Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018
Dagskrá
1.Mánaðarskýrsla skólastjóra
1503003
Skólastjóri kynnti mánaðarskýrslur Heiðarskóla.
2.Tónlistarnám í Hvalfjarðarsveit
1503027
Fræðslu- og skólanefnd þakkar skólastjóra bréf hans. Málefni tónslistarkennsku í Hvalfjarðarsveit eru nú til skoðunar í kjölfar þess að samning við Akraneskaupstað um tónlistarkennslu var sagt upp. Er þetta bréf innlegg inn í þá umræðu.
3.Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum.
1503028
Fræðslu- og skólanefnd hefur undanfarið unnið að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu. Í þeirri vinnu hefur sérstaklega verið hugað að íþrótta- og tómstundaskóla og er samstarf við UMSB ein nálgun hvað þann málaflokk varðar. Mkilvægt er að skoða málið heildstætt og fnna þá lausn sem er hentugust fyrir sveitarfélagið í heild.
4.Framlag til forvarna.
1503040
Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að veita foreldrafélagi leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit kr. 125.000 til forvarnarverkefna í samráði við skólastjóra. Í samráði við formann fjölskyldunefndar er lagt til að fjármunirnir fari af fjárlagi sem merkt er förvörnum og tilheyrir fjölskyldunnefnd í fjárhagsáætlun 2015.
5.Afreksmannastyrkur - erindi frá Helenu Bergström.
1502001
Yfirlit útgjalda vegna landsliðs-fimleikaæfinga.
Hjá sveitarfélaginu eru ekki til reglur um úthlutun styrkja til afreksmanna í íþróttum. Fræðslu- og skólanefnd hefur undanfarið unnið að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu. Að þeirri vinnu lokinni munu sveitarfélagið setja slíkar reglur.
Fræðslu- og skólanefnd fagnar því að ungt fólk hér í sveitarfélaginu nái svo góðum árangri að teljast til afreksfólks í íþróttagrein sinni. Slíkt er góð fyrirmynd og virk forvörn. Í ljósi þeirra aðstæðna að reglur um afreksmannastyrki hafa ekki enn verið settar þá leggur Fræðslu- og skólanefnd til við sveitarstjórna að veita Loga Erni Ingvarssyni styrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna íþróttaiðkunar hans.
Fræðslu- og skólanefnd fagnar því að ungt fólk hér í sveitarfélaginu nái svo góðum árangri að teljast til afreksfólks í íþróttagrein sinni. Slíkt er góð fyrirmynd og virk forvörn. Í ljósi þeirra aðstæðna að reglur um afreksmannastyrki hafa ekki enn verið settar þá leggur Fræðslu- og skólanefnd til við sveitarstjórna að veita Loga Erni Ingvarssyni styrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna íþróttaiðkunar hans.
6.Könnun um þörf á frístund/dagvist eftir skóla.
1503039
Búið er að samþykkja að gera könnun um dagvistarúrræði. Farið yfir könnunina og næstu skref ákveðin.
7.Trúnaðarmál.
1502028
Skráð sérstaklega.
Fundi slitið - kl. 17:00.