Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

6. fundur 09. maí 2019 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • Ásta Marý Stefánsdóttir varaformaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála - og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.Beiðni um samstarf Hvalfjarðarsveitar og N4 sjónvarps um Að vestan.

1904019

Umsögn um erindi frá N4
Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sambærilegur samningur verður gerður við N4 vegna þáttanna Að vestan og var gerður á síðasta ári. Styrkfjárhæð verði sú sama 500.000 kr.

2.Ljósmyndasýningin Samvinnuhús

1904032

Beiðni um fjárstuðning
Menningar- og markaðsnefnd getur því miður ekki orðið við erindinu.

3.Útleiga á félagsheimilum

1903040

Drög að útleigureglum á félagsheimilum
Farið var yfir drög að útleigureglum félagsheimilanna og þau borin undir húsverði félagsheimilanna, Sigrúnu Sigurgeirsdóttur og Birnu Sólrúnu Andrésdóttur sem sátu fundinn undir þessum dagskrálið.

Menningar- og markaðsnefnd samþykkir framlögð drög með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum. Félagsmála- og frístundafulltrúa er falið að ganga frá reglunum og vísa þeim til samþykktar í sveitarstjórn.

Nefndin þakkar húsvörðum félagsheimilanna fyrir góðar ábendingar.

4.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar- Umsóknir

1904001

Umsóknir um styrk
Alls bárust 4 umsóknir í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar. Óskað var eftir styrkjum að upphæð 2.798.000 kr.

Menningar- og markaðsnefnd leggur til að eftirfarandi aðilar fái styrki:

Anna G. Torfadóttir, kr. 150.000 til verkefnisins Umhverfing. Verkið verður sýnt á Snæfellsnesi en mun að sýningu lokinni verða sett upp í Melahverfi.
Hrönn Eyjólfsdóttir fyrir hönd Nemendafélags Fjölbrautarskólans á Akranesi kr. 200.000 til uppsetningar á leiksýningu.


Nefndin þakkar öllum þeim sem sendu inn umsóknir.

5.Hvalfjarðardagar 2019

1904042

Skipulag Hvalfjarðardagar
Farið yfir stöðu mála varðandi Hvalfjarðardaga. Það er ljóst að verr gengur að fá styrktaraðila að viðburðinum en verið hefur. Rædd drög að dagskrá og verkefni framundan.

6.Markaðs og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit

1902016

Menningar- og markaðsnefnd ræddi markaðs- og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit og ákvað að óska eftir viðræðum við Akraneskaupstað og Kjósahrepp um stofnun samráðshóps um merkingu ferðamannastaða og kynningu til ferðamanna á þessum sveitarfélögum.

Menningar- og markaðsnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að nýja heimasíða Hvalfjarðarsveitar er að fara í loftið og telur að hún eigi eftir að auðvelda íbúum, fyrirtækjum og ferðamönnum að afla sér upplýsinga um Hvalfjarðarsveit.

7.Styrktarsjóður EBÍ 2019.

1903053

Kynna Styrktarsjóð EBÍ
Hvalfjarðarsveit fékk styrk á síðasta ári og þar sem ekki er hægt að fá styrki tvö ár í röð, leggur nefndin til að ekki sé send umsókn í ár.
Nefndin telur að hefja eigi undirbúning að umsókn fyrir næsta ár og voru rædd hugsanleg verkefni sem hægt væri að sækja um styrk til.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar