Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Efnistaka - Framkvæmdaleyfi
1603034
2.Hugmynd um svæði fyrir frístundabúskap í nálægð við Melahverfi.
1504013
USN nefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að skoða ýmsa þætti er tengjast skipulagsmálum og starfsemi frístundabúskapar sem er í nálægð við íbúabyggð.
3.Hvatning vegna verndunar Ramsarsvæðisins við Grunnafjörð og merkinga á svæðinu.
1705005
USN-nefnd þakkar góða og mikilvæga hvatningu vegna verndunar Ramsar-svæðisins við Grunnafjörð. USN-nefnd tekur undir mikilvægi friðunar svæðisins til framtíðar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda erindið á umhverfisnefndir Skýjaborgar og Heiðarskóla enda minnst á mikilvægi samstarfs við skólastofnanir þar sem mikið og gott umhverfisfræðslustarf er unnið á báðum stöðum. Þá felur nefndin skipulagsfulltrúa að koma á samráðsfundi með Grunnafjarðarnefnd og að lokum bendir USN nefnd á að fyrir nokkru síðan setti Umhverfisstofnun upp fræðsluskilti vegna Grunnafjarðar við Laxárbakka. Einnig hafa verið farnar fræðslugöngur um svæðið.
4.Umsögn- vegna frekari útvikkun á flæðugryfju
1706024
Í erindi Mannvits fyrir hönd Norðuráls og Elkem er er óskað eftir að tekið verði á breyttri lögun flæðigryfjanna í deiliskipulagi sem nú er í undirbúningi. USN nefnd telur nauðsynlegt að gera grein fyrir breytingunum í deiliskipulagi. Í erindi Skipulagsstofnunar er óskað eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Umfang flæðigryfjanna mun aukast um 5% en aðrar forsendur breytast ekki.
USN nefnd vísar í fyrri afgreiðslu og telur framkvæmdina ekki háða mati á umhverfisáhrifum.
Erindinu vísað til sveitarstjórnar.
USN nefnd vísar í fyrri afgreiðslu og telur framkvæmdina ekki háða mati á umhverfisáhrifum.
Erindinu vísað til sveitarstjórnar.
5.Útboð vegna sorpmála.
1702012
Lárus Ársælsson frá Mannviti fór yfir drög að útboðsgögnum fyrir sorphirðu í Hvalfjarðarsveit 2017 - 2022. Hann mun senda uppfærð gögn sem lögð verða fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
6.Framkvæmdaleyfi - áframhaldandi vinnu við hækkun hafnarbakki
1705022
Öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað inn og framkvæmdin er í samræmi við skipulag.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
7.Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu
1706028
Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu - kynning stendur til 20. júní 2017.
Lagt fram.
8.Breyting á deiliskipulagi - Kjarrás 19,21 og 23
1706026
USN samþykkir að grenndarkynna breytinguna fyrir aðliggjandi lóðum.
9.Fyrirspurn - Eyraskógur 89 - breyting á deiliskipulagi
1706025
Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna vegna málsins.
10.Akur 1 - Frístundarhús
1706023
Stefán Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi á Akri 1 í landi Grafar. Um er að ræða 179 fm einingarhús.
Lagt fram til kynningar.
11.Fellsendi - Vélaskemma
1706022
Skagastál ehf, Fellsenda sækir um byggingarleyfi fyrir vélaskemmu á lóðinni Fellsenda, lnr. 133625. Um er að ræða 1.240 fm stálgrindarhús.
Lagt fram til kynningar.
12.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Breyttar heimildir um veitinga- og gististaði eftir landnotkunarsvæðum
1706029
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Breyttar heimildir um veitinga- og gististaði eftir landnotkunarsvæðum.
Lagt fram til kynningar.
Reykjavíkurborg býður til opins fundar um breytingartillögurnar 21. júní kl. 17.
Reykjavíkurborg býður til opins fundar um breytingartillögurnar 21. júní kl. 17.
13.Kynningarfundur - DMP-verkefni á Vesturlandi
1706027
Kynningarfundur vegna DMP (Destination Management Plan) þann 22. júní kl. 14.30 í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar.
Skipulagsfulltrúi mun mæta á fundinn.
Skipulagsfulltrúi mun mæta á fundinn.
Fundi slitið - kl. 18:00.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að útbúa yfirlit yfir öll efnistökusvæði í sveitarfélaginu og gera landeigendum og/eða rekstraraðilum efnistökusvæða grein fyrir ábyrgð sinni og skyldum gagnvart lögum og reglugerðum.