Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Br.á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.- efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík
1909009
Breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, er nú til kynningar sbr. 24 gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana ásamt nýju deiliskipulagi fyrir Álfsnesvík sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Athugasemdafrestur er til 11. október nk.
2.Br. deiliskipulagi-Vatnaskógur
1909045
Vatnaskógur -breytingar á deiliskipulagi. Breytingartillagn felst í að svæði sem er merkt leiksvæði á gildandi deiliskipulagi milli núverandi matskála og gamla skála er fyrirhuguð bygging fyrir nýjan matskála og eldhús.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á deiliskipulaginu í samræmi við 1.mgr.43gr. skipulagslaga nr.123/2010.
3.Tillaga að samræmdum merkingum á hafnarsvæðum Faxaflóahafna
1909049
Faxaflóahafnir hafnarmerkingar.
Hafnarsvæðunum verður skipt upp í stærri einingar (Hafnir / Terminals) sem hver fær sinn bókstaf. Með þessu má beina á stærri svæði með afgerandi hætti en með því að nota heitin á bökkunum. Heiti hafnarbakkanna munu áfram halda sér og verða notuð með sem viðbótarupplýsingar á merkingum.
Hafnarsvæðunum verður skipt upp í stærri einingar (Hafnir / Terminals) sem hver fær sinn bókstaf. Með þessu má beina á stærri svæði með afgerandi hætti en með því að nota heitin á bökkunum. Heiti hafnarbakkanna munu áfram halda sér og verða notuð með sem viðbótarupplýsingar á merkingum.
Lagt fram til kynningar.
4.Núverandi starfsemi á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit og fyrirhuguð stækkun.
1909033
Bréf Eyjólfs Jónssonar varðandi starfsemi á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit og fyrirhuguð stækkun.
Nefndin þakkar Eyjólfi fyrir innsendar ábendingar.
USN nefnd tekur undir athugasemdir sem koma fram í bréfinu og telur hluta þeirra alvarlegar.
Engin umsókn um byggingarleyfi hefur borist fyrir stækkun kjúklingabúsins á Hurðarbaki.
Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að koma viðeigandi ábendingum til Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar sem eru eftirlitsaðilar fyrir búið.
5.Skotfélag-endurnýjað starfsleyfi
1909040
Tímabundið starfsleyfi.
Nefndin gerir ekki athugasemd við útgáfu starfsleyfis fyrir æfingasvæði skotfélags Akranes til 10.september 2020.
USN nefnd áréttar við Akraneskaupsstað að vinnu við deiliskipulag fyrir svæðið verði lokið eigi síðar en september 2020.
6.Birkihlíð 42 - Sumarhús
1909018
Sara Martí Guðmundsdóttir óskar eftir byggingarleyfi fyrir sumarhús í landi Kalastaða, Birkihlíð 42. Óskað er eftir að þak hússins verði einhalla en í skipulags- og byggingarskilmálum fyrir sumarhúsahverfið stendur í gr. 4.2 Frístundahús, undir liðnum Þakhalli og þakform, stendur: Þakhalli skal vera á bilinu 14-40°og er æskilegt þakform hefðbundið mænisþak.
Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda skv. 43.gr. skiplagslaga nr.123/2010
7.Fornistekkur 18 - Sumarhús - Fyrirspurn
1909041
Fyrirspurn vegna snúnings á mænisás á lóð Fornastekk 18.
Afgreiðslu frestað.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.
8.Skorholtsnes 5 - Viðbygging
1909044
Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á þegar byggðu sumarhúsi.
Nefndin gerir ekki athugasemd við útgáfu á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús í landi Skorholtsnesi 5.
9.Fyrirspurn um beitiland.
1909020
Fyrirspurn um beitiland í nágrenni Melahverfis fyrir sumarið 2020
Nefndin tekur jákvætt í erindið en afgreiðslu frestað.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Lögð fram auglýsing að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ásamt nýju deiliskipulagi vegna iðnaðarsvæðis við Álfsvík. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir.