Fara í efni

Sveitarstjórn

194. fundur 14. apríl 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.Hugmynd um svæði fyrir frístundabúskap í nálægð við Melahverfi.

1504013

Erindi frá Sigurði Arnari Sigurðssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í USN- nefnd Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri fór yfir helstu störf sín frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

3.14. aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands, ársreikningur, ársskýrsla og skýrsla stjórnar 2014.

1504016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.125. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1504015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.115. fundur stjórnar SSV, haldinn 11. mars 2015.

1504014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.18. aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands.

1504009

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Ósk um framlag til tækjakaupa.

1409009

Þakkarbréf frá Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Lagt fram til kynningar.

8.Viljayfirlýsing um stofnun samstarfsvettvangs á Grundartanga.

1412008

Bæjarráð Akraness samþykkti að tilnefna bæjarfulltrúann Ólaf Adolfsson í starfshóp um stofnun Þróunarfélags á Grundartanga.
Lagt fram til kynningar.

9.Ósk um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægð milli bygginga og vega, Glammastaðir.

1410029

Bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dagsett 30. mars 2015.
Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins lagður fram til kynningar.

10.Rekstraryfirlit janúar - febrúar 2015.

1504012

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstaryfirlitið framlagt.

11.Sveitarstjórn - 193

1503005F

Fundargerð framlögð.

12.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2015.

1504011

Tilnefning fulltrúa á aðalfund.
Oddviti lagði fram eftirfrandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Skúli Þórðarson, sveitarstjóri, fari með umboð Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður í Reykjavík þann 17. apríl nk."
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Samkomulag um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágangi lóða á Grundartanga.

1503041

Til samþykktar.
AH tók til máls undir þessum dagskrárlið.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagt samkomulag Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna sf. og felur sveitarstjóra undirritun þess. Samkomulagið verði jafnframt kynnt fyrir USN-nefnd sveitarfélagsins"
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Framkvæmdaáætlun Barnaverndarnefndar Borgarfj. og Dala, og erindisbréf Barnaverndarnefndar.

1504010

a) Framkvæmdaáætlun til staðfestingar. b) Erindisbréfið til kynningar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun Barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala og samþykkir að vísa henni ásamt erindisbréfi nefndarinnar til kynningar í fjölskyldunefnd."
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Hundasamþykkt.

1410018

Drög að nýrri samþykkt um hundahald. Seinni umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu samþykktarinnar."
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.5. fundur mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

1504007

Fundargerð framlögð.
Oddviti fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tillögu mannvirkja- og framkvæmdanefndar að hefja nú þegar hönnun gatna og veitukerfis fyrir Lyngmel, lóðanúmer 1-18."
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.9. fundur landbúnaðarnefndar.

1504008

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir fundargerðina.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar um að segja upp og endurskoða samninga við aðila sem annast hafa grenjavinnslu og minkaeyðingu í sveitarfélaginu frá og með næstu áramótum."
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Fjölskyldunefnd - 49

1504001F

Fundagerð framlögð.
ÁH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

19.Fjölskyldunefnd - 48

1503001F

Fundagerð framlögð.
ÁH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
ÁH lagði fram tillögu þess efnis að reglur um akstursþjónustu, félagslega heimaþjónustu og liðveislu, sbr. liði 1, 2 og 4 í fundargerðinni, verði vísað til áframhaldandi vinnu í nefndinni.
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

20.Fræðslu- og skólanefnd - 116

1502004F

Fundargerð framlögð.
HS fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • 20.4 1503040 Framlag til forvarna.
    Fræðslu- og skólanefnd - 116 Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að veita foreldrafélagi leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit kr. 125.000 til forvarnarverkefna í samráði við skólastjóra. Í samráði við formann fjölskyldunefndar er lagt til að fjármunirnir fari af fjárlagi sem merkt er förvörnum og tilheyrir fjölskyldunnefnd í fjárhagsáætlun 2015. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita foreldrafélagi leik- og grunnskóla kr. 125.000 styrk til forvarnarverkefna. Fjármunirnir verði teknir af framlagi til forvarna af lið 02033 í fjárhagsáætlun ársins 2015."
    Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 116 Hjá sveitarfélaginu eru ekki til reglur um úthlutun styrkja til afreksmanna í íþróttum. Fræðslu- og skólanefnd hefur undanfarið unnið að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu. Að þeirri vinnu lokinni munu sveitarfélagið setja slíkar reglur.
    Fræðslu- og skólanefnd fagnar því að ungt fólk hér í sveitarfélaginu nái svo góðum árangri að teljast til afreksfólks í íþróttagrein sinni. Slíkt er góð fyrirmynd og virk forvörn. Í ljósi þeirra aðstæðna að reglur um afreksmannastyrki hafa ekki enn verið settar þá leggur Fræðslu- og skólanefnd til við sveitarstjórna að veita Loga Erni Ingvarssyni styrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna íþróttaiðkunar hans.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu fræðslu- og skólanefndar um að veita Loga Erni Ingavarssyni kr. 50.000- afreksmannastyrk.
    Sveitarstjórn samþykkir jafnframt eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna ofangreindrar samþykktar: Fjárhæðin verði tekin af liðnum 21085-5971 óviss útgjöld í fjárhagsáætlun ársins 2015."
    Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar