Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.
1909043
Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.
Framlagt.
2.874. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
1910017
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
3.17. aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands
1909048
Aðalfundargerð fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.
Fundargerðin framlögð.
4.101. og 102. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
1909042
Fundargerðir stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðir framlagðar.
5.Áskorun frá stjórn Frístundafélags Eyrarskógar til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að hækka ekki gjaldskrár meira en orðið hefur á yfirstandandi ári.
1910022
Erindi frá stjórn Frístundafélags Eyrarskógar.
Erindið framlagt, vísað til frekari skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.
Til máls tóku DO og LBP.
Til máls tóku DO og LBP.
6.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4-1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138-2011.
1910020
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að senda inn athugasemdir við frumvarpið sameiginlega með Ásahreppi, Fljótsdalshreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi og Skorradalshreppi. Umsögnin verður unnin af Óskari Sigurðssyni hjá LEX lögmannsstofu sem jafnframt mun senda athugasemdirnar inn sameiginlega f.h. sveitarfélaganna fimm.
Athugasemdir varða fyrst og fremst frumvarp til breytinga á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga en í frumvarpinu kemur fram að markmið þess sé fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra í tilefni af dómi Hæstaréttar frá 14. maí 2019 í máli nr. 34/2018.
Framangreint dómsmál varðaði breytingu sem gerð var á 18. gr. laga nr. 4/1995 með lögum nr. 139/2012 þar sem bætt var við 3. málsl. og mælt fyrir um að í reglugerð væri heimilt að kveða á um að þau sveitarfélög sem hefðu heildarskatttekjur af útsvari og fasteignaskatti sem teldist verulega umfram landsmeðaltal skyldu ekki njóta framlaga úr Jöfnunarsjóði skv. d-lið 11. gr. (sérstakt framlag til jöfnunar tekjutaps einstakra sveitarfélaga vegna lækkunar fasteignaskatttekna) og 1. mgr. 13. gr. (kostnaður vegna flutnings grunnskóla) en samkvæmt b-lið 1. gr. laga nr. 4/1995 er mælt fyrir um að framlag úr Jöfnunarsjóði sé einn tekjustofn sveitarfélaga. Í kjölfarið var reglugerð nr. 960/2010 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga breytt með reglugerð nr. 1226/2012 og mælt þar fyrir um að framlag til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts, almennt jöfnunarframlag til reksturs grunnskóla, framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda og framlag vegna nýbúafræðslu féllu niður til til þeirra sveitarfélaga sem hefðu heildarskatttekjur sem væru að minnsta kosti 50% umfram landsmeðaltal, þ.e. útsvar og fasteignaskatt á hvern íbúa miðað við fullnýtingu þeirra tekjustofna. Í dómi Hæstaréttar var komist að þeirri niðurstöðu að umrætt fyrirkomulagi væri andstætt fyrirmælum 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar. Með þessu ákvæði væri ráðherra falið fullt ákvörðunarvald um hvort skerða skyldu framlag úr Jöfnunarsjóði sem er einn af tekjustofnun sveitafélaga með því að ákvarða hvað teldist verulega umfram landsmeðaltal. Ekki væri fullnægjandi að tiltaka viðmið skerðingar í lögskýringargögnum.
Í 2. kafla frumvarpsins er fjallað um framangreindan dóm. Þar kemur ranglega fram að umbj. okkar hafi gert endurgreiðslukröfu í málinu, um var að ræða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu. Rétt er að árétta þetta einnig í sambandi við 6. kafla frumvarpsins um mat á áhrifum þar sem kemur fram að frumvarpið girði fyrir hættu á málaferlum sem getur haft í för með sér lækkun framlaga úr sjóðnum til allra sveitarfélaga. Engin tengsl eru á milli þessa dómsmál og þeirra skaðabóta sem íslenska ríkinu var gert að greiða vegna stjórnarskrárbrots.
Umbj. okkar vekja þar að auki athygli á að skerðing á grundvelli framangreindrar reglugerðar skorti einnig lagastoð og var því í andstöðu við 2. gr. stjórnarskrárinnar þar sem hvorki var heimild í 3. málsl. 18. gr. laga nr. 4/1995 til þess að skerða framlag vegna nýbúafræðslu né framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda. Sá hluti reglugerðarinnar á sér þar af leiðandi ekki lagastoð.
Umbj. okkar gagnrýna svo sem að framan greinir þá umræðu sem hefur átt sér stað að framangreind málaferli hafi áhrif á úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði enda hlýtur að vera annað og óskylt mál að stjórnskipun landsins sé virt í hvívetna.
Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að í 3. gr. frumvarpsins séu lagðar til breytingar á 12. gr. laga nr. 4/1995 þar sem fjallað var um almennt jöfnunarframlög sjóðsins. Í nýrri 12. gr. komi fram að grundvöllur útreikninga á jöfnunarframlagi, sem skiptist í tekjujöfnunarframlag og útgjaldajöfnunarframlag, skuli byggja á skrám sem ráðherra geri um álagðar skatttekjur sveitarfélaga og skrá um fullnýtingu tekjustofna. Á grundvelli þessarar skrár skuli reikna út meðaltekjur sveitarfélaga á hvern íbúa í ákveðnum viðmiðunarflokkum eftir íbúafjölda. Í 6. gr. frumvarpsins er að finna hina almennu skerðingarheimild laganna en ákvæðið feli í sér að ekki skuli úthluta jöfnunarframlagi til þeirra sveitarfélaga þar sem samanlagðar heildarskatttekjur af útsvari og á hvern íbúa miðað við fullnýtingu tekjustofna séu 50% umfram önnur sveitarfélög í sínum viðmiðunarflokki. Nú sé einnig lagt til að tekjujöfnunarframlög og útgjaldajöfnunarframlög muni bæði falla niður.
Umbj. okkar mótmæla framkomnu frumvarpi. Í b-lið 1. gr. laga nr. 4/1995 kemur fram að einn af tekjustofnun sveitarfélaga sé framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Eins og fram kemur hér að ofan er að fyrirhugað að heimila flata skerðingu bæði tekjujöfnunarframlaga og útgjaldajöfnunarframlaga. Með því að skerða öll framlög til tiltekinna sveitarfélaga úr sjóðnum, sama með hvaða hætti það er gert, er ekki lengur hægt að kalla umrædd framlög tekjustofn. Er þannig frekar um að ræða styrki til tiltekinna sveitarfélaga. Að mati umbj. okkar felur þetta í sér þversögn og kallar framangreindur dómur Hæstaréttar og úthlutun framlaga á heildarendurskoðun kerfisins. Þar að auki telja umbj. okkar ómálefnalegt að líta til heildarskatttekna við jöfnun útgjaldajöfnunarframlaga enda þó svo að tekjur séu að ákveðinni fjárhæð tengjast þær í raun og vera ekki þeim útgjöldum sem sveitarfélög þurfa að standa undir, sbr. einnig í ljósi þess að það er hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna út tekjur sveitarfélaganna, sbr. nefndarálit með lögum nr. 91/1989 um tekjustofna sveitarfélaga.
Þá er því mótmælt að einungis komi til greiðslu tekjujöfnunarframlags ef sveitarfélag fullnýtir heimild sína til álagningar útsvars. Framlag úr Jöfnunarsjóði er tekjustofn sveitarfélaga svo sem að framan greinir. Sveitarfélögum er falið á grundvelli sjálfstjórnar sinnar sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar að ákvarða útsvarshlutfall innan tiltekinna marka. Með því að takmarka framlag við fullnýtingu tekjustofnsins er þannig vegið að sjálfstjórn sveitarfélaga í stað þess að byggja útreikninga á hvað sveitarfélög fengju ef þau fullnýttu tekjustofna sína. Engu breytir þó svo að mælt sé fyrir um þetta í reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Þá telja umbj. okkar verulega skorta á að fjárhagsleg áhrif frumvarpsins á sveitarfélögin séu metin. Í 6. kafla frumvarpsins kemur fram að heildaráhrif á sveitarfélög kunni að lækka um 937 m.kr. næstu árin og síðan 700 m.kr. næstu tíu árin, eða samtals 11.922 m.kr. á næstu 15 árum. Að mati umbj. okkar að hefði þurft að sundurliða hvað hver og ein grein frumvarpsins er talin hafa á afkomu sveitarfélaga þannig að þau geti raunverulega gætt hagsmuna sinna í lagasetningarferli þessu sem mun koma til með að hafa afdrifarík áhrif á hagsmuni þeirra og þá þjónustu sem þau veita íbúum sínum.
Athugasemdir varða fyrst og fremst frumvarp til breytinga á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga en í frumvarpinu kemur fram að markmið þess sé fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra í tilefni af dómi Hæstaréttar frá 14. maí 2019 í máli nr. 34/2018.
Framangreint dómsmál varðaði breytingu sem gerð var á 18. gr. laga nr. 4/1995 með lögum nr. 139/2012 þar sem bætt var við 3. málsl. og mælt fyrir um að í reglugerð væri heimilt að kveða á um að þau sveitarfélög sem hefðu heildarskatttekjur af útsvari og fasteignaskatti sem teldist verulega umfram landsmeðaltal skyldu ekki njóta framlaga úr Jöfnunarsjóði skv. d-lið 11. gr. (sérstakt framlag til jöfnunar tekjutaps einstakra sveitarfélaga vegna lækkunar fasteignaskatttekna) og 1. mgr. 13. gr. (kostnaður vegna flutnings grunnskóla) en samkvæmt b-lið 1. gr. laga nr. 4/1995 er mælt fyrir um að framlag úr Jöfnunarsjóði sé einn tekjustofn sveitarfélaga. Í kjölfarið var reglugerð nr. 960/2010 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga breytt með reglugerð nr. 1226/2012 og mælt þar fyrir um að framlag til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts, almennt jöfnunarframlag til reksturs grunnskóla, framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda og framlag vegna nýbúafræðslu féllu niður til til þeirra sveitarfélaga sem hefðu heildarskatttekjur sem væru að minnsta kosti 50% umfram landsmeðaltal, þ.e. útsvar og fasteignaskatt á hvern íbúa miðað við fullnýtingu þeirra tekjustofna. Í dómi Hæstaréttar var komist að þeirri niðurstöðu að umrætt fyrirkomulagi væri andstætt fyrirmælum 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar. Með þessu ákvæði væri ráðherra falið fullt ákvörðunarvald um hvort skerða skyldu framlag úr Jöfnunarsjóði sem er einn af tekjustofnun sveitafélaga með því að ákvarða hvað teldist verulega umfram landsmeðaltal. Ekki væri fullnægjandi að tiltaka viðmið skerðingar í lögskýringargögnum.
Í 2. kafla frumvarpsins er fjallað um framangreindan dóm. Þar kemur ranglega fram að umbj. okkar hafi gert endurgreiðslukröfu í málinu, um var að ræða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu. Rétt er að árétta þetta einnig í sambandi við 6. kafla frumvarpsins um mat á áhrifum þar sem kemur fram að frumvarpið girði fyrir hættu á málaferlum sem getur haft í för með sér lækkun framlaga úr sjóðnum til allra sveitarfélaga. Engin tengsl eru á milli þessa dómsmál og þeirra skaðabóta sem íslenska ríkinu var gert að greiða vegna stjórnarskrárbrots.
Umbj. okkar vekja þar að auki athygli á að skerðing á grundvelli framangreindrar reglugerðar skorti einnig lagastoð og var því í andstöðu við 2. gr. stjórnarskrárinnar þar sem hvorki var heimild í 3. málsl. 18. gr. laga nr. 4/1995 til þess að skerða framlag vegna nýbúafræðslu né framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda. Sá hluti reglugerðarinnar á sér þar af leiðandi ekki lagastoð.
Umbj. okkar gagnrýna svo sem að framan greinir þá umræðu sem hefur átt sér stað að framangreind málaferli hafi áhrif á úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði enda hlýtur að vera annað og óskylt mál að stjórnskipun landsins sé virt í hvívetna.
Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að í 3. gr. frumvarpsins séu lagðar til breytingar á 12. gr. laga nr. 4/1995 þar sem fjallað var um almennt jöfnunarframlög sjóðsins. Í nýrri 12. gr. komi fram að grundvöllur útreikninga á jöfnunarframlagi, sem skiptist í tekjujöfnunarframlag og útgjaldajöfnunarframlag, skuli byggja á skrám sem ráðherra geri um álagðar skatttekjur sveitarfélaga og skrá um fullnýtingu tekjustofna. Á grundvelli þessarar skrár skuli reikna út meðaltekjur sveitarfélaga á hvern íbúa í ákveðnum viðmiðunarflokkum eftir íbúafjölda. Í 6. gr. frumvarpsins er að finna hina almennu skerðingarheimild laganna en ákvæðið feli í sér að ekki skuli úthluta jöfnunarframlagi til þeirra sveitarfélaga þar sem samanlagðar heildarskatttekjur af útsvari og á hvern íbúa miðað við fullnýtingu tekjustofna séu 50% umfram önnur sveitarfélög í sínum viðmiðunarflokki. Nú sé einnig lagt til að tekjujöfnunarframlög og útgjaldajöfnunarframlög muni bæði falla niður.
Umbj. okkar mótmæla framkomnu frumvarpi. Í b-lið 1. gr. laga nr. 4/1995 kemur fram að einn af tekjustofnun sveitarfélaga sé framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Eins og fram kemur hér að ofan er að fyrirhugað að heimila flata skerðingu bæði tekjujöfnunarframlaga og útgjaldajöfnunarframlaga. Með því að skerða öll framlög til tiltekinna sveitarfélaga úr sjóðnum, sama með hvaða hætti það er gert, er ekki lengur hægt að kalla umrædd framlög tekjustofn. Er þannig frekar um að ræða styrki til tiltekinna sveitarfélaga. Að mati umbj. okkar felur þetta í sér þversögn og kallar framangreindur dómur Hæstaréttar og úthlutun framlaga á heildarendurskoðun kerfisins. Þar að auki telja umbj. okkar ómálefnalegt að líta til heildarskatttekna við jöfnun útgjaldajöfnunarframlaga enda þó svo að tekjur séu að ákveðinni fjárhæð tengjast þær í raun og vera ekki þeim útgjöldum sem sveitarfélög þurfa að standa undir, sbr. einnig í ljósi þess að það er hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna út tekjur sveitarfélaganna, sbr. nefndarálit með lögum nr. 91/1989 um tekjustofna sveitarfélaga.
Þá er því mótmælt að einungis komi til greiðslu tekjujöfnunarframlags ef sveitarfélag fullnýtir heimild sína til álagningar útsvars. Framlag úr Jöfnunarsjóði er tekjustofn sveitarfélaga svo sem að framan greinir. Sveitarfélögum er falið á grundvelli sjálfstjórnar sinnar sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar að ákvarða útsvarshlutfall innan tiltekinna marka. Með því að takmarka framlag við fullnýtingu tekjustofnsins er þannig vegið að sjálfstjórn sveitarfélaga í stað þess að byggja útreikninga á hvað sveitarfélög fengju ef þau fullnýttu tekjustofna sína. Engu breytir þó svo að mælt sé fyrir um þetta í reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Þá telja umbj. okkar verulega skorta á að fjárhagsleg áhrif frumvarpsins á sveitarfélögin séu metin. Í 6. kafla frumvarpsins kemur fram að heildaráhrif á sveitarfélög kunni að lækka um 937 m.kr. næstu árin og síðan 700 m.kr. næstu tíu árin, eða samtals 11.922 m.kr. á næstu 15 árum. Að mati umbj. okkar að hefði þurft að sundurliða hvað hver og ein grein frumvarpsins er talin hafa á afkomu sveitarfélaga þannig að þau geti raunverulega gætt hagsmuna sinna í lagasetningarferli þessu sem mun koma til með að hafa afdrifarík áhrif á hagsmuni þeirra og þá þjónustu sem þau veita íbúum sínum.
7.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91-2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál.
1909053
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla).
Framlagt.
8.Umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál.
1909052
Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög).
Framlagt.
9.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50-1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.
1909051
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts)
Framlagt.
10.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál.
1909050
Tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara.
Framlagt.
11.Sveitarstjórn - 293
1909005F
Fundargerðin framlögð.
Liður 8 í fundargerðinni, erindi frá landeiganda og lóðarhöfum í landi Hafnarsels, sveitarstjóri, skipulags- og umhverfisfulltrúi og oddviti hafa hitt bréfritara og farið yfir málið eins og þeim var falið að gera. Ljóst er að ágangur sauðfjár er vandamál í landi Hafnarsels og í sumarhúsahverfinu í Ölver og málið ekki einfalt úrlausnar enda margir aðilar sem koma að málum. Sveitarfélagið er ekki málsaðili enda snýr málið fyrst og fremst að girðingum á landi í einkaeigu.
Liður 11 í fundargerðinni, erindi vegna áforma um vindorkugarð í landi Brekku. Sveitarstjórn ásamt fulltrúum í USN nefnd áttu fund með bréfritara og landeiganda þar sem þeir kynntu fyrirhuguð áform um uppbyggingu vindorkugarðs í landi Brekku.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til skoðunar hjá USN nefnd.
Til máls tóku DO og GJ.
Liður 8 í fundargerðinni, erindi frá landeiganda og lóðarhöfum í landi Hafnarsels, sveitarstjóri, skipulags- og umhverfisfulltrúi og oddviti hafa hitt bréfritara og farið yfir málið eins og þeim var falið að gera. Ljóst er að ágangur sauðfjár er vandamál í landi Hafnarsels og í sumarhúsahverfinu í Ölver og málið ekki einfalt úrlausnar enda margir aðilar sem koma að málum. Sveitarfélagið er ekki málsaðili enda snýr málið fyrst og fremst að girðingum á landi í einkaeigu.
Liður 11 í fundargerðinni, erindi vegna áforma um vindorkugarð í landi Brekku. Sveitarstjórn ásamt fulltrúum í USN nefnd áttu fund með bréfritara og landeiganda þar sem þeir kynntu fyrirhuguð áform um uppbyggingu vindorkugarðs í landi Brekku.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til skoðunar hjá USN nefnd.
Til máls tóku DO og GJ.
12.Minningargarður.
1909054
Erindi frá Tré lífsins, frumkvöðlaverkefni í þróun.
Sveitarstjórn þakkar fyrir innsent erindi en telur sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.
Til máls tók RÍ.
Samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og EÓG á móti.
Til máls tók RÍ.
Samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og EÓG á móti.
13.Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna.
1910004
Álitsgerð frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Álitsgerðin framlögð, vísað til kynningar í Fræðslunefnd.
14.Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. 2020.
1910001
Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf.
Framlögð fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2020 ásamt 5 ára áætlun.
15.Frestun næsta sveitarstjórnarfundar.
1910030
Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta 295. fundi sveitarstjórnar sem vera á þann 22. október nk. til 29. október nk. eða um eina viku. Með frestun fundarins skapast meira svigrúm til vinnu að undirbúningi fjárhagsáætlunar en stefnt er að fyrri umræðu fjárhagsáætlunar þann 29. okt. nk. Með frestun fundar um eina viku kæmi því ekki til þess að boða þurfi til aukafundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta 295. fundi sveitarstjórnar sem vera á þann 22. október nk. til 29. október nk. eða um eina viku. Með frestun fundarins skapast meira svigrúm til vinnu að undirbúningi fjárhagsáætlunar en stefnt er að fyrri umræðu fjárhagsáætlunar þann 29. okt. nk. Með frestun fundar um eina viku kæmi því ekki til þess að boða þurfi til aukafundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
16.Ósk um tímabundna lausn frá sveitarstjórnarstörfum.
1910021
Erindi frá Sunnevu H. Skúladóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við beiðni Sunnevu H. Skúladóttur um tímabundna lausn frá störfum í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Samþykktin gildir til 1. sept. 2020."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við beiðni Sunnevu H. Skúladóttur um tímabundna lausn frá störfum í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Samþykktin gildir til 1. sept. 2020."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
17.Jafnlaunavottun sveitarfélaga.
1910005
Innleiðing jafnlaunavottunar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu skrifstofustjóra um að leitað verði tilboða hjá ráðgjafafyrirtækjum sem hafa reynslu af því að vinna að jafnlaunavottun fyrir sveitarfélög."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu skrifstofustjóra um að leitað verði tilboða hjá ráðgjafafyrirtækjum sem hafa reynslu af því að vinna að jafnlaunavottun fyrir sveitarfélög."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
18.Menningar- og markaðsnefnd - 8
1908007F
Fundargerðin framlögð.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
Til máls tóku DO og LBP.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
Til máls tóku DO og LBP.
-
Menningar- og markaðsnefnd - 8 Nefndin er búin að ræða við nokkra aðila og hefur aflað sér upplýsinga um hvernig staðið hefur verið að verkefnum hjá öðrum sveitarfélögum.
Nefndin vann úr þessum upplýsingum og setti niður grind af verkefninu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Framlögð samantekt Menningar- og markaðsnefndar vegna undirbúnings á markaðs- og kynningarátaki fyrir sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til frekari umræðu við gerð fjárhagsáætlunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fulltrúar Íbúalistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðar fagna því að Menningar- og markaðsnefnd hafi gert drög að aðgerðaráætlun um markaðs- og kynningarátak fyrir Hvalfjarðarsveit. Samhliða því viljum við ítreka að nefndinni var falið að skila af sér aðgerðar- og kostnaðarmetinni áætlun um sama efni. Sjá tillögu oddvita frá fundi sveitarstjórnar þann 28. maí s.l sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela Menningar-og markaðsnefnd að gera drög að aðgerðaráætlun um markaðs- og kynningarátak fyrir Hvalfjarðarsveit, nefndin skal skila af sér kostnaðarmetinni áætlun fyrir fund sveitarstjórnar þann 8. október nk."
Ragna Ívarsdóttir
Elín Ósk Gunnarsdóttir
Til máls tóku RÍ, BÞ, GJ og DO.
-
Menningar- og markaðsnefnd - 8 Nefndin þakkar fyrir erindið.
Nefndin telur að núverandi geymsla sé alls óviðunandi á búningnum, en hann er geymdur í skjalageymslu þar sem hann getur orðið fyrir hnjaski.
Nefndin telur að uppstilling í andyri komi ekki til greina þar sem hann getur orðið fyrir skaða, svo sem upplitun vegna sólarljóss og einnig liggi hann vel við þjófnað á þeim stað. Þar fyrir utan telur nenfdin að sveitarfélagið geti ekki borið ábyrgð á búningnum sem er mjög verðmætur.
Nefndin leggur til að kallað verði á fulltrúa kvennfélaganna til viðræðna um framtíðargeymslustað fyrir búninginn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að boða fulltrúa kvenfélaganna til fundar og viðræðna um framtíðargeymslustað fyrir búninginn. Sveitarstjóra, frístunda- og menningarfulltrúa ásamt formanni Menningar- og markaðsnefndar er falið að sitja fundinn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
19.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 25
1909006F
Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
Til máls tóku RÍ og GJ.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
Til máls tóku RÍ og GJ.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 25 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði endurskoðuð. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu Mannvirkja- og framkvæmdanefndar um að endurskoða gildandi gjaldskrá fyrir sölu á heitu vatni á svæðinu við Heiðarskóla. Sveitarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa og skrifstofustjóra að gera drög að nýrri gjaldskrá og leggja fyrir sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
20.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 105
1909007F
Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 105
Lögð fram auglýsing að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ásamt nýju deiliskipulagi vegna iðnaðarsvæðis við Álfsvík. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN nefndar og gerir ekki athugasemdir við auglýsta breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðið 2040 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010- 2030, ásamt nýju deiliskipulagi vegna iðnaðarsvæðis við Álfsvík."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 105
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á deiliskipulaginu í samræmi við 1.mgr.43gr. skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN nefndar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Vatnaskógs í samræmi við 1. mgr. 43gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að svæði sem skilgreint er sem leiksvæði í gildandi deiliskipulagi verði skilgreint sem byggingarsvæði fyrir matskála og eldhús."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 16:18.
Mál nr. 1910030 - Frestun næsta sveitarstjórnarfundar. Málið verður nr.7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Sunneva H. Skúladóttir boðaði forföll.