Snjómokstur 2019 - Verðkönnun og samningar

1910031

Vegna fyrirhugaðs snjómokstursútboðs Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu byggingarfulltrúa vegna verðkönnunar vegna snjómoksturs í Hvalfjarðarsveit. Verðkönnunin er gerð í samstarfi við Vegagerðina og verður óskað eftir tilboðum frá tíu aðilum sem listaðir eru upp í tillögu byggingarfulltrúa. Verðkönnunin byggir á uppfærðum gögnum frá árinu 2016 þegar síðast var óskað eftir verðum í snjómokstur í Hvalfjarðarveit.
Sveitarfélaginu er skipt upp í þrjú svæði í verðkönnunni og getur sami verktaki boðið í eitt, tvö eða öll svæðin. Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa að leita tilboða í snjómokstur í Hvalfjarðarsveit í samstarfi við Vegagerðina og í framhaldi að ganga til samninga við verktaka í samstarfi við Vegagerðina."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.

Til máls tók DO.

Guðjón Jónasson og Ragna Ívarsdóttir viku af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

18.Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 nr. 18 og 19.

1910066

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun ársins 2019 að fjárhæð kr. 27.858.358 til gjalda á deild 28001, lykil 5702 og til lækkunar á handbæru fé en um er að ræða viðauka vegna greiðslu fjármagnstekjuskatts á árinu 2019 sem tilkominn er vegna vaxtatekna sem hlutust af niðurstöðu dómsmáls vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun ársins 2019 nettó að fjárhæð kr. 2.840.500. Til gjalda á deild 02002, lykil 5947 færast kr. 5.145.000, til lækkunar gjalda á deild 02032, lykil 4391 færast kr. 2.304.500 og mismunur kemur til lækkunar á handbæru fé, kr. 2.840.500. Viðaukinn er tilkominn vegna tilfærslu gjalda milli deilda í kjölfars nýs félagsþjónustusamnings en áður hefur verið samþykktur viðauki sem lækkaði kostnað á móti kostnaðarauka þessa viðauka."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Fjárhagsáætlun 2020-2023.

1909029

Fjárhagsáætlun 2020-2023 fyrri umræða.
Sveitarstjóri fór yfir og kynnti forsendur fjárhagsáætlunarinnar.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda á árinu 2020:
Álagning útsvars verði 13,69%
Álagning fasteignaskatts verði:
A-flokkur 0,40% af fasteignamati.
B-flokkur 1,32% af fasteignamati.
C-flokkur 1,65% af fasteignamati.
Þá samþykkir sveitarstjórn að vísa fjárhagsáætlun 2020-2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku GJ, DO og LBP.

20.Menningar- og markaðsnefnd - 9

1910005F

Fundargerðin framlögð.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 9 Menningar- og markaðsnefnd óskar eftir viðauka vegna reiknings frá Skessuhorni kr. 71.920- frá árinu 2018 en þessi reikningur týndist hjá blaðinu í fyrra og kom á þessu ári. Það var ekki gert ráð fyrir þessum reikning í
    fjárhagsáætlun 2019 og því þarf að óska eftir viðauka í deild 05072 Hvalfjarðardagar að upphæð 71.920 kr.


    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun ársins 2019. Um er að ræða aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 71.920 á Hvalfjarðardaga, deild 05072, lykil 4070 vegna auglýsingareiknings sem barst ári of seint. Auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 9 Menningar- og markaðsnefnd hefur áhuga á að vinna að merkingum sögu- og merkisstaða í sveitarfélaginu. Þegar ekið er um landið sést að fjöldi sveitarfélaga hefur látið merkja sögu og merkisstaði og er það að mati nefndarinnar til eftirbreytni. Þessi skilti munu gagnast ferðamönnum, innlendum og erlendum, og auka þekkingu á Hvalfjarðarsveit.
    Í upphafi þarf að safna upplýsingum um þessa staði í sveitarfélaginu, forgangsraða þeim og láta hanna skilti. Nefndin sér fyrir sér að þetta sé langtíma verkefni og að stefnt væri að því að setja upp eitt til tvö skilti á ári. Hugsanlega mætti sækja um styrki til þessa verkefnis þannig að samhliða annarri vinnu verður leitað eftir upplýsingum um sjóði sem hægt væri að sækja um styrki í.
    Menningar- og markaðsnefnd óskar eftir samþykki sveitarstjórnar á þessu verkefni.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í verkefnið og felur nefndinni að vinna áfram að því og leggja aftur fyrir sveitarstjórn þegar kostnaðarmetnar tillögur liggja fyrir."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

21.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 106

1910002F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.

22.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 12

1910006F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.

23.Fræðslunefnd - 13

1910004F

Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 16:07.

Efni síðunnar