Fara í efni

Sveitarstjórn

244. fundur 27. júní 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Björn Páll Fálki Valsson 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Stefán G. Ármannsson boðaði forföll.

Oddviti leitaði afbrigða um að bæta á dagskrá fundarins erindi frá landssöfnuninni "Vinaátta í verki" og var það samþykkt með 7 atkvæðum.

1.Sveitarstjórn - 243

1706001F

Fundargerð framlögð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu v/ 12. liðar fundargerðarinnar:
"Borist hafa nýjar upplýsingar frá umsækjanda um að umrætt húsnæði, Fornistekkur 29, Bjarteyjarsandi, sé í fastri leigu til stéttarfélags hluta úr ári. Í ljósi þess samþykkir sveitarstjórn að endurupptaka málið. Fyrri umsögn er afturkölluð og óskar sveitarstjórn eftir lengri fresti til að veita umsögn þar til óvissuatriði er málið varða skýrast."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
AH vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 79

1706004F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Vegna 5. dagskrárliðar fundargerðarinnar "Útboð vegna sorpmála" þá eru sveitarstjórnarmenn hvattir til að fara yfir útboðsgögnin og senda athugasemdir/fyrirspurnir sínar til skipulags- og umhverfisfulltrúa eigi síðar en 3. júlí nk.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 79 Í erindi Mannvits fyrir hönd Norðuráls og Elkem er er óskað eftir að tekið verði á breyttri lögun flæðigryfjanna í deiliskipulagi sem nú er í undirbúningi. USN nefnd telur nauðsynlegt að gera grein fyrir breytingunum í deiliskipulagi. Í erindi Skipulagsstofnunar er óskað eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Umfang flæðigryfjanna mun aukast um 5% en aðrar forsendur breytast ekki.
    USN nefnd vísar í fyrri afgreiðslu og telur framkvæmdina ekki háða mati á umhverfisáhrifum.
    Erindinu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir álit USN-nefndar og telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 79 Öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað inn og framkvæmdin er í samræmi við skipulag.
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna umræddrar framkvæmdar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 79 USN samþykkir að grenndarkynna breytinguna fyrir aðliggjandi lóðum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi skuli grenndarkynnt eigendum aðliggjandi lóða sbr. ákvæði laga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 79 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti að umbeðið byggingarleyfi verði veitt."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 79 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti að umbeðið byggingarleyfi verði veitt."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.1. , 2., 3. og 4. fundir Stýrihóps vegna breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar

1706034

Fundargerðir framlagðar.
AH greindi frá starfi stýrihópsins.

4.Drög að verklagsreglum vegna umsókna um gistirekstur í Hvalfjarðarsveit.

1706035

Drög lögð fram.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu á drögum að verklagsreglum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Drög að samningi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps.

1706036

Drög lögð fram.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framlögð samningsdrög og felur oddvita og sveitarstjóra að undirrita samning við skógræktarfélagið á þeim grunni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Gjaldskrá félagsheimila.

1706037

Tillaga um breytingu frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að breyta gjaldskrá félagsheimila 2017 þannig að gisting á útisvæði, gjald á stæði kr. 2.000- pr. nótt falli út."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Starfsmannamál-Ráðning skipulags- og umhverfisfulltrúa.

1706038

Tillaga frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að ráða Lulu Munk Andersen í stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa frá og með 20. júní 2017. Sveitarstjóra falið að undirrita ráðningarsamning við Lulu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Fjögurra ára samgönguáætlun 2018 - 2021.

1706039

Erindi frá Vegagerðinni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til USN-nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Sveitarfélögin sýna vináttu í verki.

1706042

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja landssöfnunina "Vinátta í verki" um kr. 75.000-. Um er að ræða landssöfnun vegna hamfaranna sem urðu á Grænlandi þann 18. júní sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.158. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

1706040

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Aðalfundur SSV, 2017.

1706041

Ársreikningur og ársskýrsla 2016.
Gögn frá aðalfundi lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar