Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Hvalfjarðardaga 2019 - Viðauki
1910046
Beiðni um viðauka vegna Hvalfjarðardaga 2019
Menningar- og markaðsnefnd óskar eftir viðauka vegna reiknings frá Skessuhorni kr. 71.920- frá árinu 2018 en þessi reikningur týndist hjá blaðinu í fyrra og kom á þessu ári. Það var ekki gert ráð fyrir þessum reikning í
fjárhagsáætlun 2019 og því þarf að óska eftir viðauka í deild 05072 Hvalfjarðardagar að upphæð 71.920 kr.
fjárhagsáætlun 2019 og því þarf að óska eftir viðauka í deild 05072 Hvalfjarðardagar að upphæð 71.920 kr.
2.Fjárhagsáætlunargerð Menningar- og markaðsnefndar 2020.
1910043
Fjárhagsáætlun.
Nefndin áætlaði 700.000 kr. til Hvalfjarðardaga 2020 og 700.000 kr. til 17. júní hátíðarhalda 2020 útfrá niðurstöðu þessa árs.
Nendin leggur til að sveitarstjórn samþykki ofangreint.
Nendin leggur til að sveitarstjórn samþykki ofangreint.
3.Markaðs og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit
1902016
Menningar- og markaðsnefnd hefur áhuga á að vinna að merkingum sögu- og merkisstaða í sveitarfélaginu. Þegar ekið er um landið sést að fjöldi sveitarfélaga hefur látið merkja sögu og merkisstaði og er það að mati nefndarinnar til eftirbreytni. Þessi skilti munu gagnast ferðamönnum, innlendum og erlendum, og auka þekkingu á Hvalfjarðarsveit.
Í upphafi þarf að safna upplýsingum um þessa staði í sveitarfélaginu, forgangsraða þeim og láta hanna skilti. Nefndin sér fyrir sér að þetta sé langtíma verkefni og að stefnt væri að því að setja upp eitt til tvö skilti á ári. Hugsanlega mætti sækja um styrki til þessa verkefnis þannig að samhliða annarri vinnu verður leitað eftir upplýsingum um sjóði sem hægt væri að sækja um styrki í.
Menningar- og markaðsnefnd óskar eftir samþykki sveitarstjórnar á þessu verkefni.
Í upphafi þarf að safna upplýsingum um þessa staði í sveitarfélaginu, forgangsraða þeim og láta hanna skilti. Nefndin sér fyrir sér að þetta sé langtíma verkefni og að stefnt væri að því að setja upp eitt til tvö skilti á ári. Hugsanlega mætti sækja um styrki til þessa verkefnis þannig að samhliða annarri vinnu verður leitað eftir upplýsingum um sjóði sem hægt væri að sækja um styrki í.
Menningar- og markaðsnefnd óskar eftir samþykki sveitarstjórnar á þessu verkefni.
4.17. júní -Þjóðhátíðardagurinn
1809004
17. júní 2020.
Nefndin fól frístundafulltrúa að ræða við félög í Hvalfjarðarsveit um að halda utanum 17. júní hátíðarhöldin. Sá sem tekur að sér verkefnið verður að sjá um skipulagningu, utanumhald og kaffiveitingar.
Fundi slitið - kl. 20:00.
Samþykkt 3/3.