Fara í efni

Sveitarstjórn

241. fundur 09. maí 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Björn Páll Fálki Valsson
  • Brynja Þorbjörnsdóttir
  • Sigurður Arnar Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 240

1704004F

Fundargerð lögð fram.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samantekt vegna fyrirspurnar Björns Páls Fálka Valssonar frá síðasta fundi um kostnað vegna aðkeyptrar ráðgjafavinnu frá upphafi þessa kjörtímabils.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 77

1704006F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 77 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN-nefndar að heimila stofnun lóðar, Akur 1, út úr landi Grafar, landnr. 133629. Um er að ræða 2,2 ha sumarhúsalóð."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 77 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN-nefndar að heimila stofnun 5.980 m2 lóðar úr landi Kalastaðakots landnr. 133187. Um er að ræða lóð fyrir geymsluhúsnæði."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 77 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að kanna samstarf við Skorradalshrepp varðandi útboð við sorphirðu.
    USN nefnd samþykkir tilboð Mannvits í gerð útboðsgagna vegna sorphirðu með fyrirvara um niðurstöðu viðræðna við Skorradalshrepp.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að kanna mögulegt samstarf við Skorradalshrepp um útboð vegna sorphirðu. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tilboð Mannvits í gerð útboðsgagna vegna sorphirðu, með fyrirvara um niðurstöður viðræðna um samstarf við Skorradalshrepp."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 77 Unnið að drögum að verklagi um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit.
    Skipulagsfulltrúa falið að senda drögin til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar AH tók til máls og gerði grein fyrir framlagðri tillögu um verklag hreinsunarátaks 2017 og breytingum sem gerðar hafa verið á reglunum frá því sem verið hefur.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu um verklag vegna hreinsunarátaks 2017."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 77 Skipulagsstofnun hefur sent inn athugasemdir, dags. 12. apríl s.l, vegna deiliskipulags við Hótel Hafnarfjall.
    Hvað varðar athugasemd um staðsetningu byggingarreita telur USN nefnd að tekið sé nægjanlegt tillit til gróðurverndarsjónarmiða auk þess sem gerður hefur verið mótvægissamningur vegna skógarruðnings við Skógrækt ríkisins.
    Aðrar athugasemdir frá Skipulagsstofnun verða settar inn í greinargerð deiliskipulagsins.

    ÁH víkur af fundi undir þessum lið. Skipulagsfulltrúi ritar fundargerð.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrirliggjandi bókun USN nefnd frá 2. maí sl. og samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum.“
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 77 USN leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif.
    Förgun úrgangs vegna niðurrifs skal vera í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, að tillögu USN-nefndar, að heimila niðurrif á hlöðu, matshluti 06 á jörðinni Heynes, landnr. 133688, fastanr. 210-5148. Förgun úrgangs skal vera í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Melahverfi - Háimelur - Úthlutun lóða

1704040

Frá byggingarfulltrúa.
Oddviti gerði grein fyrir umsóknum sem borist hafa um úthlutun byggingalóða við Háamel í Melahverfi. Þrír aðilar sækja um úthlutun lóðarinnar við Háamel nr. 1. Samkvæmt reglum Hvalfjarðarsveitar um úthlutun byggingalóða eru umsóknir Þingvangs ehf. og Þórbyggs ehf. gildar en umsókn Dóra Ben ehf. uppfyllir ekki skilyrði reglnanna og telst því ógild. Umsóknir Dóra Ben ehf. um úthlutun lóða nr. 6, 8, 12, 14, og 16 við Háamel eru ekki í samræmi við reglur Hvalfjarðarsveitar um úthlutun byggingalóða og teljast allar ógildar.
Í samræmi við úthlutunarreglur fór fram útdráttur sem oddviti framkvæmdi milli umsækjenda, Þingvangs ehf. og Þórsbyggs ehf. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir með 7 atkvæðum niðurstöðu útdráttarins þ.e. að úthluta Þingvangi ehf. lóð nr. 1 við Háamel.

4.Laun vinnuskóla 2017

1705002

Erindi frá fjármálastjóra og frístundafulltrúa.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að laun í vinnuskóla 2017 verði eftirfarandi:
8. bekkur 590 kr. pr. klst.
9. bekkur 690 kr. pr. klst.
10. bekkur 890 kr. pr. klst.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ósk um frí afnot af Fannahlíð.

1705003

Erindi frá Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar frí afnot af Félagsheimilinu Fannahlíð þann 30. maí nk. v/ vorhátíðar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Hvatning vegna verndunar Ramsarsvæðisins við Grunnafjörð og merkinga á svæðinu.

1705005

Erindi frá Stefáni Skafta Steinólfssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar hvatninguna og samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í USN-nefnd og Grunnafjarðarnefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Öflun á heitu vatni og samræmi í búsetuskilyrðum.

1705006

Erindi frá STJÁ starfsmannafélagi, eigendum Þórisstaða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í Veitunefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Umræða um ljósleiðaramál.

1705011

Frá Hjördísi Stefánsdóttur.
HS lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að taka saman greinargerð um atriði er tengjast undirbúningi, framkvæmd, skipulagi, eftirliti, verkstjórn, verkkostnað, rekstri, eignarhaldi sveitarfélagsins o.fl. er varðar ljósleiðarakerfi í Hvalfjarðarsveit. Samantekt sveitarstjóra liggi fyrir um miðjan júnímánuð nk.
Sveitarstjóra verði einnig falið að kanna stöðu á lokaúttekt og uppgjöri og knýja á um að slíkt fari fram. Athugun skal lokið fyrir 1. september nk.
Sveitarstjóra einnig falið að vinna drög að reglum og gjaldskrá fyrir þessa þjónustu sveitarfélagsins. Tillaga liggi fyrir um miðjan júlímánuð nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Rekstraryfirlit janúar - mars 2017

1705004

Frá fjármálastjóra.
Rekstraryfirlit framlagt.

10.142. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1705007

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.16. aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1705008

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.20. aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf.

1705009

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.129. stjórnarfundur SSV.

1705010

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar