Fara í efni

Sveitarstjórn

249. fundur 26. september 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Björn Páll Fálki Valsson 2. varamaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir Skrifstofustjóri
Dagskrá
Ása Helgadóttir og Arnheiður Hjörleifsdóttir boðuðu forföll

1.Sveitarstjórn - 248

1709001F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 80

1709003F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 80 USN-nefnd leggur til við sveitarstjórn að orðið verði við erindi Hestamannafélagsins Dreyra um afnot af landskika undir áningarhólf fyrir hross við Brunná við Álfholtsskóg.
    ÁH vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu USN nefndar á afgreiðslu erindisins.
    "USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að orðið verði við erindi Hestamannafélagsins Dreyra um afnot af landskika undir áningarhólf fyrir hross við Brunná við Álfholtsskóg. Staðsetning verði ákveðin í samráði við umhverfis- og skipulagsfulltrúa".


    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 80 Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna leyfið fyrir landeigendum Gerðis, Valla og Þaravalla samkvæmt skipulagslögum 44. grein, 1. málsgrein. Umsækjandi skal gera grein fyrir öflun neysluvatns. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu USN nefndar á afgreiðslu erindisins.
    "Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna leyfið fyrir landeigendum Gerðis, Valla og Þaravalla samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010, 44. grein, 1. málsgrein. Umsækjandi skal gera grein fyrir öflun neysluvatns".

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 80 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að stofnuð sé umrædd lóð úr landi Gerðis.
    Byggingarfulltrúa falið að kanna nánar hvort heitið Arnesvík sé í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015.
    Skipulagsfulltrúa falið að leita umsagnar vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu USN nefndar á afgreiðslu á erindinu.

    "USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að stofnuð sé umrædd lóð úr landi Gerðis.
    Byggingarfulltrúa falið að kanna nánar hvort heitið Arnesvík sé í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015.
    Skipulagsfulltrúa falið að leita umsagnar Vegagerðarinnar."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 80 USN leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytinguna enda telur USN nefnd hana í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015 Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu USN nefndar á afgreiðslu erindisins.
    "USN leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytinguna enda telur USN nefnd hana í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015".

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 80 Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna erindið samkvæmt skipulagslögum 44. grein, 1. málsgrein fyrir eigendum Grafar 3. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu USN nefndar á afgreiðslu erindisins.
    "Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna erindið samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010, 44. grein, 1. málsgrein fyrir eigendum Grafar 3."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 80 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu USN nefndar á afgreiðslu erindisins.
    "USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 80 USN leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu þar sem það er ekki í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu USN nefndar á afgreiðslu erindisins.
    "USN leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu þar sem það er ekki í samræmi við deiliskipulag svæðisins."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 80 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu.

    ÁH víkur af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu USN nefndar á afgreiðslu erindisins.
    "USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 80 USN gerir ekki athugasemdir við að nýtt deiliskipulag verði unnið af frístundasvæði á Narfastöðum. Deiliskipulag samræmist aðalskipulagi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu USN nefndar á afgreiðslu erindisins.
    "USN gerir ekki athugasemdir við að nýtt deiliskipulag verði unnið af frístundasvæði á Narfastöðum. Deiliskipulag samræmist aðalskipulagi".

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fræðslu- og skólanefnd - 140

1709007F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

4.5. fundur stýrihóps um endurskoðun landbúnaðarkafla aðalskipulags.

1709034

Frá stýrihópi v/aðalskipulags.
Fundargerð framlögð.

5.Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.

1709007

Frestað af síðasta fundi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að ganga frá samkomulagi á grundvelli þess sem fram kemur í erindinu og samþykkir jafnframt að veita Skúla Þórðarsyni, sveitarstjóra, umboð til að ganga frá samkomulaginu fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjóra jafnframt falið að koma á framfæri athugasemdum Hvalfjarðarsveitar í samræmi við umræður á fundinum og skulu þær verða fylgiskjal uppgjörssamkomulagsins.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Útboð vegna sorpmála.

1702012

Frestað á síðasta fundi.
Opnuð voru tilboð í útboðsverkið "Sorphirða í Hvalfjarðarsveit og Skorradal 2017 - 2022" þann 24.ágúst 2017. Tilboð bárust frá tveimur aðilum, annars vegar Íslenska Gámafélaginu ehf. og hins vegar Gámaþjónustu Vesturlands ehf.

Tilboðin voru:
Gámaþjónusta Vesturlands ehf. 129.296.701 kr.
Íslenska Gámafélagið ehf. 98.096.000 kr.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Sveitarstjórn Skorradalshrepps á eftir að taka afstöðu til útboðsins.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Lausn frá störfum.

1709026

Erindi frá Ásu Helgadóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindi Ásu Helgadóttur um lausn frá störfum í sveitarstjórn til loka kjörtímabilsins. Jafnframt fellst sveitarstjórn á ósk hennar um lausn frá störfum sem aðalmaður í fjölskyldunefnd, stjórn SSV og sem varamaður í stjórn Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn vill þakka Ásu fyrir ánægjulegt og gott samstarf á undanförnum árum og óeigingjarnt starf að málefnum sveitarfélagsins á sínum langa starfsferli á þeim vettvangi.

Kjör í nefndir.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Aðalmaður í fjölskyldunefnd: Halla Jónsdóttir.


Í stjórn SSV: Stefán Gunnar Ármannsson, aðalmaður.
varamaður Björgvin Helgason.

Varafulltrúi í stjórn Vatnsveitufélags Hvalfjarðar:
Sigurður Arnar Sigurðsson.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Uppsögn á starfi.

1709028

Frá Ingibjörgu Jónsdóttur, félagsmálastjóra.
Erindi félagsmálastjóra lagt fram.

Sveitarstjórn þakkar Ingibjörgu fyrir hennar störf í þágu Hvalfjarðarsveitar.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjóra er falið að ganga frá tímabundinni ráðningu Ásu Líndal Hinriksdóttur í starf félags- og frístundafulltrúa og gera starfslýsingu vegna þess starfs sem lögð verði fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Aukaaðalfundur SSV 2017 - Fundarboð.

1709029

Tillaga að lagabreytingu. Fundurinn verður haldinn á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi, 11. október kl. 17:00.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Björgvin Helgason og Stefán G. Ármannsson verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum og Daníel A. Ottesen og Arnheiður Hjörleifsdóttir til vara."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Fjárhagsáætlun 2018-2021.

1708009

Fyrstu drög að tekjuáætlun 2018 og tíma og verkáætlun.
Lagt fram til kynningar.

11.Fjármálaráðstefna sveitarfélag 2017.

1709025

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. september 2017.
Lagt fram til kynningar.

12.Haustþing SSV 2017.

1709030

Haustþingið verður haldið í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi 11. október.
Lagt fram.

13.Húsnæðisþing 2017.

1709031

Húsnæðisþing 2017 verður haldið á Reykjavík Nordica á Suðurlandsbraut þann 8. nóvember 2017 og stendur frá kl: 10-17.
Lagt fram til kynningar.

14.Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf.

1709004

Rekstrarreikningur og ársreikningur 2016.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

1709035

Fundurinn verður haldinn 4. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík kl. 16:00.
Lagt fram til kynningar.

16.160. fundur stjórna Faxaflóahafna sf.

1709027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar