Fara í efni

Sveitarstjórn

253. fundur 28. nóvember 2017 kl. 16:15 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 252

1711002F

Fundargerð framlögð.

2.Fræðslu- og skólanefnd - 141

1710007F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 141 Fræðslu og skólanefnd hefur farið yfir erindi bréfritara þar sem þess er óskað eftir aðstoð Hvalfjarðarsveitar við að fá leikskólapláss utan lögheimilissveitafélags. Í málinu liggur fyrir umsókn bréfritara dags. 08.09.2017 og minnispunktar félagsmála- og frístundafulltrúa.
    Nefndin fór yfir erindið en þar sem viðbótargögn sem óskað hafði verið eftir frá bréfritara hafa ekki borist er beiðninni hafnað á grundvelli 2. og 3. gr. reglna Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að hafna erindinu með vísan til bókunar fræðslu- og skólanefndar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 141 Nefndin leggur til að sveitastjórn samþykki endurskoðaðar reglur íþróttastyrktarsjóðsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrirliggjandi reglur um úthlutanir úr Íþróttastyrktarsjóði."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 141 SLG fór yfir starfsemi Frístundar það sem af er skólaári.
    Nefndin leggur til við sveitastjórn að samþykkja endurskoðaðar reglur og gjaldskrá fyrir Frístund
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og reglur um Frístund - lengda viðveru í Heiðarskóla."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fjölskyldunefnd - 65

1711004F

Fundargerð framlögð.

4.16. fundur mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

1711026

Fundargerð framlögð.
BH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða viðhaldsáætlun fyrir árið 2018. Áætlunin ráð fyrir að 31,5 millj. kr. verði varið til viðhaldsverkefna á árinu 2018."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

5.Fjárhagsáætlun 2018-2021.

1708009

Síðari umræða.
Fjárhagsáætlun 2018-2021.
Seinni umræða.

Oddviti fór yfir og kynnti:
Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2018-2021 var tekin ákvörðun um álagningu útsvars og fasteignaskatts á árinu 2018.

Lóðarleiga:
Álagning lóðarleigu í þéttbýli skal vera 1,25% af fasteignamati.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sorphirðugjald:
Sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis kr. 31.000-
Sorphirðugjald vegna sumarhúss kr. 13.000-
Sorpurðunargjald:
Sorpurðunargjald vegna íbúðar- og sumarhúsa kr. 3.500-
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Rotþróargjald:
Rotþróargjald er kr. 11.650,- og er árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa á hvert íbúðarhús og sumarhús.
Rotþrærnar sjálfar eru tæmdar þriðja hvert ár.
Þriðjungur kostnaðarins er innheimtur á hverju ári.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignagjalda:
Gjalddagar fasteignagjalda verða 8 talsins á mánaðarfresti 15. hvers
mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst og september. Fyrsti gjalddagi er 15. febrúar.
Ef álagning er 25.000 kr. eða minna er einn gjalddagi 15. maí.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2018 og fjárhagsáætlunar áranna 2019-2021:

Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2018.
Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2018 eru áætlaðar 822 m.kr. Heildargjöld eru áætluð 775 m.kr.
Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 814 m.kr. og heildarútgjöld eru áætluð 769 m.kr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 410 m.kr., annar rekstrarkostnaður 315 m.kr. og afskriftir 43 m.kr.
Hrein fjármagnsgjöld samstæðu eru áætluð um 11 m.kr. en 12 millj. kr. hjá A hluta.
Rekstrarafgangur samstæðu A og B hluta er áætlaður 60,3 m.kr. sem er sama og A-hluta.
Skuldir og skuldbindingar samstæðu A og B hluta í árslok 2018 eru áætlaðar 335 m.kr. og 338 m.kr. í A-hluta.
Eigið fé samstæðu A og B hluta er 2.160 m.kr. og A hluta 2.140 m.kr.
Í sjóðstreymisyfirliti er veltufé frá rekstri árið 2018 í samstæðu A og B hluta áætlað 108 m.kr. en 106 m.kr. ef einungis er litið til A-hluta.
Gert er ráð fyrir jákvæðum fjarfestingarhreyfingum í samstæðu og A hluta vegna breytinga á langtímakröfum og sölu eigna, samtals um 28 m.kr.
Afborganir langtímalána eru 15 m.kr. fyrir samstæðu A og B hluta sem er sama og fyrir A-hluta.
Ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtímalán á árinu.
Áætlað er að í árslok 2018 verði handbært fé um 222 m.kr. fyrir samstæðuna sem er það sama og fyrir A-hlutann.

Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2019 - 2021.

Tekjur og gjöld:
Grunnforsenda fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2019-2021 er áætlun um fjárheimildir fyrir árið 2018.
Áætlunin tekur mið af kostnaðarverðlagi ársins 2018. Kostnaðarliðir aðrir en laun breytast í takt við spá um breytingu neysluverðsvísitölu.
Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.

Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2018-2021

Framlegð á tímabilinu verður öll árin um 91 millj. kr. eða uppsafnað á tímabilinu um 365 m.kr.
Veltufé frá rekstri verður á bilinu 102 - 109 m.kr. á ári sem eru um 12% af tekjum.
Veltufjárhlutfall fer vaxandi öll árin og er á bilinu frá 2,1 árið 2018 til 3,6 í lok tímabilsins.
Skuldahlutfall lækkar frá um 41% í upphaf tímabilsins í um 34% í lok þess.

Þá bar oddviti upp tillögu um samþykkt fjárhagsáætlunar 2018-2021 og var hún samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun 2017-2020.

1609013

Viðauki - Tillaga um frestun framkvæmdar við hitaveituborun í landi Eyrar sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2017.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017. Um er að ræða frestun á borun eftir heitu vatni í landi Eyrar, eignfærð fjárfesting fjárhagsáætlunar 2017 lækkar um kr. 50.000.000- og handbært fé í árslok 2017 hækkar um kr. 50.000.000-."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.

1711025

Tillaga frá sveitarstjóra.
Sveitarstjóri kynnti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrirliggjandi tillögu sveitarstjóra um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
AH situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.

8.Laxá veiðihús - Rekstrarleyfi

1711024

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
SGÁ vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu þar sem hann er varaformaður stjórnar veiðifélagsins sem er umsækjandi leyfisins. Óskaði hann eftir því að sveitarstjórn greiddi atkvæði um mögulegt vanhæfni hans.
Greidd voru atkvæði um mögulegt vanhæfi og var samþykkt með 6 atkvæðum að SGÁ væri vanhæfur. SGÁ sat hjá við afgreiðsluna.
SGÁ vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita jákvæða umsögn við útgáfu rekstrarleyfis í flokki IV, hótel/veiðihús, Stóri-Lambhagi - Veiðihús, f.nr.133655. Sveitarstjóra falið að veita umsögnina í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

9.Reiðvegagerð-Meðferð fjármagns

1710032

Erindi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Reiðskemma á Æðarodda.

1711028

Erindi frá Dreyra, og svarbréf frá bæjarráði Akraness.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindið og samþykkir að eiga viðræður við bæjaryfirvöld á Akranesi um erindið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Íbúafundur í Hlíðarbæ, 11.11.17.

1711030

Fundargerð frá íbúum í Hlíðarbæ.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.162. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

1711027

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.77. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1711029

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar