Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Beiðni um viðauka í barnaverndalið nr. 5912
1810031
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gerður verður viðauki til að mæta útgjöldum í fjárhagslið nr. 5912. Nefndin vísar málinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
2.Fjárhagsáætlun 2019-2022
1810030
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Nefndin fór yfir fjárhagsáætlun málaflokksins og gerði tillögur um minniháttar breytingar. Breytingartillögunni var vísað til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
3.Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar.
1409019
Siðareglur kjörinna fulltrúa
Farið var yfir Siðareglur kjörinna fulltrúa Hvalfjarðarsveitar sem samþykktar voru af sveitarstjórn þann 25.09.2018. Allir nefndarmenn undirrituðu skjalið.
4.Breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga
1809030
Félagsráðgjafafélag Íslands - bréf um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitafélaga.
Lagt fram.
5.Umsögn um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda-erindi frá nefndarsviði Alþingis.
1810003
Umsögn vegna þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.
Lagt fram.
6.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum,
1810005
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum.
Lagt fram.
7.Önnur mál
1810032
Ekkert fleira var tekið fyrir.
Fundi slitið - kl. 18:00.