Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018
Dagskrá
Björn Páll Fálki Valsson, Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Brynjólfur Sæmundssson boðuðu forföll. Auk þess sat Skúli Þórðarson sveitastjóri undir lið 6.
1.Beiðni um aðstoð vegna leikskólamála.
1709020
Frestað á síðasta fundi,
Fræðslu og skólanefnd hefur farið yfir erindi bréfritara þar sem þess er óskað eftir aðstoð Hvalfjarðarsveitar við að fá leikskólapláss utan lögheimilissveitafélags. Í málinu liggur fyrir umsókn bréfritara dags. 08.09.2017 og minnispunktar félagsmála- og frístundafulltrúa.
Nefndin fór yfir erindið en þar sem viðbótargögn sem óskað hafði verið eftir frá bréfritara hafa ekki borist er beiðninni hafnað á grundvelli 2. og 3. gr. reglna Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags.
Nefndin fór yfir erindið en þar sem viðbótargögn sem óskað hafði verið eftir frá bréfritara hafa ekki borist er beiðninni hafnað á grundvelli 2. og 3. gr. reglna Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags.
2.óska eftir styrk vegna æfingaferðar
1710036
Nefndin samþykkir styrkveitingu. Umsókn er skv. reglugerð 3. gr. um styrki íþrótta- og tómstundaiðkendur í sveitafélaginu til æfingarferða erlendis um 20.000kr.
3.Óska eftir styrk vegna æfingaferðar
1710035
Nefndin samþykkir styrkveitingu. Umsókn er skv. reglugerð 3. gr. um styrki íþrótta- og tómstundaiðkendur í sveitafélaginu til æfingarferða erlendis um 20.000kr.
4.Íþróttastyrktarsjóður - reglur.
1708010
Nefndin leggur til að sveitastjórn samþykki endurskoðaðar reglur íþróttastyrktarsjóðsins.
5.Ytra mat á leikskólum 2018.
1711016
Nefndin felur sveitastjóra að leggja inn umsókn fyrir ytra mati á leíkskólanum Skýjaborg fyrir árið 2018 til menntamálastofnunnar.
6.Fjárhagsáætlun 2018-2021.
1708009
Sveitastjóri ásamt skólastýrum fóru yfir drög af fjárhagsáætlun og gjaldskrám er viðkemur skóla og frístundastarfi Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin telur brýnt að farið verði að undirbúa hönnun á nýjum íþróttamannvirkjum við Heiðarskóla.
Nefndin leggur áherslu á að sveitafélagið áætli fjármagn til framkvæmda á skólalóð Heiðarskóla.
Nefndir leggur til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir tveimur sameiginlegum starfsmannafundum á næsta ári.
Nefndin telur brýnt að farið verði að undirbúa hönnun á nýjum íþróttamannvirkjum við Heiðarskóla.
Nefndin leggur áherslu á að sveitafélagið áætli fjármagn til framkvæmda á skólalóð Heiðarskóla.
Nefndir leggur til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir tveimur sameiginlegum starfsmannafundum á næsta ári.
7.Frístund (lengd viðvera) - Heiðarskóli.
1606048
SLG fór yfir starfsemi Frístundar það sem af er skólaári.
Nefndin leggur til við sveitastjórn að samþykkja endurskoðaðar reglur og gjaldskrá fyrir Frístund
Nefndin leggur til við sveitastjórn að samþykkja endurskoðaðar reglur og gjaldskrá fyrir Frístund
8.Samantekt samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara
1711015
Lagt fram til kynningar.
9.Aðgerðir til að bæta starfsaðstæður í Skýjaborg og þannig fjölga leikskólakennurum
1711020
Skólastjórn lagði fram og kynnti samantekt um tillögur að aðgerðum til að fjölga leikskólakennurum í Skýjaborg.
Málið er í vinnslu nefndarinnar.
Málið er í vinnslu nefndarinnar.
Fundi slitið - kl. 18:00.