Fara í efni

Sveitarstjórn

286. fundur 28. maí 2019 kl. 15:09 - 16:14 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum 22. fundi Mannvirkja- og framkvæmdanefndar á dagskrá, mál nr. 1905005F ásamt fimm afgreiðslumálum undir þeirri fundargerð.
Samþykkt 7:0

1.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2019.

1905029

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Jónella Sigurjónsdóttir verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn verður miðvikudaginn 29. maí nk. kl. 14 að Katrínartúni 2, Reykjavík."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.180. fundargerð Faxaflóahafna sf.

1905024

Fundargerð.
Lögð fram.

3.96. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar-og dvalarheimilis.

1905013

Fundargerð.
Lögð fram.

4.Umsögn um frumvarp til laga um matvæli(sýklalyfjanotkun), 753. mál.

1905027

Frumvarp til umsagnar.
Lögð fram.

5.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.

1905026

Tillaga til umsagnar.
Lögð fram og vísað til Fjölskyldu- og frístundanefndar.

6.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100-2007 (hækkun lífeyris), 844. mál.

1905021

Frumvarp til umsagnar.
Lagt fram.

7.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hraun, 256. mál.

1905022

Tillaga til umsagnar.
Lögð fram og vísað til Fjölskyldu- og frístundanefndar.

8.Umsögn sambandsins um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024.

1905032

Umsögn um fjármálaáætlun.
Lögð fram.

9.Ársreikningur HH sf. 2018

1905012

Ársreikningur Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.
Lagður fram til kynningar.

10.Mál gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu - mál nr. E-137/2017.

1803020

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
Lagður fram til kynningar dómur Hæstaréttar þar sem fallist var á kröfur sveitarfélaganna og afnám ráðherra á framlögum til sveitarfélaganna dæmt ólögmætt.

Til máls tók DO.

11.Tillaga frá Íbúalistanum um markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Tillaga frá Íbúalistanum um markaðs- og kynningarátak fyrir Hvalfjarðarsveit
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela Menningar-og markaðsnefnd að gera drög að aðgerðaráætlun um markaðs- og kynningarátak fyrir Hvalfjarðarsveit, nefndin skal skila af sér kostnaðarmetinni áætlun fyrir fund sveitarstjórnar þann 8. október nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku RÍ og DO.

12.Útboð á raforkukaupum.

1905035

Erindi frá Ríkiskaupum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka þátt í fyrirhuguðu útboði Ríkiskaupa á raforkukaupum og samþykkir einnig heimild Ríkiskaupa til upplýsingaöflunar um raforkunotkun sveitarfélagsins allt að 24 mánuði aftur í tímann en gögnin verða notuð við gerð útboðsgagna og nýtast við framkvæmd örútboðs fyrir Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.

1905031

Stofnfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að gerast stofnaðili samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál en stofnfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 19. júní nk. kl. 13:00-14:30 í Reykjavík. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tilnefna skipulags- og umhverfisfulltrúa og sveitarstjóra sem tengiliði Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 2019

1905034

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Faxaflóahafna sf. sem haldinn verður föstudaginn 21. júní nk. kl. 15 í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, Reykjavík, til vara verði Björgvin Helgason."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Sveitarstjórn - 285

1904005F

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að halda vinnufund vegna Grænbókar og skila inn umsögn fyrir tilskilinn frest sem hefur verið framlengdur til 11. júní nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók RÍ.

16.Aðalfundarboð Spalar.

1905025

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Björgvin Helgason verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Spalar ehf. sem haldinn verður miðvikudaginn 29. maí nk. kl. 13 í sal Frístundamiðstöðvarinnar hjá Golfklúbbnum Leyni, Akranesi, til vara verði Guðjón Jónasson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Erindi vegna hitaveitu.

1903028

Svarbréf frá Hitaveitu Hvalfjarðar sf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að senda afrit svarbréfsins til Kristjáns Jóhannessonar og felur byggingarfulltrúa að senda það með svarbréfi sbr. bókun 22. fundar Mannvirkja- og framkvæmdanefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók RÍ.

18.Háimelur 16 - Lóðarleigusamingur

1905041

Drög að lóðarleigusamningi til samþykktar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan lóðarleigusamning við LH Verk ehf., kt.611118-1390, vegna lóðar nr. 16 við Háamel, L228740."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Háimelur 14 - Lóðarleigusamningur

1905040

Drög að lóðarleigusamningi til samþykktar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan lóðarleigusamning við Targa ehf., kt.601014-0840, vegna lóðar nr. 14 við Háamel, L226227."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

20.Háimelur 12 - Lóðarleigusamningur

1905039

Drög að lóðaraleigusamningi til samþykktar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan lóðarleigusamning við Targa ehf., kt.601014-0840, vegna lóðar nr. 12 við Háamel, L226225."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

21.Háimelur 10 - Lóðarleigusamningur

1905038

Drög að lóðarleigusamningi til samþykktar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan lóðarleigusamning við Targa ehf., kt.601014-0840, vegna lóðar nr. 10 við Háamel, L226223."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

22.Minningarsjóður Hallfríðar Helgadóttur.

1905030

Erindi frá skrifstofustjóra Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni skrifstofustjóra um ráðstöfun og eyðileggingu bankabókarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

23.Úrsögn úr sameiginlegri barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.

1905020

Lausnarbeiðni.
Oddviti las upp eftirfarandi tilnefningu vegna kosningu í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala í stað Hjördísar Stefánsdóttur:
Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala verði Helgi Pétur Ottesen.
Varamaður verði Helga Harðardóttir.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Hjördísi Stefánsdóttur eru færðar þakkir fyrir hennar störf í þágu Hvalfjarðarsveitar.

24.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 22

1905005F

GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tók RÍ.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 22 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að taka af sölu lóðirnar Hlíðarbær 1 1a, 3 3a, 5 5a. Áætluð sala á lóðunum hefur ekki gengið eftir. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að taka af sölu lóðirnar Hlíðarbæ 1, 1a, 3, 3a, 5 og 5a. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að gengið verði frá svæðinu þannig að ekki skapist hætta af því og felur byggingarfulltrúa að leggja fram tillögur í þeim efnum ásamt kostnaðarmati og leggja fyrir næsta fund Mannvirkja- og framkvæmdanefndar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 22 Kostnaður við endurbætur á kerfinu eru 4,7 milljónir og gert er ráð fyrir fjármagni í viðhaldsáætlun uppá 1,7 milljónir. Nefndin sækir viðbótafjármagn uppá 3 milljónir í málaflokk 31090. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um fjármagnsflutning milli deilda eignasjóðs vegna endurnýjunar og uppsetningar á vöktunarkerfi fyrir loftræstingu og stjórnbúnað sundlaugarinnar í Heiðarborg. Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2019 vegna þessa eða kr. 3.000.000 fjárheimild á deild 31060, lykil 4620, auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 31090, lykli 5971."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 22 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að ganga til samninga við eigendur og umráðamenn Saurbæjar á fjárhagsárinu 2019. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fara í viðræður við landeigendur Saurbæjar vegna þeirra leigusamninga sem eru á milli aðila og kanna möguleika á enduskoðun þeirra m.t.t. fyrirhugaðra kaupa á vatnsmannvirkjum í landi Saurbæjar í eigu Fjarðarskeljar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að leita álits Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndar á því hvort ástæða sé til að fara í endurskoðun deiliskipulags á því landi sem sveitarfélagið er með á leigu úr landi Saurbæjar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 22 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að eigendum aðliggjandi jarða við Staðarhöfða, L133715 verði boðin spildan til kaups. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leita tilboða í sölu á Fögrabrekka 1, L174355. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að bjóða landeigendum aðliggjandi jarða, þ.e. Miðhúsum og Heynesi, land Staðarhöfða (5,5 ha.) til kaups sökum aðgengis að því en það er háð samþykki þeirra og því ljóst að ekki er hægt að selja landið á almennum markaði. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fresta afgreiðslu vegna sölu á Fögrubrekku 1, L174355 þar sem skoða á samhliða sölu á Fögrubrekkulandi, L194793. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 22 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða sölu á ljósleiðarakerfi Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að kanna sölu ljósleiðarakerfis sveitarfélagsins. Sveitarstjóra og byggingarfulltrúa falið að skoða fyrirkomulag á slíkri sölu og vinna málið áfram."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

25.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 99

1905002F

DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 99 Endurskoðað aðalskipulag er sett fram í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun framsetning gagna því taka nokkrum breytingum. Landnotkunarflokkum er fjölgað og skilgreingingu breytt að einhverju leyti. Þá hefur Landskipulagsstefna 2015-2026 tekið gildi og markar hún stefnu í aðalskipulagi.
    Endurskoðað aðalskipulag verður unnið á grunni gildandi skipulags.
    Lýsing þessi er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Gerð er grein fyrir þeirri nálgun og þeim áherslum sem lagðar verða til í skipulagsvinnunni og hvernig staðið verður að samráði og kynningu á tillögunni.
    USN nefnd fór yfir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna úr athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa kynningu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslög nr. 123/2010.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að auglýsa kynningu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslög nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 99 Málið var tekið fyrir á 98. fundi umhverfis- skipulags og náttúrunefndar þann 07. maí 2019.
    Tillaga að breyttum texta í greinagerð felst í hæðarkóta parhúsa við Garðavelli 1,3,5,7,9 og 11 og Krossvelli 2 merkt á deiliskipulagstillögu byggingarreitir E3 og S1.
    Að öðru leiti gilda skilmálar eldra deiliskipulags sem samþykkt var þann 03.08.2005 m.s.br.
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 99 Áformuð breyting felur í sér færslu Korpulínu milli Geitháls og tengivirkis við Korpu sem liggur við Vesturlandsveg. Jafnhliða færslu verður háspennustrengur færður í jörð og lítilsháttar tilfærslu á Rauðavatnslínu.
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Korpulínu.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita jákvæða umsögn við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 99 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 um nýtt tjaldsvæði í Kalmansvík. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita jákvæða umsögn við skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 um nýtt tjaldsvæði í Kalmansvík."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

26.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 98

1905001F

DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 98 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að árétta við Alþingi og ríkisstjórn Íslands að leita eftir undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans og senda málið aftur til EES- nefndarinnar vegna lögformlegra fyrirvara og undanþága.
    Mikilvægt er að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að senda ekki inn umsögn við þingsályktunartillöguna þar sem umsagnarfrestur er liðinn en hann var til 29. apríl sl."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 98
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030-Sjómannskólareitur (Þ32) og Veðurstofuhæðar (Þ35).
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita jákvæða umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030-Sjómannaskólareitur (Þ32) og Veðurstofuhæðar (Þ35)."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 98
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja og auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Narfastaðaland 4 no. 2A (landnr: 203958). sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr 123/2010.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Narfastaðaland 4 no. 2A (landnr. 203958). sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 98 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna íbúðarhúsalóðina Gröf 3 L211667 og sameinist landbúnaðarlandinu Gröf L133629. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að íbúðarhúsalóðin Gröf 3 L211667 sameinist landbúnaðarlandinu Gröf L133629."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

27.Menningar- og markaðsnefnd - 6

1904004F

BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 6 Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sambærilegur samningur verður gerður við N4 vegna þáttanna Að vestan og var gerður á síðasta ári. Styrkfjárhæð verði sú sama 500.000 kr. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um styrkveitingu að fjárhæð kr. 500.000.- til kostunar á Að vestan þáttum N4 sjónvarps árið 2019."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 6 Menningar- og markaðsnefnd getur því miður ekki orðið við erindinu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um höfnun erindisins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 6 Farið var yfir drög að útleigureglum félagsheimilanna og þau borin undir húsverði félagsheimilanna, Sigrúnu Sigurgeirsdóttur og Birnu Sólrúnu Andrésdóttur sem sátu fundinn undir þessum dagskrálið.

    Menningar- og markaðsnefnd samþykkir framlögð drög með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum. Félagsmála- og frístundafulltrúa er falið að ganga frá reglunum og vísa þeim til samþykktar í sveitarstjórn.

    Nefndin þakkar húsvörðum félagsheimilanna fyrir góðar ábendingar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að útleigureglum á félagsheimilum Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Til máls tók DO.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 6 Alls bárust 4 umsóknir í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar. Óskað var eftir styrkjum að upphæð 2.798.000 kr.

    Menningar- og markaðsnefnd leggur til að eftirfarandi aðilar fái styrki:

    Anna G. Torfadóttir, kr. 150.000 til verkefnisins Umhverfing. Verkið verður sýnt á Snæfellsnesi en mun að sýningu lokinni verða sett upp í Melahverfi.
    Hrönn Eyjólfsdóttir fyrir hönd Nemendafélags Fjölbrautarskólans á Akranesi kr. 200.000 til uppsetningar á leiksýningu.


    Nefndin þakkar öllum þeim sem sendu inn umsóknir.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Hvalfjarðarsveitar að fjárhæð samtals 350.000 kr. Um er að ræða tvær styrkveitingar, 150.000 kr. styrk til Önnu G. Torfadóttur og 200.000 kr. styrk til Nemendafélags FVA."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:14.

Efni síðunnar