Fara í efni

Sveitarstjórn

275. fundur 01. nóvember 2018 kl. 15:02 - 15:25 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 274

1810003F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 4

1810004F

Fundargerðin framlögð.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 4 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gerður verður viðauki til að mæta útgjöldum í fjárhagslið nr. 5912. Nefndin vísar málinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun ársins 2018 að fjárhæð kr. 960.000.- á deild 02036, bókhaldslykil 5912 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fræðslunefnd - 4

1810005F

Fundargerðin framlögð.

4.Leigusamningur-Félagsheimilið Hlaðir og tjaldsvæði að Hlöðum- Drög

1810047

Drög af leigusamningi milli Hvalfjarðarsveitar og Hernámssetursins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að leigusamningi milli Hvalfjarðarsveitar og Hernámssetursins ehf. og felur sveitarstjóra að rita undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins."
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun 2019-2022

1810030

Fyrri umræða.
Sveitarstjóri fór yfir og kynnti forsendur fjárhagsáætlunarinnar.
Til máls tóku GJ, RÍ, BH og DO.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019-2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fundarboð. Ársfundur Umhverfisstofnunar, 8. nóvember 2018

1810041

Fundarboð-Ársfundur Umhverfisstofnunar.
Fundarboðið framlagt.

Til máls tók DO.

Samþykkt að vísa erindinu til USN nefndar.

7.Umsögn um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna.

1810042

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna.
Framlagt.

8.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða.

1810046

Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða.
Framlagt.

9.173. fundur Faxaflóahafna sf.

1810027

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Efni síðunnar