Fara í efni

Sveitarstjórn

277. fundur 27. nóvember 2018 kl. 15:00 - 15:40 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:
Mál nr. 1811043 - Beiðni um afnot af Miðgarði án endurgjalds. Málið verður nr. 11 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Íþrótta-og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar-Drög að verklagsreglum.

1811034

Breyting á Styrktarsjóði.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar drögum að verklagsreglum fyrir Íþrótta- og æskulýðssjóð Hvalfjarðarsveitar til umsagnar í Fjölskyldu- og frístundanefnd sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.174. fundargerð Faxaflóahafna sf.

1811020

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

3.88., 89. og 90. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1811035

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

4.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar-og dvalarheimilis 2019-2022.

1811037

Samþykkt-Fjárhagsáætlun Höfða 2019-2022 ásamt greinargerð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun Höfða 2019-2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Verklagsreglur-Viðauki við fjárhagsáætlun.

1811032

Verklagsreglur vegna viðauka fjárhagsáætlunar.
Erindið lagt fram til kynningar.

6.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

1811030

Breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Erindið framlagt.

7.Umsögn um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraða.

1811029

Breytingar á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og lögum um málefni aldraða.
Erindið framlagt og vísað til Fjölskyldu- og frístundanefndar.

8.Beiðni um afnot af Miðgarði án endurgjalds

1811043

Beiðni um frí afnot af Miðgarði.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni Kvenfélagsins Lilju um frí afnot af félagsheimilinu Miðgarði vegna jólafundar félagsins að kvöldi þriðjudagsins 11.desember nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
RÍ vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

9.Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar.

1811041

Breyting á reglum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar breytingum á reglum fyrir Afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar til umsagnar í Fjölskyldu- og frístundanefnd sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Sveitarstjórn - 276

1811002F

Fundargerðin framlögð.

11.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar-Drög að verklagsreglum.

1811033

Breyting á Styrktarsjóði.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar drögum að verklagsreglum fyrir Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar til umsagnar í Menningar- og markaðsnefnd sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók BÞ.

12.Erindi um skólaakstur í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1810038

Skólaakstur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að svarbréfi til bréfritara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og AVH voru á móti.
Til máls tóku RÍ,DO,BÞ.

13.Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn og nefndum.

1811038

Lausnarbeiðni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni Guðnýjar um lausn frá störfum í sveitarstjórn sem og nefndum Hvalfjarðarsveitar, jafnframt vill sveitarstjórn þakka Guðnýju fyrir hennar störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Sveitarstjórn frestar tilnefningu fulltrúa til næsta fundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Lánabreytingar.

1811042

Ný lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga-uppgreiðsla núverandi láns hjá Landsbankanum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 50.000.000.- í lánaflokki LSS34, lán með lokagjalddaga árið 2034. Lánið er verðtryggt með föstum 2,55% vöxtum og er án lántökugjalds og uppgreiðsluákvæðis. Gjalddagar lánsins eru tvisvar sinnum á ári, í apríl og október ár hvert.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Lánið er tekið til endurfjármögnunar á núverandi láni sveitarfélagsins í Landsbankanum sem tekið var vegna ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu en það felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Lindu Björk Pálsdóttur, kt. 151273-5059, sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hvalfjarðarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir jafnframt að andvirði nýs láns frá Lánasjóði sveitarfélaga verði nýtt til innborgunar á núverandi lán sveitarfélagsins hjá Landsbankanum auk þess sem ráðstafað verði kr. 100.000.000.- af handbæru fé til innborgunar á lánið í Landsbankanum. Eftirstöðvar Landsbankalánsins verða síðan greiddar upp í apríl/maí 2019 eða um leið og svigrúm hefur myndast í lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Nústaða Landsbankalánsins í dag eru kr. 200.294.732.- en lánið er með breytilegum verðtryggðum vöxtum, í dag 4,25% og er því um 1,7% vaxtalækkun að ræða við endurfjármögnun þess."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Fjárhagsáætlun 2019-2022.

1810030

Seinni umræða.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögur:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda á árinu 2019:

Álagning útsvars verði 13,69%
Álagning fasteignaskatts verði:
A-flokkur 0,44% af fasteignamati.
B-flokkur 1,32% af fasteignamati.
C-flokkur 1,65% af fasteignamati.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lóðarleiga:
Álagning lóðarleigu í þéttbýli skal vera 1,0% af fasteignamati.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sorphirðu-, sorpurðunar- og rotþróargjald hækka sbr. gildandi gjaldskrár þar um skv. vísitölu neysluverðs í janúar ár hvert.

Gjalddagar fasteignagjalda:
Gjalddagar fasteignagjalda verði átta talsins á mánaðarfresti 15. hvers
mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst og september. Fyrsti gjalddagi er 15. febrúar.
Ef álagning er 25.000 kr. eða lægri er einn gjalddagi 15. maí.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2019 og fjárhagsáætlunar áranna 2020-2022:

Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2019:
Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2019 eru áætlaðar 864,1 mkr. Heildargjöld eru áætluð 832,4 mkr. Þar af eru launagjöld 442,4mkr., annar rekstrarkostnaður 348,1mkr. og afskriftir 41,9mkr.
Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 856,3 mkr. og heildarútgjöld eru áætluð 824,6 mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 442 mkr., annar rekstrarkostnaður 342,1 mkr. og afskriftir 40,4 mkr.
Fjármunatekjur A og B hluta og A hluta eru áætluð sama fjárhæð eða 34,1 mkr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 68,9 mkr. sem er sama og A-hluta.
Skuldir og skuldbindingar A og B hluta í árslok 2019 eru áætlaðar 168 mkr. og sama fjárhæð er áætluð í A-hluta.
Eigið fé A og B hluta er áætlað 2.325,5 mkr. og A hluta 2.305,1 mkr.
Veltufé frá rekstri árið 2019 í A og B hluta er áætlað 110,3 mkr. en 108,9 mkr. ef einungis er litið til A hluta.
Fjárfesting í A og B hluta er áætluð 33mkr. árið 2019 og afborganir langtímalána eru áætlaðar 56,7 mkr.
Ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtímalán á árinu.
Áætlað er að í árslok 2019 verði handbært fé um 189 mkr.


Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2020 - 2022:

Tekjur og gjöld:
Grunnforsenda fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020-2022 er áætlun um fjárheimildir fyrir árið 2019.
Áætlunin tekur mið af kostnaðarverðlagi ársins 2019. Kostnaðarliðir aðrir en laun breytast í takt við spá um breytingu neysluverðsvísitölu.
Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.

Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2020-2022, samantekið A og B hluti:
Rekstrarafkoma á tímabilinu verður jákvæð öll árin á bilinu 75-77 mkr. eða uppsafnað á tímabilinu tæpar 230 mkr.
Veltufé frá rekstri verður á bilinu 118-124 mkr. á ári eða um 13% af tekjum.
Fjárfesting í A og B hluta er áætluð 51mkr. árið 2020, 65mkr. árið 2021 og 293 mkr. árið 2022. Ekki er gert ráð fyrir nýrri lántöku fyrr en árið 2022 að fjárhæð 80mkr.
Veltufjárhlutfall er áætlað 2,93-3,3 fyrstu tvö árin en lækki svo í 2,33 árið 2022.
Skuldahlutfall heldur áfram að lækka til ársins 2021 þegar það er áætlað 17,9% (var 42,4% árið 2017) en hækki svo árið 2022 í 25,5% þegar ný lántaka er áætluð.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun 2019-2022.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku RÍ, DO og GJ.

16.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 20

1811006F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • 16.1 1809035 Viðhaldsáætlun - 2019
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 20 Mannvirkja og framkvæmdarnefnd gerir ekki athugasemd við viðhaldsáætlun 2019-2021 og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja áætlun. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða viðhaldsáætlun ársins 2019."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 16.2 1811031 Framkvæmdaráætlun 2019-2022
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 20 Mannvirkja og framkvæmdarnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdaáætlun 2019-2022 og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja áætlun. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun 2019-2022."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Fræðslunefnd - 5

1811005F

Fundargerðin framlögð.
  • Fræðslunefnd - 5 Fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að heimila leikskólastjóra að halda undirbúningstímum óbreyttum þrátt fyrir breytingar í starfsmannahaldi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að heimila leikskólastjóra að halda undirbúningstímum óbreyttum þrátt fyrir breytingar í starfsmannahaldi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Efni síðunnar